Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2025 20:04 Kirkjugestirnir, sem mættu í þjóðbúningum í þjóðbúningamessu í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð sunnudagsmorguninn 4. maí 2025. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það voru prúðbúnir gestir, sem sóttu messu í Fljótshlíð í morgun enda ærið tilefni til því þetta var þjóðbúningamessa þar sem mikill meirihluta kirkjugesta voru í þjóðbúningum. Flesta búningana hefur fólk saumað sjálft á sig. Hér erum við að tala um Breiðabólsstaðarkirkju, mjög fallega kirkju í Fljótshlíð þar sem séra Kristján Arason er prestur. Fólk streymdi til messunnar, sem hófst klukkan 11:00, allir meira og minna í þjóðbúningum, karlar, konur og börn. Heiðurinn af framtakinu eiga þær Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna, enda miklar þjóðbúningakonur, sem sauma og sauma þjóðbúninga. „Það er bara svo gaman að sjá hvað það eru margir að mæta ef þið sjáið hérna í kring, það er bara æðislegt. Og gaman að sjá hvað margir eru uppáklæddir, það gleður okkur,“ segir Sigurbjörg Fríða. Vinkonurnar, Sigurbjörg Fríða (t.h.) og Ragnhildur Birna, sem eiga heiðurinn af þjóðbúningamessunni í Breiðabólsstaðarkirkju í morgun en þær sáum um alla skipulagningu og undirbúning messunnar með séra Kristjáni presti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að flestir af þessum búningum eru saumaðir og hannaðir af fólkinu hérna á staðnum? „Já, það má segja það,“ segir Ragnhildur Birna eða Ranka eins og hún er alltaf kölluð. En að sauma þjóðbúning, er það ekkert mál eða er það mikið mál? „Það er svona skemmtilegt hugðarefni, það er mjög, mjög skemmtilegt, þetta er svona jóga,“ segir Ranka og skellihlær. Þessi hópur, sem mætti í messu dagsins tók líka þátt í sínum þjóðbúningum í Ólafsvöku í Færeyjum á síðasta ári. Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður sér að meira að segja að karlarnir eru í búningum og eru meira að segja flottir, eruð þið ekki sammála því ? „Jú, finnst þér þeir ekki flottir, þeir eru alveg geggjaðir,“ segir Sigurbjörg Fríða. En eigum við að nota þjóðbúninga meira eða hvað? „Klárlega, ekki spurning og við bara öll tækifæri. Skírnir, fermingar, giftingar og fleira,“ segir Ranka. Þessar vinkonur mættu í messuna kátar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þeir sem segja, það er svo „asnalegt“ að vera í þessu. Hvað segið þið við þá ? „Finnst ykkur við asnalegar? Ha, erum við ekki glæsilegar“, segir Sigurbjörg Fríða hlæjandi. „já, þið eruð frábærar, takk fyrir kærlega,“ segir fréttamaður. Kátar stelpur í búningunum sínum við Breiðabólsstaðakirkju í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sr. Kristján Arason, prestur í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð stóð sig vel í sínu hlutverki í messunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Menning Þjóðbúningar Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Hér erum við að tala um Breiðabólsstaðarkirkju, mjög fallega kirkju í Fljótshlíð þar sem séra Kristján Arason er prestur. Fólk streymdi til messunnar, sem hófst klukkan 11:00, allir meira og minna í þjóðbúningum, karlar, konur og börn. Heiðurinn af framtakinu eiga þær Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna, enda miklar þjóðbúningakonur, sem sauma og sauma þjóðbúninga. „Það er bara svo gaman að sjá hvað það eru margir að mæta ef þið sjáið hérna í kring, það er bara æðislegt. Og gaman að sjá hvað margir eru uppáklæddir, það gleður okkur,“ segir Sigurbjörg Fríða. Vinkonurnar, Sigurbjörg Fríða (t.h.) og Ragnhildur Birna, sem eiga heiðurinn af þjóðbúningamessunni í Breiðabólsstaðarkirkju í morgun en þær sáum um alla skipulagningu og undirbúning messunnar með séra Kristjáni presti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að flestir af þessum búningum eru saumaðir og hannaðir af fólkinu hérna á staðnum? „Já, það má segja það,“ segir Ragnhildur Birna eða Ranka eins og hún er alltaf kölluð. En að sauma þjóðbúning, er það ekkert mál eða er það mikið mál? „Það er svona skemmtilegt hugðarefni, það er mjög, mjög skemmtilegt, þetta er svona jóga,“ segir Ranka og skellihlær. Þessi hópur, sem mætti í messu dagsins tók líka þátt í sínum þjóðbúningum í Ólafsvöku í Færeyjum á síðasta ári. Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður sér að meira að segja að karlarnir eru í búningum og eru meira að segja flottir, eruð þið ekki sammála því ? „Jú, finnst þér þeir ekki flottir, þeir eru alveg geggjaðir,“ segir Sigurbjörg Fríða. En eigum við að nota þjóðbúninga meira eða hvað? „Klárlega, ekki spurning og við bara öll tækifæri. Skírnir, fermingar, giftingar og fleira,“ segir Ranka. Þessar vinkonur mættu í messuna kátar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þeir sem segja, það er svo „asnalegt“ að vera í þessu. Hvað segið þið við þá ? „Finnst ykkur við asnalegar? Ha, erum við ekki glæsilegar“, segir Sigurbjörg Fríða hlæjandi. „já, þið eruð frábærar, takk fyrir kærlega,“ segir fréttamaður. Kátar stelpur í búningunum sínum við Breiðabólsstaðakirkju í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sr. Kristján Arason, prestur í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð stóð sig vel í sínu hlutverki í messunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Menning Þjóðbúningar Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira