Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2025 06:33 Hinn sextugi Mark Carney fagnaði sigri í nótt. Allt bendir til að hann verði áfram forsætisráðherra Kanada. AP Frjálslyndi flokkurinn í Kanada, flokkur forsætisráðherrans Marks Carney, fór með sigur af hólmi í kanadísku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Enn er of mjótt á munum til að skera úr um hvort Frjálslyndir hafi náð meirihluta í þinginu eða hvort þeir verði að treysta á stuðning frá minni flokkum. Í sigurræðu sinni í nótt sagði Carney, sem er nýtekinn við stjórnartaumunum í flokknum af Justin Trudeau, að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi reynt sitt ítrasta til þess að hafa áhrif á kosningarnar en að það hafi ekki tekist og að það muni aldrei takast. Niðurstaðan er talin ótrúlega góð fyrir Frjálslynda flokkinn sem var í frjálsu falli samkvæmt könnunum fyrir fáeinum mánuðum síðan. Það leiddi til afsagnar Justins Trudeau sem hafði leitt flokkinn og Kanada um tæpt áratugaskeið. Um svipað leyti hóf Trump tollastríð sitt við Kanada og fór einnig að tala um að landið ætti að verða hluti af Bandaríkjunum. Þetta hjálpaði nýja leiðtoganum Carney við að berja í brestina og fá landsmenn til liðs við sig í kosningabaráttunni. Stóru flokkarnir bættu við sig Endanleg úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir en spár gera ráð fyrir að Frjálslyndir hafi náð 167 þingsætum, en 172 þarf til að ná hreinum meirihluta. Sömu spár gera ráð fyrir að Íhaldsmenn hafi náð 145 þingsætum, Bloc Québécois 23 þingsætum og Nýi lýðræðisflokkurinn sjö. Í kosningunum 2021 fengu Frjálslyndir 151 þingsæti, Íhaldsmenn 120, Bloc Québécois 33 og Nýi lýðræðisflokkurinn 24. Stóru flokkarnir, það er Frjálslyndir og Íhaldsmenn, bættu því báðir við sig fylgi en hinir minni misstu mikið fylgi, sér í lagi Nýi lýðræðisflokkurinn. Leiðtogi Íhaldsmanna, Pierre Poilievre, hefur þegar viðurkennt ósigur. Hér er hann með eiginkonu sinni Anaida.AP Hefur viðurkennt ósigur Helsti keppinautur Carney, Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, hefur þegar játað ósigur sinn þrátt fyrir að flokkur hans hafi bætt töluvert við sig. Það dugði ekki til þar sem kjósendur minni flokka fóru á vagn Frjálslynda flokksins og Carney, sem er nýliði í kanadískum stjórnmálum en hann er hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankastjóri Kanada og Bretlands. Frjálsyndi flokkurinn hefur stýrt minnihlutastjórn síðustu tvö kjörtímabil, með stuðningi frá minni flokkum. Kanada Tengdar fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47 Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Í sigurræðu sinni í nótt sagði Carney, sem er nýtekinn við stjórnartaumunum í flokknum af Justin Trudeau, að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi reynt sitt ítrasta til þess að hafa áhrif á kosningarnar en að það hafi ekki tekist og að það muni aldrei takast. Niðurstaðan er talin ótrúlega góð fyrir Frjálslynda flokkinn sem var í frjálsu falli samkvæmt könnunum fyrir fáeinum mánuðum síðan. Það leiddi til afsagnar Justins Trudeau sem hafði leitt flokkinn og Kanada um tæpt áratugaskeið. Um svipað leyti hóf Trump tollastríð sitt við Kanada og fór einnig að tala um að landið ætti að verða hluti af Bandaríkjunum. Þetta hjálpaði nýja leiðtoganum Carney við að berja í brestina og fá landsmenn til liðs við sig í kosningabaráttunni. Stóru flokkarnir bættu við sig Endanleg úrslit kosninganna liggja enn ekki fyrir en spár gera ráð fyrir að Frjálslyndir hafi náð 167 þingsætum, en 172 þarf til að ná hreinum meirihluta. Sömu spár gera ráð fyrir að Íhaldsmenn hafi náð 145 þingsætum, Bloc Québécois 23 þingsætum og Nýi lýðræðisflokkurinn sjö. Í kosningunum 2021 fengu Frjálslyndir 151 þingsæti, Íhaldsmenn 120, Bloc Québécois 33 og Nýi lýðræðisflokkurinn 24. Stóru flokkarnir, það er Frjálslyndir og Íhaldsmenn, bættu því báðir við sig fylgi en hinir minni misstu mikið fylgi, sér í lagi Nýi lýðræðisflokkurinn. Leiðtogi Íhaldsmanna, Pierre Poilievre, hefur þegar viðurkennt ósigur. Hér er hann með eiginkonu sinni Anaida.AP Hefur viðurkennt ósigur Helsti keppinautur Carney, Pierre Poilievre, leiðtogi Íhaldsmanna, hefur þegar játað ósigur sinn þrátt fyrir að flokkur hans hafi bætt töluvert við sig. Það dugði ekki til þar sem kjósendur minni flokka fóru á vagn Frjálslynda flokksins og Carney, sem er nýliði í kanadískum stjórnmálum en hann er hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankastjóri Kanada og Bretlands. Frjálsyndi flokkurinn hefur stýrt minnihlutastjórn síðustu tvö kjörtímabil, með stuðningi frá minni flokkum.
Kanada Tengdar fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47 Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Kjördagur er í Kanada þar sem Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn keppast um meirihluta atkvæðanna. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta lituðu kosningabaráttuna en hann gaf í skyn að kjósendur ættu að kjósa hann. 28. apríl 2025 17:47
Kjördagur framundan í Kanada Kjördagur er framundan í Kanada og eru það Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn sem keppast um þingsætin. Staða mála í Bandaríkjunum hefur litað kosningabaráttuna. 27. apríl 2025 23:58
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent