Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. maí 2025 13:16 Bruno Fernandes skoraði tvö mörk gegn Athletic Bilbao. getty/Maciej Rogowski Flest bendir til þess að Manchester United og Tottenham mætist í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Liðin unnu örugga sigra í undanúrslitum keppninnar í gær. United gerði góða ferð til Baskalands og vann 0-3 sigur á Athletic Bilbao á San Mamés, sama velli og úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram á 21. maí næstkomandi. Á meðan vann Tottenham 3-1 heimasigur á Bodø/Glimt. Casemiro kom United yfir gegn Athletic Bilbao á 30. mínútu eftir frábær tilþrif Harrys Maguire og skalla Manuels Ugartes. Skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu og Dani Vivian, varnarmaður gestanna, var rekinn af velli. Bruno Fernandes, fyrirliði United, skoraði úr vítinu og var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og Rauðu djöflarnir fóru heim til Manchester með 0-3 sigur í farteskinu. Tottenham var aðeins 37 sekúndur að ná forystunni gegn Bodø/Glimt. Brennan Johnson skoraði þá eftir undirbúning frá Pedro Porro og Richarlison. Á 34. mínútu sendi Porro boltann inn fyrir vörn Bodø/Glimt á James Maddison sem skoraði. Á 61. mínútu gerði Dominic Solanke svo þriðja mark Tottenham úr vítaspyrnu. Ulrik Saltnes minnkaði muninn fyrir Bodø/Glimt sjö mínútum fyrir leikslok og gaf norsku meisturunum smá von fyrir seinni leikinn. Seinni leikirnir í undanúrslitum Evrópudeildarinnar fara fram næsta fimmtudag. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. 2. maí 2025 07:32 „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03 „Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47 Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 1. maí 2025 18:32 Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 1. maí 2025 18:32 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
United gerði góða ferð til Baskalands og vann 0-3 sigur á Athletic Bilbao á San Mamés, sama velli og úrslitaleikur Evrópudeildarinnar fer fram á 21. maí næstkomandi. Á meðan vann Tottenham 3-1 heimasigur á Bodø/Glimt. Casemiro kom United yfir gegn Athletic Bilbao á 30. mínútu eftir frábær tilþrif Harrys Maguire og skalla Manuels Ugartes. Skömmu síðar fengu gestirnir vítaspyrnu og Dani Vivian, varnarmaður gestanna, var rekinn af velli. Bruno Fernandes, fyrirliði United, skoraði úr vítinu og var svo aftur á ferðinni á lokamínútu fyrri hálfleiks. Fleiri urðu mörkin ekki og Rauðu djöflarnir fóru heim til Manchester með 0-3 sigur í farteskinu. Tottenham var aðeins 37 sekúndur að ná forystunni gegn Bodø/Glimt. Brennan Johnson skoraði þá eftir undirbúning frá Pedro Porro og Richarlison. Á 34. mínútu sendi Porro boltann inn fyrir vörn Bodø/Glimt á James Maddison sem skoraði. Á 61. mínútu gerði Dominic Solanke svo þriðja mark Tottenham úr vítaspyrnu. Ulrik Saltnes minnkaði muninn fyrir Bodø/Glimt sjö mínútum fyrir leikslok og gaf norsku meisturunum smá von fyrir seinni leikinn. Seinni leikirnir í undanúrslitum Evrópudeildarinnar fara fram næsta fimmtudag.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. 2. maí 2025 07:32 „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03 „Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47 Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 1. maí 2025 18:32 Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 1. maí 2025 18:32 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Möguleikar Athletic Bilbao á að spila úrslitaleik Evrópudeildarinnar á sínum heimavelli eru heldur litlir eftir 0-3 tap fyrir Manchester United í gær. Ein stærsta stjarna Bilbæinga var ósátt við dómara leiksins. 2. maí 2025 07:32
„Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. 1. maí 2025 23:03
„Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. 1. maí 2025 21:47
Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Manchester United er í ótrúlega góðum málum eftir magnaðan fyrri hálfleik gegn Athletic Bilbao í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. 1. maí 2025 18:32
Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Tottenham Hotspur lagði Bodö/Glimt 3-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. 1. maí 2025 18:32