Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 12:41 Harry Kane kom til Bayern München sem vann titil á hverju ári en enski framherjinn hefur þurft að bíða í átján mánuði eftir fyrsta titli sínum með Bæjurum. Getty/Emmanuele Ciancaglini Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane hefur mátt heyra ófáar háðsglósurnar og athugasemdirnar um að hann hafi aldrei unnið titil á ferlinum. Biðin langa gæti loksins endað í dag. Kane og félagar í Bayern München geta nefnilega tryggt sér þýska meistaratitilinn í dag. Þeir þurfa að vinna Mainz og Bayer Leverkusen má ekki vinna Augsburg á sama tíma. Kane vann engan titil á tíu tímabilum með Tottenham og Bæjurum tókst heldur ekki að vinna titil á hans fyrsta tímabili með liðinu. Kane hefur fjórum sinnum orðið markakóngur í sínum deildum og er líka markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í vetur. Mörkin hans hafa hingað til ekki verið nóg til að tryggja félögum hans titla. Bayern var búið að vinna þýsku deildina ellefu ár í röð þegar hann kom í fyrra en missti titilinn til Bayer Leverkusen. Liðið féll líka óvænt úr þýska bikarnum á móti smáliði Saarbrücken í fyrra og tapaði fyrir Leverkusen í sextán liða úslitum bikarsins í ár. Bayern datt líka á dögunum út úr Meistaradeildinni á móti ítalska félaginu Internazionale. Kane hefur skorað 60 mörk í 60 leikjum í þýsku deildinni á þessum tveimur tímabilum þar af 24 mörk á þessu tímabili. Bayern er með átta stiga forskot á Leverkusen þegar fjórir leikir eru eftir. Harry Kane is just ONE game away from his FIRST career title 🏆If Bayern Munich beat Mainz, and Bayer Leverkusen draw or lose to Augsburg tomorrow, then it will be confirmed 👀 pic.twitter.com/BIImWfZDPa— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 25, 2025 Þýski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira
Kane og félagar í Bayern München geta nefnilega tryggt sér þýska meistaratitilinn í dag. Þeir þurfa að vinna Mainz og Bayer Leverkusen má ekki vinna Augsburg á sama tíma. Kane vann engan titil á tíu tímabilum með Tottenham og Bæjurum tókst heldur ekki að vinna titil á hans fyrsta tímabili með liðinu. Kane hefur fjórum sinnum orðið markakóngur í sínum deildum og er líka markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í vetur. Mörkin hans hafa hingað til ekki verið nóg til að tryggja félögum hans titla. Bayern var búið að vinna þýsku deildina ellefu ár í röð þegar hann kom í fyrra en missti titilinn til Bayer Leverkusen. Liðið féll líka óvænt úr þýska bikarnum á móti smáliði Saarbrücken í fyrra og tapaði fyrir Leverkusen í sextán liða úslitum bikarsins í ár. Bayern datt líka á dögunum út úr Meistaradeildinni á móti ítalska félaginu Internazionale. Kane hefur skorað 60 mörk í 60 leikjum í þýsku deildinni á þessum tveimur tímabilum þar af 24 mörk á þessu tímabili. Bayern er með átta stiga forskot á Leverkusen þegar fjórir leikir eru eftir. Harry Kane is just ONE game away from his FIRST career title 🏆If Bayern Munich beat Mainz, and Bayer Leverkusen draw or lose to Augsburg tomorrow, then it will be confirmed 👀 pic.twitter.com/BIImWfZDPa— Football on TNT Sports (@footballontnt) April 25, 2025
Þýski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Heilbrigðisráðherra lætur óvin Íslands heyra það Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Greip frá þeim skotfastasta og pakkaði vonarstjörnu Svía saman Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Fleiri fréttir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sjá meira