Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2025 11:30 Pedri hefur átt gott tímabil í vetur. getty/Image Photo Agency Þrátt fyrir að Lamine Yamal, Raphinha og Robert Lewandowski hafi skorað samtals 86 mörk í vetur segir Toni Kroos að Pedri sé mikilvægasti leikmaður Barcelona. Barcelona hefur spilað einkar vel undir stjórn Hansis Flick í vetur og á enn möguleika á að vinna þrefalt. Barcelona er búið að vinna spænsku bikarkeppnina, er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og mætir Inter í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leikurinn fór 3-3. Mest hefur verið rætt um sóknartríóið í liði Barcelona en að mati Kroos, sem lagði skóna á hilluna síðasta sumar, er Pedri lykilinn að velgengni Börsunga. Hann segir hann vera besta miðjumann í heimi. „Fyrir mér er leikmaður eins og Pedri mikilvægari en Lamine Yamal, Raphinha eða Lewandowski,“ sagði Kroos í hlaðvarpi sínu, Einfach mal Luppen. „Þeir ráða kannski úrslitum leikja en til að gera það er Pedri besti leikmaður heims í sinni stöðu. Hann er leikmaður sem þú saknar þegar hann er ekki með, sama á móti hverjum það er. Hann skorar ekki bara eða leggur upp mörk heldur býður hann upp á lausnir.“ Pedri hefur leikið 54 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili, skorað sex mörk og gefið sjö stoðsendingar. „Ég hef fylgst með því sem Pedri hefur gert á tímabilinu. Í Meistaradeildinni er hann betri en mótherjar hans í hverjum einasta leik. Í spænsku úrvalsdeildinni er munurinn meiri. Ef þú ert án leikmanns eins og hans tekurðu eftir því. Hann er bestur,“ sagði Kroos. „Hann er einn af fáum miðjumönnum í sinni stöðu sem getur leikið á andstæðing þegar það er ekkert pláss. Leikmaður eins og Pedri hjálpar þér á öllum sviðum leiksins.“ Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira
Barcelona hefur spilað einkar vel undir stjórn Hansis Flick í vetur og á enn möguleika á að vinna þrefalt. Barcelona er búið að vinna spænsku bikarkeppnina, er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og mætir Inter í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Fyrri leikurinn fór 3-3. Mest hefur verið rætt um sóknartríóið í liði Barcelona en að mati Kroos, sem lagði skóna á hilluna síðasta sumar, er Pedri lykilinn að velgengni Börsunga. Hann segir hann vera besta miðjumann í heimi. „Fyrir mér er leikmaður eins og Pedri mikilvægari en Lamine Yamal, Raphinha eða Lewandowski,“ sagði Kroos í hlaðvarpi sínu, Einfach mal Luppen. „Þeir ráða kannski úrslitum leikja en til að gera það er Pedri besti leikmaður heims í sinni stöðu. Hann er leikmaður sem þú saknar þegar hann er ekki með, sama á móti hverjum það er. Hann skorar ekki bara eða leggur upp mörk heldur býður hann upp á lausnir.“ Pedri hefur leikið 54 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum á þessu tímabili, skorað sex mörk og gefið sjö stoðsendingar. „Ég hef fylgst með því sem Pedri hefur gert á tímabilinu. Í Meistaradeildinni er hann betri en mótherjar hans í hverjum einasta leik. Í spænsku úrvalsdeildinni er munurinn meiri. Ef þú ert án leikmanns eins og hans tekurðu eftir því. Hann er bestur,“ sagði Kroos. „Hann er einn af fáum miðjumönnum í sinni stöðu sem getur leikið á andstæðing þegar það er ekkert pláss. Leikmaður eins og Pedri hjálpar þér á öllum sviðum leiksins.“ Leikur Inter og Barcelona hefst klukkan 19:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Sjá meira