„Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 21:58 Mikel Arteta huggar hér Thomas Partey eftir tapið í París í kvöld. Getty/Marc Atkins Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili. „Ég vil byrja á því að óska PSG til hamingju með að komast í úrslitaleikinn. Ég mun samt ekki gera þetta almennilega upp fyrr en ég hef náð mér meira niður,“ sagði Arteta við TNT Sports. „Þegar við horfum til baka á þessa tvo leiki þá var besti leikmaðurinn í þeirra liði markvörðurinn þeirra. Hann var munurinn á liðunum í þessu einvígi,“ sagði Arteta og var þá að tala um hinn frábæra ítalska markvörð Gianluigi Donnarumma. „Við vorum mjög nálægt þessu og miklu nærri því en úrslitin segja. Því miður erum við úr leik en ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum,“ sagði Arteta. „Við áttum að vera 3-0 yfir eftir tuttugu mínútur. Þú þarft að gera eitthvað aukalega til að vinna þessa keppni og okkur tókst það ekki. Við vorum samt nálægt þessu en yfir langan tíma í báðum leikjum þá vorum við miklu betri en þeir,“ sagði Arteta. „Okkur tókst ekki að komast alla leið og það er sárt. Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við en við erum úr leik. Þessi keppni snýst um vítateigana báðum megin og þar ráða framherjar og markmenn ríkjum. Þeirra menn voru öflugri þar,“ sagði Arteta. „Mínir menn eiga mikið hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tekið á öllu þessu mótlæti og öllum þessum meiðslum. Það að koma, þrátt fyrir það, inn í þennan leik og gera svona vel gefur mér ástæðu til að vera bjartsýnn fyrir framtíðina. Í kvöld er ég samt mjög fúll,“ sagði Arteta. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira
„Ég vil byrja á því að óska PSG til hamingju með að komast í úrslitaleikinn. Ég mun samt ekki gera þetta almennilega upp fyrr en ég hef náð mér meira niður,“ sagði Arteta við TNT Sports. „Þegar við horfum til baka á þessa tvo leiki þá var besti leikmaðurinn í þeirra liði markvörðurinn þeirra. Hann var munurinn á liðunum í þessu einvígi,“ sagði Arteta og var þá að tala um hinn frábæra ítalska markvörð Gianluigi Donnarumma. „Við vorum mjög nálægt þessu og miklu nærri því en úrslitin segja. Því miður erum við úr leik en ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum,“ sagði Arteta. „Við áttum að vera 3-0 yfir eftir tuttugu mínútur. Þú þarft að gera eitthvað aukalega til að vinna þessa keppni og okkur tókst það ekki. Við vorum samt nálægt þessu en yfir langan tíma í báðum leikjum þá vorum við miklu betri en þeir,“ sagði Arteta. „Okkur tókst ekki að komast alla leið og það er sárt. Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við en við erum úr leik. Þessi keppni snýst um vítateigana báðum megin og þar ráða framherjar og markmenn ríkjum. Þeirra menn voru öflugri þar,“ sagði Arteta. „Mínir menn eiga mikið hrós skilið fyrir hvernig þeir hafa tekið á öllu þessu mótlæti og öllum þessum meiðslum. Það að koma, þrátt fyrir það, inn í þennan leik og gera svona vel gefur mér ástæðu til að vera bjartsýnn fyrir framtíðina. Í kvöld er ég samt mjög fúll,“ sagði Arteta.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Sjá meira