Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. apríl 2025 11:01 DeAndre Kane átti góðan leik í Garðabænum í gær. stöð 2 sport DeAndre Kane var sæll og sáttur eftir sigur Grindavíkur á Stjörnunni, 91-105, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta í gær. Hann segir að tapið í öðrum leiknum hafi verið eitt það erfiðasta á löngum ferli. Grindvíkingar voru 2-0 undir í einvíginu gegn Stjörnumönnum og þurftu að vinna leikinn í Umhyggjuhöllinni í gær til að forðast sumarfrí. Það tókst og liðin mætast því í fjórða sinn í Smáranum á föstudaginn. Kane skoraði átján stig, tók fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar í Garðabænum í gær. Hann var valinn Just Wingin' It maður leiksins af Bónus körfuboltakvöldi og mætti í settið hjá Stefáni Árna Pálssyni og félögum í gær. „Mér líður vel, að ná útisigri hér og fara með einvígið aftur í Smárann er gott. Ég er ánægður fyrir hönd strákanna að spila vel, sérstaklega þeirra sem komu af bekknum. Bragi [Guðmundsson], Arnór [Tristan Helgason], Valur [Orri Valsson] og LG [Lagio Grantsaan] spiluðu mjög vel og gáfu okkur kraft og það er það sem við þurfum í framhaldinu til að klára þetta einvígi,“ sagði Kane. Hann hafði aldrei fagnað sigri á Stjörnunni fyrr en í gær. „Af einhverjum ástæðum hefur Stjarnan haft tak á mér. Síðustu tvö ár hafa verið flautukörfur og atriði undir lok leikja og þeir vinna alltaf. En það verður að hrósa þeim. Þeir eru gott lið, vel þjálfað og það er erfitt að verjast þeim með öllum „dribble handoffs“ og skytturnar á gólfinu. Við reynum bara að trufla öll skot og stíga stóra manninn [Shaquille Rombley] út. Það hjálpaði okkur að hann var í villuvandræðum,“ sagði Kane. Hann var sár og svekktur eftir annan leikinn í einvíginu þar sem Grindavík kastaði frá sér góðu forskoti á lokamínútunum og tapaði, 99-100. „Það var sennilega eitt af erfiðustu töpunum á mínum ferli. Að vera tíu stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir og tapa leiknum fyrir framan stuðningsmennina okkar sat í mér í viku. Eftir leikinn fór ég heim og held ég hafi ekki farið í sturtu fyrr en klukkan sjö um morguninn,“ sagði Kane. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við DeAndre Kane Sem fyrr sagði mætast Grindavík og Stjarnan í Smáranum á föstudaginn. Kane lofaði svo að hann myndi mæta aftur í Umhyggjuhöllina með félögum sínum í oddaleik næsta mánudag. Viðtalið við Kane má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43 „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
Grindvíkingar voru 2-0 undir í einvíginu gegn Stjörnumönnum og þurftu að vinna leikinn í Umhyggjuhöllinni í gær til að forðast sumarfrí. Það tókst og liðin mætast því í fjórða sinn í Smáranum á föstudaginn. Kane skoraði átján stig, tók fjórtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar í Garðabænum í gær. Hann var valinn Just Wingin' It maður leiksins af Bónus körfuboltakvöldi og mætti í settið hjá Stefáni Árna Pálssyni og félögum í gær. „Mér líður vel, að ná útisigri hér og fara með einvígið aftur í Smárann er gott. Ég er ánægður fyrir hönd strákanna að spila vel, sérstaklega þeirra sem komu af bekknum. Bragi [Guðmundsson], Arnór [Tristan Helgason], Valur [Orri Valsson] og LG [Lagio Grantsaan] spiluðu mjög vel og gáfu okkur kraft og það er það sem við þurfum í framhaldinu til að klára þetta einvígi,“ sagði Kane. Hann hafði aldrei fagnað sigri á Stjörnunni fyrr en í gær. „Af einhverjum ástæðum hefur Stjarnan haft tak á mér. Síðustu tvö ár hafa verið flautukörfur og atriði undir lok leikja og þeir vinna alltaf. En það verður að hrósa þeim. Þeir eru gott lið, vel þjálfað og það er erfitt að verjast þeim með öllum „dribble handoffs“ og skytturnar á gólfinu. Við reynum bara að trufla öll skot og stíga stóra manninn [Shaquille Rombley] út. Það hjálpaði okkur að hann var í villuvandræðum,“ sagði Kane. Hann var sár og svekktur eftir annan leikinn í einvíginu þar sem Grindavík kastaði frá sér góðu forskoti á lokamínútunum og tapaði, 99-100. „Það var sennilega eitt af erfiðustu töpunum á mínum ferli. Að vera tíu stigum yfir þegar tvær mínútur voru eftir og tapa leiknum fyrir framan stuðningsmennina okkar sat í mér í viku. Eftir leikinn fór ég heim og held ég hafi ekki farið í sturtu fyrr en klukkan sjö um morguninn,“ sagði Kane. Klippa: Bónus Körfuboltakvöld - viðtal við DeAndre Kane Sem fyrr sagði mætast Grindavík og Stjarnan í Smáranum á föstudaginn. Kane lofaði svo að hann myndi mæta aftur í Umhyggjuhöllina með félögum sínum í oddaleik næsta mánudag. Viðtalið við Kane má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43 „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Sjá meira
„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ánægður með bæði lærisveina sína og stuðningsmenn þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í Umhyggjuhöllinni í kvöld. 28. apríl 2025 23:43
„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Ólafur Ólafsson fór fyrir liði sínu, Grindavík, þegar mest á reyndi í sigrinum á móti Stjörnunni í þriðja liðanna í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld. 28. apríl 2025 23:34