„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. apríl 2025 21:36 Sölvi Geir kvaðst sáttur með framlag sinna manna og hefur ekki áhyggjur af sóknarleiknum. vísir / diego „Miðað við hvernig síðustu leikir hafa verið milli okkar þá bjóst ég við að við myndum stela þessu í lokin. Við vorum ansi nálægt því og það hefði verið mjög sætt að taka þrjú stig. En ég held að ef við lítum á allan leikinn hafi jafntefli verið sanngjörn niðurstaða“ sagði þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen eftir 1-1 jafntefli Víkings við Val á Hlíðarenda. Bæði mörkin voru skoruð úr vítaspyrnum en Víkingur átti skalla í slánna í uppbótartíma. Hvernig meturðu leik þinna manna í dag? spurði Valur Páll Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég er hrikalega sáttur með mína menn, hvað þeir lögðu mikið á sig í leiknum. Þeir voru að berjast allan leikinn. Við vorum aðeins í veseni með að telja rétt í fyrri hálfleiknum, sérstaklega á miðjunni, en ákváðum að breyta um kerfi. Mér fannst við samt aldrei ná almennilega tökunum á leiknum, Valsmenn settu góða pressu á okkur sem við áttum erfitt með að leysa úr. En horft snöggt til baka er sterkt að ná í stig hérna þó við séum svekktir að hafa ekki náð í þrjú.“ Sölvi neyddist til að gera breytingu á byrjunarliðinu áður en leikurinn hófst. Miðvörðurinn Oliver Ekroth meiddist í upphitun og miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson kom inn í hans stað. „Ekroth er einn besti hafsent á landinu þannig auðvitað er missir að missa hann út svona rétt fyrir leik. En Tarik [Ibrahimagic] fór niður í staðinn, hann hefur spilað þessa stöðu áður. Þannig að þetta var alveg lið til að vinna þennan leik, en enn og aftur er ég hrikalega sáttur með framlagið frá strákunum í þessum leik. Mér fannst þeir gera allt sem ég bað þá um að gera. Svekkjandi að ná þessu ekki þarna í lokin.“ Sölvi leiðbeinir Tarik, sem leysti miðvarðarstöðuna þegar Oliver datt út. vísir / Diego Þrátt fyrir skallann í slánna undir lokin skapaði Víkingur sér lítið af færum í leiknum og sjaldan sást til Gylfa Þórs Sigurðssonar. Er sóknarleikurinn eitthvað áhyggjuefni? „Nei svosem ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur. Það er búið að vera þannig í síðustu leikjum að Gylfi er dekkaður maður á mann, þeir hafa náttúrulega miklar áhyggjur af honum. En þá eru bara önnur svæði sem opnast fyrir okkur í staðinn“ sagði Sölvi um sóknarleik sinna manna. Hann var spurður að lokum hvort Víkingur myndi styrkja sig fyrir lok félagaskiptagluggans á morgun. „Það á eftir að koma í ljós, ekkert klárt þannig að það er ekkert sem ég get sagt núna“ sagði Sölvi að lokum. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Hvernig meturðu leik þinna manna í dag? spurði Valur Páll Eiríksson á Stöð 2 Sport. „Ég er hrikalega sáttur með mína menn, hvað þeir lögðu mikið á sig í leiknum. Þeir voru að berjast allan leikinn. Við vorum aðeins í veseni með að telja rétt í fyrri hálfleiknum, sérstaklega á miðjunni, en ákváðum að breyta um kerfi. Mér fannst við samt aldrei ná almennilega tökunum á leiknum, Valsmenn settu góða pressu á okkur sem við áttum erfitt með að leysa úr. En horft snöggt til baka er sterkt að ná í stig hérna þó við séum svekktir að hafa ekki náð í þrjú.“ Sölvi neyddist til að gera breytingu á byrjunarliðinu áður en leikurinn hófst. Miðvörðurinn Oliver Ekroth meiddist í upphitun og miðjumaðurinn Daníel Hafsteinsson kom inn í hans stað. „Ekroth er einn besti hafsent á landinu þannig auðvitað er missir að missa hann út svona rétt fyrir leik. En Tarik [Ibrahimagic] fór niður í staðinn, hann hefur spilað þessa stöðu áður. Þannig að þetta var alveg lið til að vinna þennan leik, en enn og aftur er ég hrikalega sáttur með framlagið frá strákunum í þessum leik. Mér fannst þeir gera allt sem ég bað þá um að gera. Svekkjandi að ná þessu ekki þarna í lokin.“ Sölvi leiðbeinir Tarik, sem leysti miðvarðarstöðuna þegar Oliver datt út. vísir / Diego Þrátt fyrir skallann í slánna undir lokin skapaði Víkingur sér lítið af færum í leiknum og sjaldan sást til Gylfa Þórs Sigurðssonar. Er sóknarleikurinn eitthvað áhyggjuefni? „Nei svosem ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur. Það er búið að vera þannig í síðustu leikjum að Gylfi er dekkaður maður á mann, þeir hafa náttúrulega miklar áhyggjur af honum. En þá eru bara önnur svæði sem opnast fyrir okkur í staðinn“ sagði Sölvi um sóknarleik sinna manna. Hann var spurður að lokum hvort Víkingur myndi styrkja sig fyrir lok félagaskiptagluggans á morgun. „Það á eftir að koma í ljós, ekkert klárt þannig að það er ekkert sem ég get sagt núna“ sagði Sölvi að lokum.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira