Brá þegar hún heyrði smellinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2025 10:02 Hulda Björk Ólafsdóttir var með 11,6 stig að meðaltali í leik í Bónus-deildinni í vetur. vísir/ernir Hulda Björk Ólafsdóttir, fyrirliði Grindavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta, meiddist illa á dögunum. Hún ætlar að flýta sér hægt í endurkomunni. Hulda sleit krossband í hné í fyrsta leik Grindavíkur og Hauka í átta liða úrslitum Bónus deildarinnar og verður frá keppni næstu mánuðina. „Þetta er ógeðslega fúlt og súrt og ég ætla ekkert að leyna því. Þetta er leiðinlegt en ég mun hvetja liðið mitt áfram á bekknum og klára þetta tímabil,“ sagði Hulda í samtali við Stefán Árna Pálsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Hulda segist strax hafa fundið fyrir miklum sársauka þegar krossbandið gaf sig. Tekur sér sinn tíma „Þetta var ógeðslega vont en mér brá bara. Smellurinn var svo mikill. Þetta var sjokk hjá mér,“ sagði Hulda. Við tekur löng endurhæfing hjá henni. „Ég vil ekki setja neinn tímaramma á mig. Ég ætla bara að taka minn tíma. Ég fer í aðgerð í maí svo verð ég bara að sjá hvernig ég verð.“ Grindavík endaði í 8. sæti Bónus deildarinnar og tryggði sér ekki sæti í úrslitakeppninni fyrr en í lokaumferðinni. En Grindvíkingar komu flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn deildarmeisturum Hauka í átta liða úrslitunum. „Ég er ótrúlega stolt af stelpunum og þegar ég var uppi á slysó var ég að horfa á leikinn og hvetja þær áfram og öskraði liggur við þegar þær unnu. Þannig ég er ánægð með þær og stolt af þeim,“ sagði Hulda sem viðurkennir að það sé erfitt að horfa á leikina af hliðarlínunni. „Það er svolítið súrt en eins og ég segi: Ég er stolt af þeim og smá meyr hvað þær eru standa sig.“ Ætla sér alla leið Þrátt fyrir að misjafnlega hafi gengið í vetur segir Hulda að Grindavíkurliðið sé gott og geti gert tímabilið eftirminnilegt. „Klárlega, við erum með hörkuleikmenn og þegar við spilum saman erum við illviðráðanlegar þannig við ætlum bara að reyna að fara alla leið,“ sagði Hulda að lokum en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum þegar liðið mætir Haukum í fjórða sinn í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Hulda sleit krossband í hné í fyrsta leik Grindavíkur og Hauka í átta liða úrslitum Bónus deildarinnar og verður frá keppni næstu mánuðina. „Þetta er ógeðslega fúlt og súrt og ég ætla ekkert að leyna því. Þetta er leiðinlegt en ég mun hvetja liðið mitt áfram á bekknum og klára þetta tímabil,“ sagði Hulda í samtali við Stefán Árna Pálsson í íþróttafréttum Stöðvar 2. Hulda segist strax hafa fundið fyrir miklum sársauka þegar krossbandið gaf sig. Tekur sér sinn tíma „Þetta var ógeðslega vont en mér brá bara. Smellurinn var svo mikill. Þetta var sjokk hjá mér,“ sagði Hulda. Við tekur löng endurhæfing hjá henni. „Ég vil ekki setja neinn tímaramma á mig. Ég ætla bara að taka minn tíma. Ég fer í aðgerð í maí svo verð ég bara að sjá hvernig ég verð.“ Grindavík endaði í 8. sæti Bónus deildarinnar og tryggði sér ekki sæti í úrslitakeppninni fyrr en í lokaumferðinni. En Grindvíkingar komu flestum á óvart með því að vinna fyrstu tvo leikina gegn deildarmeisturum Hauka í átta liða úrslitunum. „Ég er ótrúlega stolt af stelpunum og þegar ég var uppi á slysó var ég að horfa á leikinn og hvetja þær áfram og öskraði liggur við þegar þær unnu. Þannig ég er ánægð með þær og stolt af þeim,“ sagði Hulda sem viðurkennir að það sé erfitt að horfa á leikina af hliðarlínunni. „Það er svolítið súrt en eins og ég segi: Ég er stolt af þeim og smá meyr hvað þær eru standa sig.“ Ætla sér alla leið Þrátt fyrir að misjafnlega hafi gengið í vetur segir Hulda að Grindavíkurliðið sé gott og geti gert tímabilið eftirminnilegt. „Klárlega, við erum með hörkuleikmenn og þegar við spilum saman erum við illviðráðanlegar þannig við ætlum bara að reyna að fara alla leið,“ sagði Hulda að lokum en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Grindavík getur tryggt sér sæti í undanúrslitum þegar liðið mætir Haukum í fjórða sinn í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Bónus-deild kvenna UMF Grindavík Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira