Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 12:31 Gianluigi Donnarumma og félagar í Paris Saint-Germain mæta Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu 31. maí næstkomandi. Leikurinn fer fram á Allianz Arena í München. getty/Catherine Ivill Strákarnir í Meistaradeildarmörkunum hrósuðu Gianluigi Donnarumma, markverði Paris Saint-Germain, fyrir frammistöðu hans í sigrinum á Arsenal í gær. PSG vann Arsenal, 2-1, í gær og tryggði sér þar með sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Parísarliðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. Arsenal byrjaði leikinn í París í gær af miklum krafti en Donnarumma var vel á verði í marki PSG og varði meðal annars stórkostlega frá Martin Ødegaard. „Hann og Sommer eru bara að koma sínum liðum áfram í þessum einvígum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og vísaði til frammistöðu Yanns Sommer í marki Inter í leikjunum tveimur gegn Barcelona. „Svona stór maður, hvað hann er fljótur niður þarna er gjörsamlega sturlað. Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla,“ sagði Baldur Sigurðsson þegar varsla Donnarummas frá Ødegaard var sýnd. Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Donnarumma Donnarumma kom til PSG frá AC Milan fyrir fjórum árum. Arnar segir að hann skipti miklu máli fyrir frönsku meistarana. „Það er svo geggjað með þessi lið sem eru það góð í fótbolta að þurfa líka að treysta á alvöru markmenn. Vægi markmanna - það hefur alltaf verið stórt - en sérstaklega í svona toppliðum. Þessi lið fá alltaf á sig dauðafæri,“ sagði Arnar. „Það er búið að gagnrýna Donnarumma undanfarin ár. Hann hefur verið góður en ekki alveg í þessum gír. En núna er hann búinn að sanna virði sitt.“ Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. 7. maí 2025 21:58 Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München. 7. maí 2025 21:41 Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. 7. maí 2025 20:53 Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
PSG vann Arsenal, 2-1, í gær og tryggði sér þar með sæti í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Parísarliðið vann einvígið, 3-1 samanlagt. Arsenal byrjaði leikinn í París í gær af miklum krafti en Donnarumma var vel á verði í marki PSG og varði meðal annars stórkostlega frá Martin Ødegaard. „Hann og Sommer eru bara að koma sínum liðum áfram í þessum einvígum. Það er ekkert flóknara en það,“ sagði Arnar Gunnlaugsson og vísaði til frammistöðu Yanns Sommer í marki Inter í leikjunum tveimur gegn Barcelona. „Svona stór maður, hvað hann er fljótur niður þarna er gjörsamlega sturlað. Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla,“ sagði Baldur Sigurðsson þegar varsla Donnarummas frá Ødegaard var sýnd. Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Donnarumma Donnarumma kom til PSG frá AC Milan fyrir fjórum árum. Arnar segir að hann skipti miklu máli fyrir frönsku meistarana. „Það er svo geggjað með þessi lið sem eru það góð í fótbolta að þurfa líka að treysta á alvöru markmenn. Vægi markmanna - það hefur alltaf verið stórt - en sérstaklega í svona toppliðum. Þessi lið fá alltaf á sig dauðafæri,“ sagði Arnar. „Það er búið að gagnrýna Donnarumma undanfarin ár. Hann hefur verið góður en ekki alveg í þessum gír. En núna er hann búinn að sanna virði sitt.“ Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. 7. maí 2025 21:58 Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München. 7. maí 2025 21:41 Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. 7. maí 2025 20:53 Mest lesið „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Sjá meira
„Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. 7. maí 2025 21:58
Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München. 7. maí 2025 21:41
Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna. 7. maí 2025 20:53
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn