„Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. apríl 2025 21:01 Unnur Birna var fjórða íslenska stúlkan til að sigra keppnina Ungfrú Heimur. Getty/China Photos „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn, ég var aldrei fyrir þessa prinsessuleiki. Að vera með krullað hár, naglalakk og í háum hælum var ekkert fyrir mig. Þetta er ekki ég í eðli mínu. Ég var bara að moka skít í hestunum, þar leið mér best,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, lögfræðingur hjá Coripharma og Ungfrú heimur 2005. Unnur Birna var gestur í viðtalsliðnum Hvar ertu nú? í morgunþættinum Brennslan í morgun. Hún rifjaði upp tímann þegar hún bar sigur úr býtum sem Ungfrú heimur árið 2005. Keppnin fór fram í Sanya í Kína og var Unnur Birna fjórða íslenska konan sem ber titilinn ungfrú heimur. Áður hafa Guðrún Bjarnadóttir, árið 1962, Hólmfríður Karlsdóttir, árið 1985, og Linda Pétursdóttir, árið 1988, skartað kórónunni eftirsóttu. Lítið fyrir þennan heim Unnur Birna segir fegurðarsamkeppnir á þessum tíma og áratugina áður hafi verið „á allt öðru leveli.“ Hún fékk demanta sem voru virði einar milljónar króna, ferðatöskur, snyrtivörur, auk þess að hafa borðað frítt á veitingastaðnum Nings í heilt ár. „Auðvitað var þetta gaman og skemmtileg tækifæri í kringum þetta, og í kjölfar þessara ára opnuðust margar spennandi dyr,“ segir Unnur og heldur áfram: „Ég tók þessu sem einhvers konar hlutverki. Ég hafði verið mikið á sviði, bæði í dansi og leiklist, og var danskennari í mörg ár. Ég var mikið í leiklist og einhvern veginn hugsaði ég: Heyrðu, ég get gert þetta líka. Svo gerðist þetta óvænt og var ekkert sérstakt markmið að vinna þessa stóru keppni, þó auðvitað tek ég ekki þátt í henni án þess að stefna á sigur. Ég gerði greinilega allt bara rétt á þeim tíma,“ segir hún og hlær. Spurð hvernig líf hennar hafi verið eftir sigurinn segir Unnur Birna að árið eftir hafi einkennst af ferðalögum og þátttöku í opinberum viðburðum. „Ég var að vinna fyrir Miss World Limited í heilt ár, var meira og minna í London, var með aðgang að eigin hótelherbergi, og fór í 30-40 ferðir á ári. Þetta var mikið ferðalag og ég þurfti að leggja námsferilinn til hliðar á meðan,“ útskýrir hún. Vinnan fólst mest í því að taka þátt í góðgerðarviðburðum og opinberum heimsóknum. Fjölskyldulíf og padel Í dag hefur Unnur Birna komið sér upp fallegu heimili og starfar sem lögfræðingur hjá lyfjafyrirtækinu Coripharma. Hún er gift Pétri Rúnari Heimissyni, og þau gengu í hjónaband 26. júlí 2014. Þau eiga samtals fjögur börn. Núna einbeitir hún sér að fjölskyldulífi, starfsframa og áhugamálum sínum, eins og hot-jóga og padel. „Ég vil meina að ég sé að æfa padel. Við erum með þjálfara, við erum ekkert að grínast,“ segir Unnur Birna og hlær. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Pétur Rúnar Heimisson selja slotið. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Ungfrú Ísland Brennslan FM957 Padel Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Sjá meira
Unnur Birna var gestur í viðtalsliðnum Hvar ertu nú? í morgunþættinum Brennslan í morgun. Hún rifjaði upp tímann þegar hún bar sigur úr býtum sem Ungfrú heimur árið 2005. Keppnin fór fram í Sanya í Kína og var Unnur Birna fjórða íslenska konan sem ber titilinn ungfrú heimur. Áður hafa Guðrún Bjarnadóttir, árið 1962, Hólmfríður Karlsdóttir, árið 1985, og Linda Pétursdóttir, árið 1988, skartað kórónunni eftirsóttu. Lítið fyrir þennan heim Unnur Birna segir fegurðarsamkeppnir á þessum tíma og áratugina áður hafi verið „á allt öðru leveli.“ Hún fékk demanta sem voru virði einar milljónar króna, ferðatöskur, snyrtivörur, auk þess að hafa borðað frítt á veitingastaðnum Nings í heilt ár. „Auðvitað var þetta gaman og skemmtileg tækifæri í kringum þetta, og í kjölfar þessara ára opnuðust margar spennandi dyr,“ segir Unnur og heldur áfram: „Ég tók þessu sem einhvers konar hlutverki. Ég hafði verið mikið á sviði, bæði í dansi og leiklist, og var danskennari í mörg ár. Ég var mikið í leiklist og einhvern veginn hugsaði ég: Heyrðu, ég get gert þetta líka. Svo gerðist þetta óvænt og var ekkert sérstakt markmið að vinna þessa stóru keppni, þó auðvitað tek ég ekki þátt í henni án þess að stefna á sigur. Ég gerði greinilega allt bara rétt á þeim tíma,“ segir hún og hlær. Spurð hvernig líf hennar hafi verið eftir sigurinn segir Unnur Birna að árið eftir hafi einkennst af ferðalögum og þátttöku í opinberum viðburðum. „Ég var að vinna fyrir Miss World Limited í heilt ár, var meira og minna í London, var með aðgang að eigin hótelherbergi, og fór í 30-40 ferðir á ári. Þetta var mikið ferðalag og ég þurfti að leggja námsferilinn til hliðar á meðan,“ útskýrir hún. Vinnan fólst mest í því að taka þátt í góðgerðarviðburðum og opinberum heimsóknum. Fjölskyldulíf og padel Í dag hefur Unnur Birna komið sér upp fallegu heimili og starfar sem lögfræðingur hjá lyfjafyrirtækinu Coripharma. Hún er gift Pétri Rúnari Heimissyni, og þau gengu í hjónaband 26. júlí 2014. Þau eiga samtals fjögur börn. Núna einbeitir hún sér að fjölskyldulífi, starfsframa og áhugamálum sínum, eins og hot-jóga og padel. „Ég vil meina að ég sé að æfa padel. Við erum með þjálfara, við erum ekkert að grínast,“ segir Unnur Birna og hlær. Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Pétur Rúnar Heimisson selja slotið. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Ungfrú Ísland Brennslan FM957 Padel Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Sjá meira