Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2025 07:36 Xabi Alonso tekur við Real Madrid og skrifar undir samning til þriggja ára. Getty/Jörg Schüler Xabi Alonso hættir sem þjálfari þýska liðsins Leverkusen til að snúa aftur til Madridar og taka við spænska stórveldinu Real Madrid. Ítalinn Carlo Ancelotti verður kvaddur með virktum þann 25. maí. Þetta fullyrðir spænska blaðið Marca í dag og segir að allt sé frágengið en lengi hefur verið orðrómur í gangi um að Alonso myndi taka við Real. Blaðið segir að nafn Ancelotti verði ritað gylltum stöfum í sögubókum fótboltans eftir stjórnartíð hans hjá Real, enda hafi liðið undir hans stjórn unnið þrjá Evrópumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla, tvo Spánarmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og fleira til. Þá sé enn möguleiki á Spánarmeistaratitli í vor. Marca segir að Ancelotti og Real Madrid hafi samþykkt að einbeita sér alfarið að kapphlaupinu við Barcelona um spænska meistaratitilinn en að áður hafi verið ákveðið að Ancelotti myndi kveðja í góðu þann 25. maí. Samkomulag þess efnis var frágengið eftir tap Real gegn Arsenal í Meistaradeildinni en þá munu báðir aðilar hafa verið sammála um að komið væri að endastöð. Fram að því hafi stjórnendur Real verið að kanna markaðinn en Alonso verið efstur á blaði. Ancelotti vissi af áhuga brasilíska landsliðsins og samkvæmt Marca mun hann taka við því og leiða það á HM á næsta ári. Alonso mun skrifa undir samning við Real sem gildir til næstu þriggja ára. Þessi 43 ára Spánverji lék með Real á árunum 2009-14 en hefur verið þjálfari Leverkusen frá árinu 2022 með afar farsælum árangri. Undir hans stjórn stöðvaði Leverkusen einokun Bayern Münhcen og varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi í fyrra og komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjá meira
Þetta fullyrðir spænska blaðið Marca í dag og segir að allt sé frágengið en lengi hefur verið orðrómur í gangi um að Alonso myndi taka við Real. Blaðið segir að nafn Ancelotti verði ritað gylltum stöfum í sögubókum fótboltans eftir stjórnartíð hans hjá Real, enda hafi liðið undir hans stjórn unnið þrjá Evrópumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla, tvo Spánarmeistaratitla, tvo bikarmeistaratitla og fleira til. Þá sé enn möguleiki á Spánarmeistaratitli í vor. Marca segir að Ancelotti og Real Madrid hafi samþykkt að einbeita sér alfarið að kapphlaupinu við Barcelona um spænska meistaratitilinn en að áður hafi verið ákveðið að Ancelotti myndi kveðja í góðu þann 25. maí. Samkomulag þess efnis var frágengið eftir tap Real gegn Arsenal í Meistaradeildinni en þá munu báðir aðilar hafa verið sammála um að komið væri að endastöð. Fram að því hafi stjórnendur Real verið að kanna markaðinn en Alonso verið efstur á blaði. Ancelotti vissi af áhuga brasilíska landsliðsins og samkvæmt Marca mun hann taka við því og leiða það á HM á næsta ári. Alonso mun skrifa undir samning við Real sem gildir til næstu þriggja ára. Þessi 43 ára Spánverji lék með Real á árunum 2009-14 en hefur verið þjálfari Leverkusen frá árinu 2022 með afar farsælum árangri. Undir hans stjórn stöðvaði Leverkusen einokun Bayern Münhcen og varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi í fyrra og komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar.
Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjá meira