Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2025 15:06 Ísak Andri Sigurgeirsson fór á kostum með IFK Norrköping í dag. ifknorrkoping.se Ísak Andri Sigurgeirsson var maðurinn á bakvið 3-0 sigur Norrköping gegn Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Garðbæingurinn fór hreinlega á kostum og skoraði sjálfur fyrsta mark leiksins eftir hlaup með boltann inn af vinstri kantinum, stuttan samleik og skot. 1-0 IFK Norrköping! Isak Andri Sigurgeirsson avslutar ett flygande Peking-anfall ⚪🔵 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/6iGZNj2h81— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 19, 2025 Ísak lagði svo upp mark númer tvö eftir að hafa aftur hlaupið inn af vinstr kantinum en í þetta sinn skoraði fyrirliðinn Totte Nyman. Þriðja markið kom svo í uppbótartíma þegar Ismet Lushaku skoraði 2-0 IFK Norrköping! Kapten Totte Nyman ökar på efter ännu ett tjusigt anfall av hemmalaget ⚪🔵 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/7eB3bSlLaj— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 19, 2025 Ísak Andri og Arnór Ingvi Traustason léku allan leikinn fyrir Norrköping líkt og Gísli Eyjólfsson fyrir Halmstad. Birnir Snær Ingason kom svo inn á hjá Halmstad á 74. mínútu. Halmstad er enn með þrjú stig en Norrköping er núna með sex. Ari Sigurpálsson var í liði Elfsborg sem vann Degerfors á útivelli, 1-0. Elfsborg var án Júlíusar Magnússonar sem er fótbrotinn en náði þó að innbyrða sigur með marki Simon Hedlund af vítapunktinum á 55. mínútu. Ara var skipt af velli á 72. mínútu og skömmu síðar fékk Degerfors víti en tókst ekki að nýta það. Elfsborg er í 4. sæti deildarinnar með sjö stig en Degerfors er með sex. Þórir nálgast fallsæti á Ítalíu Á Ítalíu var Þórir Jóhann Helgason á sínum stað í liði Lecce sem varð að sætta sig við 3-0 tap á heimavelli gegn Como. Lecce er í mikilli fallbaráttu, með 26 stig eftir 33 leiki, aðeins tveimur stigum fyrir ofan Venezia og Empoli sem bæði sitja í fallsætum og mætast á morgun. Lecce hefur nú leikið tólf deildarleiki í röð án sigurs og tapað níu þeirra. Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira
Garðbæingurinn fór hreinlega á kostum og skoraði sjálfur fyrsta mark leiksins eftir hlaup með boltann inn af vinstri kantinum, stuttan samleik og skot. 1-0 IFK Norrköping! Isak Andri Sigurgeirsson avslutar ett flygande Peking-anfall ⚪🔵 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/6iGZNj2h81— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 19, 2025 Ísak lagði svo upp mark númer tvö eftir að hafa aftur hlaupið inn af vinstr kantinum en í þetta sinn skoraði fyrirliðinn Totte Nyman. Þriðja markið kom svo í uppbótartíma þegar Ismet Lushaku skoraði 2-0 IFK Norrköping! Kapten Totte Nyman ökar på efter ännu ett tjusigt anfall av hemmalaget ⚪🔵 📲 Se matchen på Max pic.twitter.com/7eB3bSlLaj— Sports on Max 🇸🇪 (@sportsonmaxse) April 19, 2025 Ísak Andri og Arnór Ingvi Traustason léku allan leikinn fyrir Norrköping líkt og Gísli Eyjólfsson fyrir Halmstad. Birnir Snær Ingason kom svo inn á hjá Halmstad á 74. mínútu. Halmstad er enn með þrjú stig en Norrköping er núna með sex. Ari Sigurpálsson var í liði Elfsborg sem vann Degerfors á útivelli, 1-0. Elfsborg var án Júlíusar Magnússonar sem er fótbrotinn en náði þó að innbyrða sigur með marki Simon Hedlund af vítapunktinum á 55. mínútu. Ara var skipt af velli á 72. mínútu og skömmu síðar fékk Degerfors víti en tókst ekki að nýta það. Elfsborg er í 4. sæti deildarinnar með sjö stig en Degerfors er með sex. Þórir nálgast fallsæti á Ítalíu Á Ítalíu var Þórir Jóhann Helgason á sínum stað í liði Lecce sem varð að sætta sig við 3-0 tap á heimavelli gegn Como. Lecce er í mikilli fallbaráttu, með 26 stig eftir 33 leiki, aðeins tveimur stigum fyrir ofan Venezia og Empoli sem bæði sitja í fallsætum og mætast á morgun. Lecce hefur nú leikið tólf deildarleiki í röð án sigurs og tapað níu þeirra.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Fleiri fréttir Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Sjá meira