Varar Arsenal menn við: „Real Madrid er Real Madrid“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. apríl 2025 14:01 Marcelo fagnar hér einum af fimm Meistaradeildartitlum sínum með Real Madrid en Braslíumaðurinn hefur trú á sínu gamla liði þrátt fyrir slæma stöðu á móti Arsenal. Getty/Denis Doyle Real Madrid tekur á móti Arsenal annað kvöld í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en útlitið er ekki bjart hjá spænska stórliðinu. Brasilíska goðsögnin Marcelo er ekki tilbúinn að afskrifa sitt gamla félag þrátt fyrir slæma stöðu hjá ríkjandi meisturum. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 í London þar sem Declan Rice skoraði tvívegis beint úr aukaspyrnu. „Þú getur aldrei afskrifað Real Madrid,“ sagði Marcelo við ESPN. „Þrjú mörk er mikið forskot en hugur minn er alltaf hjá Real Madrid og ég hef trú á því að þeir komi til baka. Real Madrid er Real Madrid og þeir koma alltaf til baka,“ sagði Marcelo. „Seinni leikurinn er á Bernabéu og þeir munu fá mikinn stuðning þar. Ég veit að leikmennirnir hafa trú á því að þetta sé hægt. Auðvitað vitum við ekki hvað gerist í þessum leik en við höfum trú og Real Madrid mun koma til baka,“ sagði Marcelo. Marcelo segir það að vinna sé hluti af erfðaefni leikmanna Real Madrid. „Frá því að ég gekk til liðs við Real Madrid þá var okkur kennt að gefast aldrei upp og það hefur alltaf verið í blóðinu okkar. Þetta hefur verið þannig í mörg ár en fyrir utan erfðaefnið þá leggja menn mikla vinnu á sig, sýna auðmýkt, rækta líkamann á hverjum degi og fá gríðarlegan stuðning frá sínu fólki. Allt þetta vinnur saman í að láta hlutina ganga upp,“ sagði Marcelo. Marcelo vann 25 titla með Real Madrid, þar af Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina sex sinnum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Brasilíska goðsögnin Marcelo er ekki tilbúinn að afskrifa sitt gamla félag þrátt fyrir slæma stöðu hjá ríkjandi meisturum. Arsenal vann fyrri leikinn 3-0 í London þar sem Declan Rice skoraði tvívegis beint úr aukaspyrnu. „Þú getur aldrei afskrifað Real Madrid,“ sagði Marcelo við ESPN. „Þrjú mörk er mikið forskot en hugur minn er alltaf hjá Real Madrid og ég hef trú á því að þeir komi til baka. Real Madrid er Real Madrid og þeir koma alltaf til baka,“ sagði Marcelo. „Seinni leikurinn er á Bernabéu og þeir munu fá mikinn stuðning þar. Ég veit að leikmennirnir hafa trú á því að þetta sé hægt. Auðvitað vitum við ekki hvað gerist í þessum leik en við höfum trú og Real Madrid mun koma til baka,“ sagði Marcelo. Marcelo segir það að vinna sé hluti af erfðaefni leikmanna Real Madrid. „Frá því að ég gekk til liðs við Real Madrid þá var okkur kennt að gefast aldrei upp og það hefur alltaf verið í blóðinu okkar. Þetta hefur verið þannig í mörg ár en fyrir utan erfðaefnið þá leggja menn mikla vinnu á sig, sýna auðmýkt, rækta líkamann á hverjum degi og fá gríðarlegan stuðning frá sínu fólki. Allt þetta vinnur saman í að láta hlutina ganga upp,“ sagði Marcelo. Marcelo vann 25 titla með Real Madrid, þar af Meistaradeildina fimm sinnum og spænsku deildina sex sinnum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Spænski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn