Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2025 13:16 Bruno Fernandes skoraði tvö mörk gegn Athletic Bilbao. getty/Maciej Rogowski Flest bendir til þess að Manchester United og Tottenham mætist í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðin unnu örugga sigra í undanúrslitum keppninnar í gær. United gerði góða ferð til Baskalands og vann 0-3 sigur á Athletic Bilbao á San Mamés, sama velli og úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram á 21. maí næstkomandi. Á meðan vann Tottenham 3-1 heimasigur á Bodø/Glimt. Casemiro kom United yfir gegn Athletic Bilbao á 30. mínútu eftir frábær tilþrif Harrys Maguire og skalla Manuels Ugartes. Skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu og Dani Vivian, varnarmaður gestanna, var rekinn af velli. Bruno Fernandes, fyrirliði United, skoraði úr vítinu og var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og Rauðu djöflarnir fóru heim til Manchester með 0-3 sigur í farteskinu. Tottenham var aðeins 37 sekúndur að ná forystunni gegn Bodø/Glimt. Brennan Johnson skoraði þá eftir undirbúning frá Pedro Porro og Richarlison. Á 34. mínútu sendi Porro boltann inn fyrir vörn Bodø/Glimt á James Maddison sem skoraði. Á 61. mínútu gerði Dominic Solanke svo þriðja mark Tottenham úr vítaspyrnu. Ulrik Saltnes minnkaði muninn fyrir Bodø/Glimt sjö mínútum fyrir leikslok og gaf norsku meisturunum smá von fyrir seinni leikinn. Seinni leikirnir í undanúrslitum Evrópudeildarinnar fara fram næsta fimmtudag. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. 2. maí 2025 07:32 „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03 „Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47 Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 1. maí 2025 18:32 Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 1. maí 2025 18:32 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
United gerði góða ferð til Baskalands og vann 0-3 sigur á Athletic Bilbao á San Mamés, sama velli og úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram á 21. maí næstkomandi. Á meðan vann Tottenham 3-1 heimasigur á Bodø/Glimt. Casemiro kom United yfir gegn Athletic Bilbao á 30. mínútu eftir frábær tilþrif Harrys Maguire og skalla Manuels Ugartes. Skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu og Dani Vivian, varnarmaður gestanna, var rekinn af velli. Bruno Fernandes, fyrirliði United, skoraði úr vítinu og var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og Rauðu djöflarnir fóru heim til Manchester með 0-3 sigur í farteskinu. Tottenham var aðeins 37 sekúndur að ná forystunni gegn Bodø/Glimt. Brennan Johnson skoraði þá eftir undirbúning frá Pedro Porro og Richarlison. Á 34. mínútu sendi Porro boltann inn fyrir vörn Bodø/Glimt á James Maddison sem skoraði. Á 61. mínútu gerði Dominic Solanke svo þriðja mark Tottenham úr vítaspyrnu. Ulrik Saltnes minnkaði muninn fyrir Bodø/Glimt sjö mínútum fyrir leikslok og gaf norsku meisturunum smá von fyrir seinni leikinn. Seinni leikirnir í undanúrslitum Evrópudeildarinnar fara fram næsta fimmtudag.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. 2. maí 2025 07:32 „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03 „Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47 Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 1. maí 2025 18:32 Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 1. maí 2025 18:32 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. 2. maí 2025 07:32
„Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03
„Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47
Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 1. maí 2025 18:32
Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 1. maí 2025 18:32