Laugardalsvöllur tekur lit Valur Páll Eiríksson skrifar 29. apríl 2025 10:31 Líkt og sjá má er tekið að grænka í Laugardalnum, en völlurinn hefur verið moldarflag síðustu mánuði. Vísir/Anton Brink Sértilgerð saumavél er að störfum á Laugardalsvelli þar sem unnið er dag og nótt í von um að Ísland geti spilað þar landsleik í júní. Tímarammi framkvæmdanna stendur og formaður KSÍ er bjartsýnn að markmiðið takist. Framkvæmdirnar hafa staðið yfir frá því síðasta haust en nú er loks kominn litur á völlinn. Gervigrasi er þrykkt í jarðveginn samhliða sáningu náttúrulegs grass og er nú unnar langar vaktir við að koma Þjóðarleikvangi Íslands í gagnið. „Þetta er svokölluð saumavél sem þeir eru með einkaleyfi á, þetta fyrirtæki. Hún hreyfist nú hægt en þeir fara áfram og hafa unnið hér dag og nótt, á átta tíma vöktum, og gera þetta vel,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem fór yfir stöðuna á vellinum í gær. „Þessu grasi er stungið niður, um 18 sentímetra sem þetta nær ofan í jörðina og er sirka tvo sentimetra upp úr. Svo sáðum við í völlinn í síðustu viku og við sjáum að hér er að koma upp (gras),“ segir Þorvaldur. Færist um átta metra en kíkirinn óþarfur Laugardalsvelli verður breytt úr fjölnota frjálsíþrótta- og fótboltavelli alfarið í fótboltavöll. Hlaupabrautin fræga er því á bak og burt og færist leikflöturinn um 8 metrum nær vesturstúku vallarins, þeirri stærri. „Við færðum völlinn um átta metra. Það breytir öllu. Það er von okkar í framtíðinni að geta byggt stúku allan hringinn, og hin stúkan komi nær líka. Það var best í stöðunni að fara í þetta strax,“ En þarf þá að hafa með sér kíki í gömlu Sýnarstúkuna, vegna fjarlægðarinnar frá henni? „Ég veit það nú ekki. Við vorum nú langt frá hinu megin í gamla daga, ég held að menn sjái nú nokkuð vel og ég tala ekki um ef grasið er gott og slétt. Þá sjá menn þetta bara vel“ Ástæða sé þá ekki til að lækka miðaverð þeim megin, þrátt fyrir aukna fjarlægð frá vellinum. „Það held ég nú ekki. Þetta sé ekki það langt í burtu en í framtíðinni viljum við fá þessa stúku nær,“ Bjart útlit með leik í júní Stefnt hefur verið að því að kvennalandslið Íslands spili fyrsta leikinn á nýjum grasfleti þegar Frakkland kemur í heimsókn í Þjóðadeild kvenna í fótbolta þann 3. júní. Þorvaldur segir þann tímaramma haldast og hann sé bjartsýnn á að það náist. „Við höfum sagt að við stefnum að því að spila hér 3. júní. Við erum með plan tilbúið ef þarf að stökkva annað. Eins og staðan er í dag stefnum við að því, þetta lítur vel út. Það er góður gróandi, veðrið leikur við okkur eins og er. Fótboltalega séð eigum við að geta gert það en við þurfum að taka ákvörðun fljótlega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en að neðan má sjá viðtalið í heild. Þá má sjá ljósmyndir Antons Brink af svæðinu þar fyrir neðan. Klippa: Grænkar í Laugardal Saumavélin er í gangi heilu sólarhringanna er menn skipta með sér vöktum við saumaskapinn.Vísir/Anton Brink Tæplega hálfnað á þessum tímapunkti.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Náttúrulegu grasi hefur verið sáð í flötinn sem von er á að spretti upp meðafram gervigrasinu fljótlega. Undirhiti í jarðveginum getur þar flýtt fyrir.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Steyptur grunnur er utan um leikflötinn sem færist um 8 metra fjær gömlu Sýnarstúkunni, líkt og sjá má. Þar sem nú er möl verður lagt gervigras sem nýtist sem upphitunarsvæði.Vísir/Anton Brink KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira
Framkvæmdirnar hafa staðið yfir frá því síðasta haust en nú er loks kominn litur á völlinn. Gervigrasi er þrykkt í jarðveginn samhliða sáningu náttúrulegs grass og er nú unnar langar vaktir við að koma Þjóðarleikvangi Íslands í gagnið. „Þetta er svokölluð saumavél sem þeir eru með einkaleyfi á, þetta fyrirtæki. Hún hreyfist nú hægt en þeir fara áfram og hafa unnið hér dag og nótt, á átta tíma vöktum, og gera þetta vel,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem fór yfir stöðuna á vellinum í gær. „Þessu grasi er stungið niður, um 18 sentímetra sem þetta nær ofan í jörðina og er sirka tvo sentimetra upp úr. Svo sáðum við í völlinn í síðustu viku og við sjáum að hér er að koma upp (gras),“ segir Þorvaldur. Færist um átta metra en kíkirinn óþarfur Laugardalsvelli verður breytt úr fjölnota frjálsíþrótta- og fótboltavelli alfarið í fótboltavöll. Hlaupabrautin fræga er því á bak og burt og færist leikflöturinn um 8 metrum nær vesturstúku vallarins, þeirri stærri. „Við færðum völlinn um átta metra. Það breytir öllu. Það er von okkar í framtíðinni að geta byggt stúku allan hringinn, og hin stúkan komi nær líka. Það var best í stöðunni að fara í þetta strax,“ En þarf þá að hafa með sér kíki í gömlu Sýnarstúkuna, vegna fjarlægðarinnar frá henni? „Ég veit það nú ekki. Við vorum nú langt frá hinu megin í gamla daga, ég held að menn sjái nú nokkuð vel og ég tala ekki um ef grasið er gott og slétt. Þá sjá menn þetta bara vel“ Ástæða sé þá ekki til að lækka miðaverð þeim megin, þrátt fyrir aukna fjarlægð frá vellinum. „Það held ég nú ekki. Þetta sé ekki það langt í burtu en í framtíðinni viljum við fá þessa stúku nær,“ Bjart útlit með leik í júní Stefnt hefur verið að því að kvennalandslið Íslands spili fyrsta leikinn á nýjum grasfleti þegar Frakkland kemur í heimsókn í Þjóðadeild kvenna í fótbolta þann 3. júní. Þorvaldur segir þann tímaramma haldast og hann sé bjartsýnn á að það náist. „Við höfum sagt að við stefnum að því að spila hér 3. júní. Við erum með plan tilbúið ef þarf að stökkva annað. Eins og staðan er í dag stefnum við að því, þetta lítur vel út. Það er góður gróandi, veðrið leikur við okkur eins og er. Fótboltalega séð eigum við að geta gert það en við þurfum að taka ákvörðun fljótlega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en að neðan má sjá viðtalið í heild. Þá má sjá ljósmyndir Antons Brink af svæðinu þar fyrir neðan. Klippa: Grænkar í Laugardal Saumavélin er í gangi heilu sólarhringanna er menn skipta með sér vöktum við saumaskapinn.Vísir/Anton Brink Tæplega hálfnað á þessum tímapunkti.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Náttúrulegu grasi hefur verið sáð í flötinn sem von er á að spretti upp meðafram gervigrasinu fljótlega. Undirhiti í jarðveginum getur þar flýtt fyrir.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Steyptur grunnur er utan um leikflötinn sem færist um 8 metra fjær gömlu Sýnarstúkunni, líkt og sjá má. Þar sem nú er möl verður lagt gervigras sem nýtist sem upphitunarsvæði.Vísir/Anton Brink
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Sjá meira