„Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 10:31 Þóra Kristín Jónsdóttir getur gætt sér á vængjum frá Just wingin' it eftir að hafa verið valin maður leiksins í gærkvöld. Stöð 2 Sport Þóra Kristín Jónsdóttir, fyrirliði Hauka, hefur verið að spila sinn allra besta körfubolta í vetur og var valin leikmaður ársins eftir deildarkeppni Bónus-deildarinnar. Það er engin tilviljun. Eftir að Haukar féllu út í 8-liða úrslitum gegn Stjörnunni fyrir ári síðan setti Þóra sér markmið. Hún var staðráðin í að eiga betra tímabil í ár og það hefur nú þegar skilað sér í deildarmeistaratitli með Haukum og sæti í undanúrslitum eftir 3-2 sigur gegn Grindavík. Haukar byrjuðu svo undanúrslitin á risasigri gegn Val í gær, 101-66. „Ég var frekar vonsvikin með tímabilið í fyrra,“ sagði Þóra þegar hún mætti í settið hjá Herði Unnsteinssyni og sérfræðingum hans í Körfuboltakvöldi beint eftir leik á Ásvöllum í gær. „Ég ákvað um leið og við duttum út í fyrra að mig langaði að gera betur fyrir liðið mitt. Ég fór að lyfta aukalega, drilla með Helenu [Sverrisdóttur sem var einnig í settinu] í sumar og alls konar. Þetta var sitt lítið af hverju því mig langaði heilt yfir að bæta nálgun mína á körfubolta,“ sagði Þóra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Þóra Kristín í setti eftir sigurinn á Val Óhætt er að segja Þóra hafi farið mikinn í gær en hún var með 30 framlagsstig, langflest allra á vellinum. Hún skoraði 19 stig, átti heilar tólf stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hún vill þó ekki gera mikið úr sínum eigin þætti, hvorki í gærkvöld né í allan vetur. „Við mættum tilbúnar í leikinn. Settum pressuna okkar upp strax og það gaf tóninn fyrir leikinn,“ sagði Þóra í gær, ánægð með það hvernig Haukar mættu til leiks eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu við Grindavík. „Ég held að sú sería öll yfirhöfuð hafi sett tóninn fyrir okkur. Við vissum að við þyrftum að koma tilbúnar í þetta ef við ætluðum að ná góðum úrslitum.“ Eins og fyrr segir var Þóra valin besti leikmaður deildarkeppninnar enda landsliðskonan átt frábær tímabil. „Það er auðvitað gaman að spila vel en það er líka auðveldara að spila vel þegar maður er með góða leikmenn í kringum sig. Ég væri ekkert með þessar stoðsendingar ef að stelpurnar væru ekki að setja skotin sín ofan í. Þetta eru viðurkenningar sem ég fæ en viðurkenningar fyrir liðið líka,“ sagði Þóra og bætti við: „Við erum samheldnar og þekkjum hver aðra vel. Góður kjarni.“ Einvígi Hauka og Vals heldur áfram á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld klukkan 19:15. Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Eftir að Haukar féllu út í 8-liða úrslitum gegn Stjörnunni fyrir ári síðan setti Þóra sér markmið. Hún var staðráðin í að eiga betra tímabil í ár og það hefur nú þegar skilað sér í deildarmeistaratitli með Haukum og sæti í undanúrslitum eftir 3-2 sigur gegn Grindavík. Haukar byrjuðu svo undanúrslitin á risasigri gegn Val í gær, 101-66. „Ég var frekar vonsvikin með tímabilið í fyrra,“ sagði Þóra þegar hún mætti í settið hjá Herði Unnsteinssyni og sérfræðingum hans í Körfuboltakvöldi beint eftir leik á Ásvöllum í gær. „Ég ákvað um leið og við duttum út í fyrra að mig langaði að gera betur fyrir liðið mitt. Ég fór að lyfta aukalega, drilla með Helenu [Sverrisdóttur sem var einnig í settinu] í sumar og alls konar. Þetta var sitt lítið af hverju því mig langaði heilt yfir að bæta nálgun mína á körfubolta,“ sagði Þóra en viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Klippa: Þóra Kristín í setti eftir sigurinn á Val Óhætt er að segja Þóra hafi farið mikinn í gær en hún var með 30 framlagsstig, langflest allra á vellinum. Hún skoraði 19 stig, átti heilar tólf stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Hún vill þó ekki gera mikið úr sínum eigin þætti, hvorki í gærkvöld né í allan vetur. „Við mættum tilbúnar í leikinn. Settum pressuna okkar upp strax og það gaf tóninn fyrir leikinn,“ sagði Þóra í gær, ánægð með það hvernig Haukar mættu til leiks eftir að hafa lent 2-0 undir í einvíginu við Grindavík. „Ég held að sú sería öll yfirhöfuð hafi sett tóninn fyrir okkur. Við vissum að við þyrftum að koma tilbúnar í þetta ef við ætluðum að ná góðum úrslitum.“ Eins og fyrr segir var Þóra valin besti leikmaður deildarkeppninnar enda landsliðskonan átt frábær tímabil. „Það er auðvitað gaman að spila vel en það er líka auðveldara að spila vel þegar maður er með góða leikmenn í kringum sig. Ég væri ekkert með þessar stoðsendingar ef að stelpurnar væru ekki að setja skotin sín ofan í. Þetta eru viðurkenningar sem ég fæ en viðurkenningar fyrir liðið líka,“ sagði Þóra og bætti við: „Við erum samheldnar og þekkjum hver aðra vel. Góður kjarni.“ Einvígi Hauka og Vals heldur áfram á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld klukkan 19:15.
Bónus-deild kvenna Haukar Tengdar fréttir Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Haukar eru komnar 1-0 yfir í einvígi sínu við Val í undanúrslitum Bónus-deildar kvenna í körfubolta en deildarmeistararnir unnu afar sannfærandi sigur, 101-66, þegar liðin áttust við í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld. 19. apríl 2025 21:04