Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. apríl 2025 08:54 Vance og fjölskylda vörðu föstudeginum langa í Róm. Páfagarður Varaforseti Bandaríkjanna átti í skoðanaskiptum við ráðuneytisstjóra og hægri hönd páfa í Páfagarði í gær. Þeir ræddu stöðuna í alþjóðamálunum og stefnu Bandaríkjastjórnar í málum innflytjenda og hælisleitenda. J.D. Vance varaforseti fór á fund Pietro Parolin ráðuneytisstjóra og Paul Gallagher erkibiskups og utanríkisráðherra Páfagarðs í gærmorgun. Í tilkynningu frá Páfagarði í tilefni af heimsókninni kemur fram að samtalið hafi verið vinalegt og að fulltrúar Páfagarðs hafi tjáð ánægju sína með gott samband ríkjanna og staðfestu Bandaríkjastjórnar í því að standa vörð um trúfrelsi. „Það voru skoðanaskipti á sviði alþjóðamála, sérstaklega varðandi stríðshrjáð lönd, spennu í stjórnmálunum og alvarlegt mannúðarástand, með sérstaka áherslu á innflytjendur, flóttafólk og fanga,“ segir í tilkynningu frá Páfagarði. „Loks var tjáð von um farsælt samstarf ríkisins og kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum en dýrmæt þjónusta hennar í þágu þeirra sem sárast eiga um að binda var viðurkennd,“ segir svo. Nýkaþólikki sem deilir við páfann J.D. Vance varaforseti snerist til kaþólskrar trúar árið 2019 og er hluti af hópi nýkaþólikka sem er af sumum álitinn afturhaldssamur. Hann hefur átt í deilum bæði í riti og orði kveðnu við sjálfan páfann. Frans páfi gagnrýndi meðal annars áætlanir Bandaríkjastjórnar Donalds Trump um það sem hann kallar umfangsmestu brottvísanir Bandaríkjasögu. Bandaríkjastjórn hefur vísað á annað hundrað Venesúelamönnum úr landi brott á grunni herlaga frá tímum Frelsisstríðsins sem hún telur að séu hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Páfi lýsti því yfir að með aðgerðum sínum svipti Bandaríkjastjórn þessa menn sæmd sinni. Hann vék máli sínu að Vance varaforseta persónulega þar sem hann virtist nota kaþólska trú sína til að réttlæta aðgerðir sínar. Ósammála páfanum um túlkun sína á heilögum Ágústínusi Vance hefur rökstutt stefnu stjórnarinnar í málefnum innflytjenda með því að vísa í kirkjuföðurinn heilagan Ágústínus frá Hippó og hugmynd hans um stigveldi kærleiks eða ordo amoris. Vance virðist af samfélagsmiðlafærslum að dæma skilja hugmyndina sem stigveldi kærleiks frá fjölskyldu og nærsamfélagi og sem fer minnkandi út á við. Í bréfi páfa dagsettu tíunda febrúar virðist hann gagnrýna skilning Vance á ritum kirkjuföðurins. „Kristinn kærleikur er ekki sammiðja útvíkun hagsmuna sem nær smátt og smátt til annarra einstaklinga og hópa. Hið sanna stigveldi kærleiks sem verður að efla er það sem við finnum með því að leiða dæmisöguna um miskunnsama Samverjann stöðugt fyrir okkur, það er að segja með því að hugleiða kærleikann sem byggir upp bræðralag sem opið er öllum, án undantekninga,“ sagði páfinn. J.D. Vance gekkst við því að sem nýkaþólikki sé hann ekki með öll smáatriði trúarinnar á hreinu en stóð fast á sínu. Bandaríkin Páfagarður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
J.D. Vance varaforseti fór á fund Pietro Parolin ráðuneytisstjóra og Paul Gallagher erkibiskups og utanríkisráðherra Páfagarðs í gærmorgun. Í tilkynningu frá Páfagarði í tilefni af heimsókninni kemur fram að samtalið hafi verið vinalegt og að fulltrúar Páfagarðs hafi tjáð ánægju sína með gott samband ríkjanna og staðfestu Bandaríkjastjórnar í því að standa vörð um trúfrelsi. „Það voru skoðanaskipti á sviði alþjóðamála, sérstaklega varðandi stríðshrjáð lönd, spennu í stjórnmálunum og alvarlegt mannúðarástand, með sérstaka áherslu á innflytjendur, flóttafólk og fanga,“ segir í tilkynningu frá Páfagarði. „Loks var tjáð von um farsælt samstarf ríkisins og kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum en dýrmæt þjónusta hennar í þágu þeirra sem sárast eiga um að binda var viðurkennd,“ segir svo. Nýkaþólikki sem deilir við páfann J.D. Vance varaforseti snerist til kaþólskrar trúar árið 2019 og er hluti af hópi nýkaþólikka sem er af sumum álitinn afturhaldssamur. Hann hefur átt í deilum bæði í riti og orði kveðnu við sjálfan páfann. Frans páfi gagnrýndi meðal annars áætlanir Bandaríkjastjórnar Donalds Trump um það sem hann kallar umfangsmestu brottvísanir Bandaríkjasögu. Bandaríkjastjórn hefur vísað á annað hundrað Venesúelamönnum úr landi brott á grunni herlaga frá tímum Frelsisstríðsins sem hún telur að séu hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Páfi lýsti því yfir að með aðgerðum sínum svipti Bandaríkjastjórn þessa menn sæmd sinni. Hann vék máli sínu að Vance varaforseta persónulega þar sem hann virtist nota kaþólska trú sína til að réttlæta aðgerðir sínar. Ósammála páfanum um túlkun sína á heilögum Ágústínusi Vance hefur rökstutt stefnu stjórnarinnar í málefnum innflytjenda með því að vísa í kirkjuföðurinn heilagan Ágústínus frá Hippó og hugmynd hans um stigveldi kærleiks eða ordo amoris. Vance virðist af samfélagsmiðlafærslum að dæma skilja hugmyndina sem stigveldi kærleiks frá fjölskyldu og nærsamfélagi og sem fer minnkandi út á við. Í bréfi páfa dagsettu tíunda febrúar virðist hann gagnrýna skilning Vance á ritum kirkjuföðurins. „Kristinn kærleikur er ekki sammiðja útvíkun hagsmuna sem nær smátt og smátt til annarra einstaklinga og hópa. Hið sanna stigveldi kærleiks sem verður að efla er það sem við finnum með því að leiða dæmisöguna um miskunnsama Samverjann stöðugt fyrir okkur, það er að segja með því að hugleiða kærleikann sem byggir upp bræðralag sem opið er öllum, án undantekninga,“ sagði páfinn. J.D. Vance gekkst við því að sem nýkaþólikki sé hann ekki með öll smáatriði trúarinnar á hreinu en stóð fast á sínu.
Bandaríkin Páfagarður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira