Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Kjartan Kjartansson skrifar 2. maí 2025 09:13 Alice Weidel, leiðtogi öfgasamtakanna Valkosts fyrir Þýskaland. Vísir/EPA Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint Valkost fyrir Þýskaland (AfD), einn stærsta stjórnmálaflokk landsins, sem öfgasamtök sem ógna lýðræðinu. Matið byggir á því að flokkurinn ali á ótta við innflytjendur frá múslimalöndum. Flokkunin gerir leyniþjónustunni kleift að fylgjast með starfsemi AfD með leynilegum aðferðum, þar á meðal með uppljóstrurum og með því að hlera fjarskipti. AfD var flokkaður sem möguleg öfgasamtök árið 2021. Ákveðnar deildir innan hans, þar á meðal ungliðahreyfingin, hafa þegar verið skilgreindar sem öfgasamtök, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í rökstuðningi sínum sagði leyniþjónustan að kynþáttahyggja innan hægrijaðarflokksins AfD samræmdist ekki lýðræðislegum leikreglum samfélagsins. „Hann stefnir að því að útiloka ákveðna þjóðfélagshópa frá jafnri þátttöku í samfélaginu, að láta þá sæta meðferð sem brýtur gegn stjórnarskránni og þannig skipa þeim skör neðar að lögum,“ segir leyniþjónustan. Flokkurinn líti ekki á þýska borgara sem eiga uppruna sinn að rekja til múslimalanda sem fullgilda Þjóðverja. Þetta leiði til þess að einstaklingar og hópar sæti ærumeiðingum og rógburði sem ýti undir órökstuddan ótta og andúð á þeim. AfD hlaut næstmest fylgi í þingkosningum í Þýskalandi í febrúar. Aðrir flokkar neita þó að vinna með honum á þingi. Flokkurinn hefur mælst stærstur á landsvísu í nokkrum skoðanakönnunum að undanförnu. Alice Weidel, leiðtogi AfD, talaði meðal annars um fjöldabrottvísanir á fólki af erlendum uppruna í aðdraganda þingkosninganna í vetur. Flokkurinn er einnig, eins og fleiri hægrisinnaðir þjóðernispopúlistaflokkar, á móti Evrópusambandinu og loftslagsaðgerðum og er hallur undir stjórnvöld í Kreml. Þýskaland Trúmál Mannréttindi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Flokkunin gerir leyniþjónustunni kleift að fylgjast með starfsemi AfD með leynilegum aðferðum, þar á meðal með uppljóstrurum og með því að hlera fjarskipti. AfD var flokkaður sem möguleg öfgasamtök árið 2021. Ákveðnar deildir innan hans, þar á meðal ungliðahreyfingin, hafa þegar verið skilgreindar sem öfgasamtök, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Í rökstuðningi sínum sagði leyniþjónustan að kynþáttahyggja innan hægrijaðarflokksins AfD samræmdist ekki lýðræðislegum leikreglum samfélagsins. „Hann stefnir að því að útiloka ákveðna þjóðfélagshópa frá jafnri þátttöku í samfélaginu, að láta þá sæta meðferð sem brýtur gegn stjórnarskránni og þannig skipa þeim skör neðar að lögum,“ segir leyniþjónustan. Flokkurinn líti ekki á þýska borgara sem eiga uppruna sinn að rekja til múslimalanda sem fullgilda Þjóðverja. Þetta leiði til þess að einstaklingar og hópar sæti ærumeiðingum og rógburði sem ýti undir órökstuddan ótta og andúð á þeim. AfD hlaut næstmest fylgi í þingkosningum í Þýskalandi í febrúar. Aðrir flokkar neita þó að vinna með honum á þingi. Flokkurinn hefur mælst stærstur á landsvísu í nokkrum skoðanakönnunum að undanförnu. Alice Weidel, leiðtogi AfD, talaði meðal annars um fjöldabrottvísanir á fólki af erlendum uppruna í aðdraganda þingkosninganna í vetur. Flokkurinn er einnig, eins og fleiri hægrisinnaðir þjóðernispopúlistaflokkar, á móti Evrópusambandinu og loftslagsaðgerðum og er hallur undir stjórnvöld í Kreml.
Þýskaland Trúmál Mannréttindi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira