Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 14:30 Raphinha fagnar eftir sigurmarkið í gær sem hann skoraði úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir mikið havarí. Getty/Pablo Rodriguez Dramatíkin var mikil þegar Barcelona vann 4-3 sigur gegn Celta Vigo í gær og í mesta hamaganginum grýtti einn af aðstoðarmönnum Hansi Flick spjaldtölvu í jörðina í bræði sinni. Barcelona er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta en Real á þó leik til góða við Athletic Bilbao í kvöld. Það var þó um tíma útlit fyrir að Börsungar fengju ekki stig í gær, eftir að Borja Iglesias skoraði þrennu og kom gestunum í 3-1 á 62. mínútu. Dani Olmo og Raphinha náðu þó að jafna metin en staðan var enn jöfn, 3-3, þegar langt var komið fram í uppbótartíma. Þá tók við hasar eins og sjá má hér að neðan. Upgrade á A. Gunnlaugsson möppunni frægu https://t.co/n3H1GG8K6i— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 19, 2025 Þá var nefnilega brotið á Olmo innan teigs en dómari leiksins dæmdi ekkert, í fyrstu. Þetta kallaði fram ofsafengin viðbrögð á varamannabekk Barcelona, kröftug mótmæli Hansi Flick þjálfara en ekki síður aðstoðarmanna hans, þar á meðal eins sem að eins og fyrr segir kastaði spjaldtölvu í jörðina. Eins og Garðar Gunnlaugsson grínaðist með í Twitter-færslunni hér að ofan þá minnti atvikið óneitanlega á það þegar Arnar bróðir hans, þá þjálfari Víkings, grýtti möppu í jörðina á síðustu leiktíð í Bestu deildinni. Börsungum varð þó að lokum að ósk sinni því eftir skoðun á myndbandi dæmdi dómarinn vítaspyrnu sem Raphinha skoraði sigurmarkið úr. Slæmu fréttirnar fyrir Barcelona eru þær að Robert Lewandowski meiddist í leiknum og er allt útlit fyrir að hann missi af bikarúrslitaleiknum við Real Madrid næsta laugardag. Hann gæti þurft að vera frá keppni næstu þrjár vikurnar og myndi þá missa af einvíginu við Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Barcelona er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta en Real á þó leik til góða við Athletic Bilbao í kvöld. Það var þó um tíma útlit fyrir að Börsungar fengju ekki stig í gær, eftir að Borja Iglesias skoraði þrennu og kom gestunum í 3-1 á 62. mínútu. Dani Olmo og Raphinha náðu þó að jafna metin en staðan var enn jöfn, 3-3, þegar langt var komið fram í uppbótartíma. Þá tók við hasar eins og sjá má hér að neðan. Upgrade á A. Gunnlaugsson möppunni frægu https://t.co/n3H1GG8K6i— Gardar Gunnlaugsson (@Gunnlaugsson9) April 19, 2025 Þá var nefnilega brotið á Olmo innan teigs en dómari leiksins dæmdi ekkert, í fyrstu. Þetta kallaði fram ofsafengin viðbrögð á varamannabekk Barcelona, kröftug mótmæli Hansi Flick þjálfara en ekki síður aðstoðarmanna hans, þar á meðal eins sem að eins og fyrr segir kastaði spjaldtölvu í jörðina. Eins og Garðar Gunnlaugsson grínaðist með í Twitter-færslunni hér að ofan þá minnti atvikið óneitanlega á það þegar Arnar bróðir hans, þá þjálfari Víkings, grýtti möppu í jörðina á síðustu leiktíð í Bestu deildinni. Börsungum varð þó að lokum að ósk sinni því eftir skoðun á myndbandi dæmdi dómarinn vítaspyrnu sem Raphinha skoraði sigurmarkið úr. Slæmu fréttirnar fyrir Barcelona eru þær að Robert Lewandowski meiddist í leiknum og er allt útlit fyrir að hann missi af bikarúrslitaleiknum við Real Madrid næsta laugardag. Hann gæti þurft að vera frá keppni næstu þrjár vikurnar og myndi þá missa af einvíginu við Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Spænski boltinn Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Leik lokið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Í beinni: FH - ÍA | Verða Skagamenn fyrstir til að sækja sigur í Kaplakrika? Í beinni: KR - Afturelding | Sex stiga leikur á Meistaravöllum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Sjá meira
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Leik lokið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn