„Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Aron Guðmundsson skrifar 1. maí 2025 10:31 Henry hlóð Lamine Yamal lofi eftir frammistöðu ungstirnisins gegn Inter Milan í gær Vísir/Samsett mynd Franska knattspyrnugoðsögnin Thierry Henry hlóð ungstirni Barcelona, Lamine Yamal, lofi eftir frammistöðu Spánverjans í leik Barcelona og Inter Milan í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Henry segir Yamal hafa spilað líkt og hann hafi verið andsetinn. Yamal varð í gær yngsti leikmaðurinn í sögu spænska stórveldisins Barcelona til þess að ná þeim áfanga að spila 100 leiki fyrir aðallið félagsins, 17 ára og 291 daga gamall og segja má að hann hafi haldið upp á þann áfanga með stórkostlegri frammistöðu. Í stórskemmtilegum fyrri undanúrslitaleik Barcelona og Inter Milan, sem endaði með 3-3 jafntefli, mætti segja að Lamine Yamal hafi lyft sér upp á hærra svið. Ungstirnið hefur sýnt það áður hvers hann er megnugur en stöðugleikinn sem hann er farinn að sýna, stórleik frá stórleik, lætur menn klóra sér í kollinum varðandi það hvort að þarna sé á ferðinni leikmaður sem nái álíka stalli og leikmenn á borð við Pelé, Maradone, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo svo einhverjir séu nefndir. Thierry Henry, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og fyrrverandi leikmaður stórliða á borð við Arsenal og Barcelona, var yfir sig hrifinn af frammistöðu Yamal. „Það sem að við urðum vitni að frá Lamine Yamal, það er ekki eðlilegt að vera svona góður aðeins 17 ára gamall,“ sagði Henry eftir leik Barcelona og Inter Milan á CBS Sports í gær. Ég er ekki eingöngu að tala um það hvað hann gerir á boltanum. Heldur einnig hversu var hann er um sig, hversu rólegur, hvernig hann sér leikinn, verst og pressar. Þetta er ekki eðlilegt. Við erum búin að ræða þessa hundrað leiki sem hann er búinn að spila á þessum aldri. Þetta er ekki eðlilegt í raun og veru. Ég veit ekki hvað ég er að horfa á, hverju ég er að verða vitni að. Hann spilaði eins og andsetinn maður.“ Aðeins 17 ára gamall hefur Yamal komið að fimmtíu mörkum fyrir aðallið Barcelona, skorað 22 mörk og gefið 28 stoðsendingar. Hundrað leikir fyrir aðallið Barcelona á þessum aldri er hreint út sagt magnað og borið saman við stórstjörnurnar Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á þessum aldri skarar Yamal fram úr. Skilti sem sýnt var í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi varpar ljósi á hversu magnaður Lamine Yamal er akkúrat þessa stundina aðeins 17 ára gamallMeistaradeildarmörkin Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Yamal varð í gær yngsti leikmaðurinn í sögu spænska stórveldisins Barcelona til þess að ná þeim áfanga að spila 100 leiki fyrir aðallið félagsins, 17 ára og 291 daga gamall og segja má að hann hafi haldið upp á þann áfanga með stórkostlegri frammistöðu. Í stórskemmtilegum fyrri undanúrslitaleik Barcelona og Inter Milan, sem endaði með 3-3 jafntefli, mætti segja að Lamine Yamal hafi lyft sér upp á hærra svið. Ungstirnið hefur sýnt það áður hvers hann er megnugur en stöðugleikinn sem hann er farinn að sýna, stórleik frá stórleik, lætur menn klóra sér í kollinum varðandi það hvort að þarna sé á ferðinni leikmaður sem nái álíka stalli og leikmenn á borð við Pelé, Maradone, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo svo einhverjir séu nefndir. Thierry Henry, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi og fyrrverandi leikmaður stórliða á borð við Arsenal og Barcelona, var yfir sig hrifinn af frammistöðu Yamal. „Það sem að við urðum vitni að frá Lamine Yamal, það er ekki eðlilegt að vera svona góður aðeins 17 ára gamall,“ sagði Henry eftir leik Barcelona og Inter Milan á CBS Sports í gær. Ég er ekki eingöngu að tala um það hvað hann gerir á boltanum. Heldur einnig hversu var hann er um sig, hversu rólegur, hvernig hann sér leikinn, verst og pressar. Þetta er ekki eðlilegt. Við erum búin að ræða þessa hundrað leiki sem hann er búinn að spila á þessum aldri. Þetta er ekki eðlilegt í raun og veru. Ég veit ekki hvað ég er að horfa á, hverju ég er að verða vitni að. Hann spilaði eins og andsetinn maður.“ Aðeins 17 ára gamall hefur Yamal komið að fimmtíu mörkum fyrir aðallið Barcelona, skorað 22 mörk og gefið 28 stoðsendingar. Hundrað leikir fyrir aðallið Barcelona á þessum aldri er hreint út sagt magnað og borið saman við stórstjörnurnar Lionel Messi og Cristiano Ronaldo á þessum aldri skarar Yamal fram úr. Skilti sem sýnt var í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi varpar ljósi á hversu magnaður Lamine Yamal er akkúrat þessa stundina aðeins 17 ára gamallMeistaradeildarmörkin
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira