Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2025 15:17 Lamine Yamal var að vonum vonsvikinn eftir tap Barcelona fyrir Inter í gær. getty/Jose Breton Sérfræðingar Meistaradeildarmarkanna hrósuðu Lamine Yamal í hástert fyrir frammistöðu hans í einvígi Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Yamal skoraði glæsilegt mark í fyrri leiknum, sem endaði 3-3, og átti svo aftur góðan leik þegar liðin mættust á San Siro í gær. Inter vann 4-3 eftir framlengingu. Hinn sautján ára Yamal var allt í öllu í sóknarleik Barcelona og Aroni Jóhannssyni fannst jafnvel full mikið mæða á guttanum. „Það var allt í kringum hann. Allt fór í gegnum Yamal og mér fannst þegar eitthvað vantaði létu þeir hann fá boltann og voru að bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Það er það eina sem ég get sagt neikvætt um Barcelona er að það mæðir svolítið mikið á þessum sautján ára dreng,“ sagði Aron. Ólafur Kristjánsson tók við boltanum og sagði Yamal hafa spilað einkar vel í einvíginu gegn Inter, þó betur í fyrri leiknum en þeim seinni. „Hann var frábær. Þessi leikur var kannski meira einvígi. Er hægt að segja að hann hafi verið slakur? Nei, það er ekkert hægt að segja það. Frammistaðan í fyrri leiknum var bara svo stórbrotinn að það setur smá skugga á þetta,“ sagði Ólafur. „Ég er sammála Aroni með það að sóknarleikurinn hjá Barcelona er svolítið einhæfur ef þeir fara bara upp hægra megin. Við töluðum um það áðan að Raphinha var eiginlega alveg lamaður. Hann skorar þetta mark en það kemur rosalega lítið frá honum.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Yamal Yamal hefur leikið 51 leik fyrir Barcelona á tímabilinu, skorað fimmtán mörk og lagt upp tuttugu. Barcelona mætir Real Madrid í El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn kemur. Börsungar eru með fjögurra stiga forskot á Madrídinga á toppi deildarinnar. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33 „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27 „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15 Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Yamal skoraði glæsilegt mark í fyrri leiknum, sem endaði 3-3, og átti svo aftur góðan leik þegar liðin mættust á San Siro í gær. Inter vann 4-3 eftir framlengingu. Hinn sautján ára Yamal var allt í öllu í sóknarleik Barcelona og Aroni Jóhannssyni fannst jafnvel full mikið mæða á guttanum. „Það var allt í kringum hann. Allt fór í gegnum Yamal og mér fannst þegar eitthvað vantaði létu þeir hann fá boltann og voru að bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Það er það eina sem ég get sagt neikvætt um Barcelona er að það mæðir svolítið mikið á þessum sautján ára dreng,“ sagði Aron. Ólafur Kristjánsson tók við boltanum og sagði Yamal hafa spilað einkar vel í einvíginu gegn Inter, þó betur í fyrri leiknum en þeim seinni. „Hann var frábær. Þessi leikur var kannski meira einvígi. Er hægt að segja að hann hafi verið slakur? Nei, það er ekkert hægt að segja það. Frammistaðan í fyrri leiknum var bara svo stórbrotinn að það setur smá skugga á þetta,“ sagði Ólafur. „Ég er sammála Aroni með það að sóknarleikurinn hjá Barcelona er svolítið einhæfur ef þeir fara bara upp hægra megin. Við töluðum um það áðan að Raphinha var eiginlega alveg lamaður. Hann skorar þetta mark en það kemur rosalega lítið frá honum.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - umræða um Yamal Yamal hefur leikið 51 leik fyrir Barcelona á tímabilinu, skorað fimmtán mörk og lagt upp tuttugu. Barcelona mætir Real Madrid í El Clásico í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn kemur. Börsungar eru með fjögurra stiga forskot á Madrídinga á toppi deildarinnar. Innslagið úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33 „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27 „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15 Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Einvígi Inter og Barcelona verður lengi í minnum haft en að lokum var það Inter sem eftir framlengingu tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Mörkin úr einvíginu má sjá á Vísi. 7. maí 2025 08:33
„Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Yann Sommer átti stórleik í kvöld þegar Internazionale tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir 4-3 sigur í seinni undanúrslitaleiknum á móti Barcelona. 6. maí 2025 22:27
„Fótboltinn var grimmur við okkur“ Eric García skoraði fyrsta mark Barcelona í kvöld og hóf endurkomuna en varð að lokum að sætta sig við 4-3 tap á móti Internazionale í seinni undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni. Inter vann stórkostlegt einvígi 7-6. 6. maí 2025 22:15
Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Internazionale frá Ítalíu er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-3 sigur á Barcelona í ótrúlegum seinni undanúrslitaleik liðanna í Mílanó í kvöld. Inter menn unnu einvígið 7-6 samanlagt. 6. maí 2025 21:38