Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 18. apríl 2025 23:02 Krossfestingin í ár var sú 36. hjá Filippseyingnum Ruben Enaje. Þar í landi er áralöng hefð fyrir því að menn sviðsetji krossfestingu Jesú krists á föstudaginn langa. Myndin er tekin í fyrra. EPA Föstudagurinn langi var haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Mismunandi hefðir tengdar deginum er að finna í öllum heimshornum til að minnast píslargöngu Krists. Meðan Íslendingar létu sér nægja að flagga í hálfa stöng sviðsettu einhverjir Filippseyingar krossfestingu. Í tékknesku borginni Ceske Búde-jovitse hélt hópur fólks upp á þá hefð að klæðast svörtu og hvítum grímum meðan gengið var niður götur með litla timburvagna, sem á að endurspegla leyndardóma páskanna. Venju samkvæmt létu kaþólikkar á Filippseyjum krossfesta sig til minningar um fórnir Jesús Krists. Fjöldi áhorfenda flykktist að og fylgdist með í Pampanga-héraði þar sem krossfesting á föstudaginn langa er orðin áratugalöng hefð. Ruben Enaje trúrækinn Filippseyingur, var einn þeirra sem lét krossfesta sig. „Þetta var 36. skiptið hjá mér. Ég bað fyrir því að kosningarnar yrðu friðsamlegar á Filippseyjum. Ég vona að náttúruhamförum fækki aðeins og við endum ekki með það sem hefur komið fyrir önnur lönd,“ er haft eftir Enaje. Óljóst með páskana í Páfagarði Hér heima var einnig haldið upp á föstudaginn langa með hátíðlegum hætti. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru að vanda lesnir í heild sinni í Hallgrímskirkju í ár en þeir fjalla um píslargöngu Jesú Krists. Hópur lesara úr röðum menninga og lista skiptust á að lesa upp úr sálmunum og þá léku organistar kirkjunnar tónlist tengda passíusálmunum á bæði orgel kirkjunnar. Þá var víðast hvar flaggað í hálfa stöng en samkvæmt forsetaúrskurði um fánadaga skal svo gert á föstudaginn langa. Bregða þurfti frá venjunni í Páfagarði í dag en hefð er fyrir því að páfinn leiði guðsþjónustur á föstudaginn langa. Frans páfi er enn að jafna sig eftir lungnabólgu og hefur því falið kardinálum kaþólsku kirkjunnar að leiða guðsþjónustur dagsins. Á páskadag er einnig hefð fyrir því að páfinn leiði blessun og flytji hugleiðingu, athöfn sem einungis páfinn er bær til að leiða. Óljóst er hvort Frans páfi verði í stakk búinn að leiða athöfnina á páskadag. Páskar Filippseyjar Trúmál Tékkland Páfagarður Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Í tékknesku borginni Ceske Búde-jovitse hélt hópur fólks upp á þá hefð að klæðast svörtu og hvítum grímum meðan gengið var niður götur með litla timburvagna, sem á að endurspegla leyndardóma páskanna. Venju samkvæmt létu kaþólikkar á Filippseyjum krossfesta sig til minningar um fórnir Jesús Krists. Fjöldi áhorfenda flykktist að og fylgdist með í Pampanga-héraði þar sem krossfesting á föstudaginn langa er orðin áratugalöng hefð. Ruben Enaje trúrækinn Filippseyingur, var einn þeirra sem lét krossfesta sig. „Þetta var 36. skiptið hjá mér. Ég bað fyrir því að kosningarnar yrðu friðsamlegar á Filippseyjum. Ég vona að náttúruhamförum fækki aðeins og við endum ekki með það sem hefur komið fyrir önnur lönd,“ er haft eftir Enaje. Óljóst með páskana í Páfagarði Hér heima var einnig haldið upp á föstudaginn langa með hátíðlegum hætti. Passíusálmar Hallgríms Péturssonar voru að vanda lesnir í heild sinni í Hallgrímskirkju í ár en þeir fjalla um píslargöngu Jesú Krists. Hópur lesara úr röðum menninga og lista skiptust á að lesa upp úr sálmunum og þá léku organistar kirkjunnar tónlist tengda passíusálmunum á bæði orgel kirkjunnar. Þá var víðast hvar flaggað í hálfa stöng en samkvæmt forsetaúrskurði um fánadaga skal svo gert á föstudaginn langa. Bregða þurfti frá venjunni í Páfagarði í dag en hefð er fyrir því að páfinn leiði guðsþjónustur á föstudaginn langa. Frans páfi er enn að jafna sig eftir lungnabólgu og hefur því falið kardinálum kaþólsku kirkjunnar að leiða guðsþjónustur dagsins. Á páskadag er einnig hefð fyrir því að páfinn leiði blessun og flytji hugleiðingu, athöfn sem einungis páfinn er bær til að leiða. Óljóst er hvort Frans páfi verði í stakk búinn að leiða athöfnina á páskadag.
Páskar Filippseyjar Trúmál Tékkland Páfagarður Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira