Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Samúel Karl Ólason skrifar 5. maí 2025 10:07 Indverskir hermenn nærri landamærum Pakistan, eftir hryðjuverkaárás í síðasta mánuði. AP Mikil spenna hefur ríkt milli Indverja og Pakistana á undanförnum dögum, eftir að hryðjuverkamenn myrtu 26 indverska ferðamenn í Kasmír-héraði. Ráðamenn í Indlandi hafa heitið því að refsa hryðjuverkamönnum og bakhjörlum þeirra og ráðamenn í Pakistan hafa varað við því að áhlaup yfir landamærin sé væntanlegt. Pakistanar segjast ekki tengjast árásinni með nokkrum hætti og hafa heitið því að verjast öllum árásum. Reglulega hefur komið til skothríðar milli hermanna ríkjanna yfir landamærin frá því árásin var gerð. Sjá einnig: Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Árið 2019 gerðu Indverjar loftárásir í Pakistan, eftir að vígamenn hryðjuverkasamtaka sem kallast Jaish-e-Mohammed, gerðu árás yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Indverjar hafa um árabil sakað Pakistana um að leyfa slíkum samtökum að starfa í Pakistan og hafa einni sagt að öryggissveitir í Pakistan hafi starfað með hryðjuverkasamtökum. Með nýjar þotur, eldflaugar og fleira Frá 2019 hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum og telja sérfræðingar sem Reuters ræddi við að beggja vegna við landamærin telji ráðamenn sig í betri stöðu en þeir væru síðast þegar til átaka kom. Indverjar hafa til að mynda keypt 36 Rafale orrustuþotur frá Frakklandi. Pakistanar hafa einnig keypt nýjar herþotur frá Kína. Það eru J-10 herþotur sem þykja sambærilega öflugar og Rafale þoturnar. Báðar þoturnar geta borið langdræg flugskeyti sem hægt er að nota til að skjóta niður óvinaþotur úr mikilli fjarlægð. Rafale þoturnar geta borið Meteor flugskeytin og J-10 geta borið PL-15 flugskeyti, sem þykja sambærileg. Þá hafa Indverjar keypt S-400 loftvarnarkerfi frá Rússlandi og Pakistan hefur fengið HQ-9 kerfi frá Kína. Ríkin eiga einnig dróna og eldflaugar, bæði stýri- og skotflaugar. Pakistanar hafa til að mynda gert tilraunir með eldflauga bæði í morgun og í gær. Áðurnefndir sérfræðingar eru flestir þeirrar skoðunar að hvorki Indverjar né Pakistanar hafi áhuga á stríði en einhverskonar átök séu líkleg. Komi til þeirra gætu þau stigmagnast hratt. Notkun kjarnorkuvopna þykir þó einstaklega ólíkleg. Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02 Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Indversk stjórnvöld hafa afturkallað gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara í kjölfar árásar í Kasmír-héraði í Indlandi á þriðjudag þar sem 26 létu lífið. Pakistan neitar aðild að árásinni og hefur svarað aðgerðum Indlands í sömu mynt. 24. apríl 2025 12:53 Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Pakistanar segjast ekki tengjast árásinni með nokkrum hætti og hafa heitið því að verjast öllum árásum. Reglulega hefur komið til skothríðar milli hermanna ríkjanna yfir landamærin frá því árásin var gerð. Sjá einnig: Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Indverjar og Pakistanar, sem eiga báðir kjarnorkuvopn, hafa háð þrjú stríð gegnum tíðina, frá því Indlandi var skipt upp milli hindúa og múslima í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Síðasta stríðið átti sér stað árið 1971 en reglulega hefur komið til átaka þeirra á milli, núna síðast árið 2019. Fyrsta stríð ríkjanna var um Kasmír-hérað sem hefur um árabil þótt eitt mesta spennusvæði heims, ef svo má segja. Árið 2019 gerðu Indverjar loftárásir í Pakistan, eftir að vígamenn hryðjuverkasamtaka sem kallast Jaish-e-Mohammed, gerðu árás yfir landamæri ríkjanna í Kasmír. Indverjar hafa um árabil sakað Pakistana um að leyfa slíkum samtökum að starfa í Pakistan og hafa einni sagt að öryggissveitir í Pakistan hafi starfað með hryðjuverkasamtökum. Með nýjar þotur, eldflaugar og fleira Frá 2019 hafa heraflar bæði Indlands og Pakistans styrkst töluvert. Bæði ríkin hafa keypt mikið magn hergagna á undanförnum árum og telja sérfræðingar sem Reuters ræddi við að beggja vegna við landamærin telji ráðamenn sig í betri stöðu en þeir væru síðast þegar til átaka kom. Indverjar hafa til að mynda keypt 36 Rafale orrustuþotur frá Frakklandi. Pakistanar hafa einnig keypt nýjar herþotur frá Kína. Það eru J-10 herþotur sem þykja sambærilega öflugar og Rafale þoturnar. Báðar þoturnar geta borið langdræg flugskeyti sem hægt er að nota til að skjóta niður óvinaþotur úr mikilli fjarlægð. Rafale þoturnar geta borið Meteor flugskeytin og J-10 geta borið PL-15 flugskeyti, sem þykja sambærileg. Þá hafa Indverjar keypt S-400 loftvarnarkerfi frá Rússlandi og Pakistan hefur fengið HQ-9 kerfi frá Kína. Ríkin eiga einnig dróna og eldflaugar, bæði stýri- og skotflaugar. Pakistanar hafa til að mynda gert tilraunir með eldflauga bæði í morgun og í gær. Áðurnefndir sérfræðingar eru flestir þeirrar skoðunar að hvorki Indverjar né Pakistanar hafi áhuga á stríði en einhverskonar átök séu líkleg. Komi til þeirra gætu þau stigmagnast hratt. Notkun kjarnorkuvopna þykir þó einstaklega ólíkleg.
Indland Pakistan Hernaður Tengdar fréttir Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02 Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Indversk stjórnvöld hafa afturkallað gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara í kjölfar árásar í Kasmír-héraði í Indlandi á þriðjudag þar sem 26 létu lífið. Pakistan neitar aðild að árásinni og hefur svarað aðgerðum Indlands í sömu mynt. 24. apríl 2025 12:53 Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Aukin spenna er á milli Indlands og Pakistan vegna yfirráð í Kashmír héraðinu. Íslamskir vígamenn skutu 26 manns til bana á svæði Indlands. Landamærunum milli landanna hefur verið lokað. 28. apríl 2025 23:02
Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Indversk stjórnvöld hafa afturkallað gildi allra vegabréfsáritana pakistanskra ríkisborgara í kjölfar árásar í Kasmír-héraði í Indlandi á þriðjudag þar sem 26 létu lífið. Pakistan neitar aðild að árásinni og hefur svarað aðgerðum Indlands í sömu mynt. 24. apríl 2025 12:53
Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23. apríl 2025 06:56