Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2025 11:07 Manchester United er í afar góðri stöðu í baráttunni við Athletic Bilbao um sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, eftir 3-0 útisigur í fyrri leik liðanna. EPA/Luis Tejido Arsene Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, segir það ekki réttlátt að sigurvegari Evrópudeildarinnar fái sæti í Meistaradeild Evrópu, eins og núgildandi reglur UEFA kveða á um. Manchester United og Tottenham eru í góðum málum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar eftir fyrri hluta undanúrslitanna, gegn Athletic Bilbao og Bodö/Glimt. Það er því líklegt að þau spili til úrslita 21. maí og ljóst að sigur í keppninni, og farseðill í Meistaradeildina, myndi bæta til muna hörmungartímabil United og Tottenham sem sitja í 15. og 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Aldrei hefur lið sem endar svo neðarlega í sinni deild spilað úrslitaleik Evrópudeildarinnar, frá því að keppnin var mótuð að nýju fyrir tímabilið 2009-10. Tottenham gæti bjargað tímabili sínu með sigri í Evrópudeildinni.EPA/Andy Rain UEFA breytti reglum sínum árið 2014 þannig að sigurvegari Evrópudeildarinnar ætti öruggt sæti í Meistaradeildinni næstu leiktíð á eftir. Þetta telur Wenger ekki sanngjarnt: „Nei. Þeir ættu að geta komist sjálfkrafa aftur í Evrópudeildina en ekki í Meistaradeildina. Sérstaklega þegar lið eru í ensku úrvalsdeildinni þar sem fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina,“ sagði Wenger við BeIN Sports. „Ég held að þetta sé eitthvað sem að UEFA ætti hugsa um og fara yfir. Á hinn bóginn þá mun fólk segja að það þurfi þessa umbun [sæti í Meistaradeild] til að það sé meiri áhugi og áhersla á Evrópudeildinni,“ sagði Wenger. Arsrene Wenger hætti með Arsenal árði 2018 en tók við starfi hjá FIFA ári síðar sem yfirmaður alþjóðaþróunar fótboltans. Hann hefur meðal annars lagt til breytingar á rangstöðureglunni og að HM verði haldið á tveggja ára fresti.EPA/MOHAMMED BADRA Tottenham er 3-1 yfir í einvígi sínu við Bodö/Glimt fyrir seinni leikinni í Noregi á fimmtudaginn. United á sama dag eftir heimaleik sinn við Athletic Bilbao, eftir að hafa unnið 3-0 útisigur á Spáni síðasta fimmtudag. Ef annað ensku liðanna vinnur keppnina þá verða sex ensk lið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Árangur ensku liðanna í Evrópukeppnum í vetur hefur nefnilega þegar tryggt ensku úrvalsdeildinni aukasæti svo að fimm efstu liðin í deildinni komast í Meistaradeildina. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Sjá meira
Manchester United og Tottenham eru í góðum málum í undanúrslitum Evrópudeildarinnar eftir fyrri hluta undanúrslitanna, gegn Athletic Bilbao og Bodö/Glimt. Það er því líklegt að þau spili til úrslita 21. maí og ljóst að sigur í keppninni, og farseðill í Meistaradeildina, myndi bæta til muna hörmungartímabil United og Tottenham sem sitja í 15. og 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Aldrei hefur lið sem endar svo neðarlega í sinni deild spilað úrslitaleik Evrópudeildarinnar, frá því að keppnin var mótuð að nýju fyrir tímabilið 2009-10. Tottenham gæti bjargað tímabili sínu með sigri í Evrópudeildinni.EPA/Andy Rain UEFA breytti reglum sínum árið 2014 þannig að sigurvegari Evrópudeildarinnar ætti öruggt sæti í Meistaradeildinni næstu leiktíð á eftir. Þetta telur Wenger ekki sanngjarnt: „Nei. Þeir ættu að geta komist sjálfkrafa aftur í Evrópudeildina en ekki í Meistaradeildina. Sérstaklega þegar lið eru í ensku úrvalsdeildinni þar sem fimm efstu liðin komast í Meistaradeildina,“ sagði Wenger við BeIN Sports. „Ég held að þetta sé eitthvað sem að UEFA ætti hugsa um og fara yfir. Á hinn bóginn þá mun fólk segja að það þurfi þessa umbun [sæti í Meistaradeild] til að það sé meiri áhugi og áhersla á Evrópudeildinni,“ sagði Wenger. Arsrene Wenger hætti með Arsenal árði 2018 en tók við starfi hjá FIFA ári síðar sem yfirmaður alþjóðaþróunar fótboltans. Hann hefur meðal annars lagt til breytingar á rangstöðureglunni og að HM verði haldið á tveggja ára fresti.EPA/MOHAMMED BADRA Tottenham er 3-1 yfir í einvígi sínu við Bodö/Glimt fyrir seinni leikinni í Noregi á fimmtudaginn. United á sama dag eftir heimaleik sinn við Athletic Bilbao, eftir að hafa unnið 3-0 útisigur á Spáni síðasta fimmtudag. Ef annað ensku liðanna vinnur keppnina þá verða sex ensk lið í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Árangur ensku liðanna í Evrópukeppnum í vetur hefur nefnilega þegar tryggt ensku úrvalsdeildinni aukasæti svo að fimm efstu liðin í deildinni komast í Meistaradeildina.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Sjá meira