Sígild sumarterta að hætti Dana Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. maí 2025 14:31 Berglind heldur úti vefsíðunni Gotterí og gersemar. Þegar hin sígilda danska jarðaberjaterta er komin á útiborðið á sólríkum sumardegi, er sumarið formlega mætt hjá frændum okkar Dönum. Tertan samanstendur af stökkum kökubotni með mjúkri marsípanfyllingu, dökku súkkulaði, silkimjúkum vanillubúðingi og ferskum jarðarberjum. Tertan er tilvalin með kaffinu á mæðradaginn næstkomandi sunnudag. Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemar útbjó sína eigin útgáfu af tertunni, eftir að hafa fengið innblástur frá danska bakaríinu Lagkagehuset við heimsókn til Danmerkur, og deildi henni á vefsíðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lagkagehuset (@lagkagehuset_official) Sígild jarðaberjaterta að hætti Dana Gotterí og gersemar Botninn 150 g hveiti100 g smjör (kalt)1 msk flórsykur1 egg¼ tsk salt Aðferð: Skerið smjörið í teninga og setjið allt saman í skál.Hnoðið saman með höndunum eða með K-inu í hrærivélinni þar til blandað saman.Smyrjið eldfast mót/kökuform að innan með smjöri og þjappið deiginu síðan í botninn og upp hliðarnar.Einnig er hægt að kæla deigið í um klukkustund og fletja það út ef þið kjósið heldur að gera það þannig.Kælið í ísskáp á meðan þið útbúið marsípanfyllinguna en gatið þó deigið með gaffli áður en þið hellið henni ofan á botninn. Marsípanfylling og súkkulaðiskel 200 g marsípan100 g sykur100 g smjör (við stofuhita)2 egg50 g hveiti70 g suðusúkkulaði Aðferð: Hitið ofninn í 180°C.Hnoðið marsípan, sykur og smjör saman í hrærivélinni (með K-inu) og bætið síðan eggjunum saman við einu í einu.Að lokum má sigta hveitið saman við og hræra vel saman, smyrjið síðan yfir gataðan smjördeigsbotninn.Bakið í 23-25 mínútur og látið kólna.Bræðið suðusúkkulaði og smyrjið því yfir og kælið áður en vanillurjóminn fer ofan á. Þetta er gert til þess að kakan blotni ekki of mikið þegar vanillurjóminn er settur ofan á, svo gerir súkkulaði auðvitað allt betra. Vanillurjómi og skreyting 250 ml nýmjólk40 g sykur1 egg2 tsk. vanilla bean extract (eða vanillusykur)1 msk. kartöflumjöl250 ml rjómi (þeyttur)Um 300 g jarðarber Aðferð: Setjið mjólk, sykur, egg, vanillu og kartöflumjöl saman í pott og hitið að suðu.Pískið stanslaust í pottinum á meðan blandan er að hitna, þegar hún fer að nálgast suðu þykknar hún og þá megið þið taka af hellunni og færa yfir í skál og kæla í ísskáp. Blandan ætti að þykkna þannig að hún minni á þykkan jafning áður en þið takið af hitanum.Kælið blönduna alveg og blandið henni síðan saman við þeytta rjómann.Smyrjið vanillurjómanum yfir súkkulaðið. Toppið með ferskum jarðarberjum. Aðferðina má sjá í færslunni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar) Kökur og tertur Danmörk Uppskriftir Mæðradagurinn Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir hjá Gotterí og Gersemar útbjó sína eigin útgáfu af tertunni, eftir að hafa fengið innblástur frá danska bakaríinu Lagkagehuset við heimsókn til Danmerkur, og deildi henni á vefsíðu sinni. View this post on Instagram A post shared by Lagkagehuset (@lagkagehuset_official) Sígild jarðaberjaterta að hætti Dana Gotterí og gersemar Botninn 150 g hveiti100 g smjör (kalt)1 msk flórsykur1 egg¼ tsk salt Aðferð: Skerið smjörið í teninga og setjið allt saman í skál.Hnoðið saman með höndunum eða með K-inu í hrærivélinni þar til blandað saman.Smyrjið eldfast mót/kökuform að innan með smjöri og þjappið deiginu síðan í botninn og upp hliðarnar.Einnig er hægt að kæla deigið í um klukkustund og fletja það út ef þið kjósið heldur að gera það þannig.Kælið í ísskáp á meðan þið útbúið marsípanfyllinguna en gatið þó deigið með gaffli áður en þið hellið henni ofan á botninn. Marsípanfylling og súkkulaðiskel 200 g marsípan100 g sykur100 g smjör (við stofuhita)2 egg50 g hveiti70 g suðusúkkulaði Aðferð: Hitið ofninn í 180°C.Hnoðið marsípan, sykur og smjör saman í hrærivélinni (með K-inu) og bætið síðan eggjunum saman við einu í einu.Að lokum má sigta hveitið saman við og hræra vel saman, smyrjið síðan yfir gataðan smjördeigsbotninn.Bakið í 23-25 mínútur og látið kólna.Bræðið suðusúkkulaði og smyrjið því yfir og kælið áður en vanillurjóminn fer ofan á. Þetta er gert til þess að kakan blotni ekki of mikið þegar vanillurjóminn er settur ofan á, svo gerir súkkulaði auðvitað allt betra. Vanillurjómi og skreyting 250 ml nýmjólk40 g sykur1 egg2 tsk. vanilla bean extract (eða vanillusykur)1 msk. kartöflumjöl250 ml rjómi (þeyttur)Um 300 g jarðarber Aðferð: Setjið mjólk, sykur, egg, vanillu og kartöflumjöl saman í pott og hitið að suðu.Pískið stanslaust í pottinum á meðan blandan er að hitna, þegar hún fer að nálgast suðu þykknar hún og þá megið þið taka af hellunni og færa yfir í skál og kæla í ísskáp. Blandan ætti að þykkna þannig að hún minni á þykkan jafning áður en þið takið af hitanum.Kælið blönduna alveg og blandið henni síðan saman við þeytta rjómann.Smyrjið vanillurjómanum yfir súkkulaðið. Toppið með ferskum jarðarberjum. Aðferðina má sjá í færslunni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Gotterí og gersemar (@gotterioggersemar)
Kökur og tertur Danmörk Uppskriftir Mæðradagurinn Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira