Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2025 09:01 Mikel Arteta faðmar Jurriën Timber eftir tap Arsenal fyrir Paris Saint-Germain. getty/Mustafa Yalcin Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að fara að sýna að hann sé sigurvegari. Þetta segir fótboltaritstjóri BBC. Hann telur þó ekki að starf Arteta sé í hættu. Arsenal tapaði fyrir Paris Saint-Germain í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, 2-1, og því er ljóst að liðið mun ekki vinna titil á þessu tímabili. Í pistli sínum eftir leikinn í París bendir Phil McNulty, fótboltaritstjóri BBC, á að sannleikurinn sé sá að Arsenal hafi ekki unnið titil í fimm ár, eða síðan Arteta stýrði liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni 2020. „Fyrir allt tal um þróun og framfarir er þetta það eina sem skiptir máli fyrir stærstu félögin svo klukkan tifar fyrir Arteta að gera liðið sitt að sigurvegurum aftur,“ skrifar McNulty. „Hann er núna að stýra næstum því liði. Fyrir allt ágæti Arsenal í borg ljóssins er þessi dimma hinn kaldi raunveruleiki.“ Engar afsakanir McNulty segir að enginn með réttu ráði telji að starf Arteta sé í hættu. Það sé hins vegar komin pressa á hann að ná áþreifanlegum árangri og hún muni aukast á næsta tímabili. „Á endanum geta ekki verið neinar afsakanir og skilaboð um framþróun. Arsenal þarf að vinna,“ skrifar McNulty. Arsenal vann ensku bikarkeppnina nokkrum mánuðum eftir að Arteta tók við liðinu en hefur síðan þá ekki komist í úrslitaleik og lent í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Eftir leikinn í París talaði Arteta að stutt væri á milli feigs og ófeigs og að Gianluigi Donnarumma, markvörður PSG, hefði verið frábær í einvíginu. McNulty segir þó að Arsenal geti líka sjálfum sér um kennt og bendir á mistökin sem Thomas Partey gerði í mörkum PSG í gær. Þá segir hann að sú ákvörðun Arsenal að kaupa ekki framherja síðasta sumar hafi komið í bakið á þeim. Áreiðanlegur markaskorari hefði getað gert gæfumuninn í gær. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira
Arsenal tapaði fyrir Paris Saint-Germain í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, 2-1, og því er ljóst að liðið mun ekki vinna titil á þessu tímabili. Í pistli sínum eftir leikinn í París bendir Phil McNulty, fótboltaritstjóri BBC, á að sannleikurinn sé sá að Arsenal hafi ekki unnið titil í fimm ár, eða síðan Arteta stýrði liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni 2020. „Fyrir allt tal um þróun og framfarir er þetta það eina sem skiptir máli fyrir stærstu félögin svo klukkan tifar fyrir Arteta að gera liðið sitt að sigurvegurum aftur,“ skrifar McNulty. „Hann er núna að stýra næstum því liði. Fyrir allt ágæti Arsenal í borg ljóssins er þessi dimma hinn kaldi raunveruleiki.“ Engar afsakanir McNulty segir að enginn með réttu ráði telji að starf Arteta sé í hættu. Það sé hins vegar komin pressa á hann að ná áþreifanlegum árangri og hún muni aukast á næsta tímabili. „Á endanum geta ekki verið neinar afsakanir og skilaboð um framþróun. Arsenal þarf að vinna,“ skrifar McNulty. Arsenal vann ensku bikarkeppnina nokkrum mánuðum eftir að Arteta tók við liðinu en hefur síðan þá ekki komist í úrslitaleik og lent í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tvö ár. Eftir leikinn í París talaði Arteta að stutt væri á milli feigs og ófeigs og að Gianluigi Donnarumma, markvörður PSG, hefði verið frábær í einvíginu. McNulty segir þó að Arsenal geti líka sjálfum sér um kennt og bendir á mistökin sem Thomas Partey gerði í mörkum PSG í gær. Þá segir hann að sú ákvörðun Arsenal að kaupa ekki framherja síðasta sumar hafi komið í bakið á þeim. Áreiðanlegur markaskorari hefði getað gert gæfumuninn í gær.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Sjá meira