Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2025 23:06 Justin Rose spilaði frábærlega í dag og er með þriggja högga forystu á Mastersmótinu. Getty/Andrew Redington Englendingurinn Justin Rose er með þriggja högga forystu eftir fyrsta daginn á Mastersmótinu í golfi sem er fyrsta risamót ársins. Rose lék mjög vel á Augusta vellinum í dag og endaði líka góðan dag á því að fá fugla á bæði fimmtándu og sextándu holunni. Rose lék alls á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Rose fékk reyndar skolla á lokholunni en hafði þá náð átta fuglum á hringnum. Rose hefur aldrei unnið Masters á ferlinum en tvisvar lent í öðru sæti, 2015 og 2017. Hann vann sitt fyrsta og eina risamót árið 2013 þegar hann vann Opna bandaríska mótið. Rose er þremur höggum á undan þeim Corey Conners, Scottie Scheffler og Svíanum Ludvig Åberg sem allir léku á fjórum höggum undir pari. Scheffler er því að byrja titilvörn sína vel en hann vann Mastersmótið í fyrra. Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau og Englendingurinn Tyrrell Hatton eru jafnir í fimmta sætinu á þremur höggum undir pari. Norður Írinn Rory McIlroy gerði sig líklegan til að blanda sér í toppbaráttuna en hann var á fjórum höggum undir pari fyrir fimmtándu holuna. Það hrundi aftur á móti allt í lokin. McIlroy gerði stór mistök á fimmtándu og kúlan endaði í vatninu. Hann fékk tvöfaldan skolla á holunni og var þá kominn tveimur höggum undir par. Hann fékk síðan annan tvöfaldan skolla á sautjándu holunni og endaði því hringinn á parinu. Hinn 65 ára gamli Fred Couples lék fyrsta hringinn á einu höggi undir pari og varð með því næstelsti kylfingurinn á Mastersmótinu til að klára hring undir parinu. Couples er bata einum mánuði yngri en Tom Watson var þegar hann lék einnig á höggi undir pari árið 2015. Mótið er sýnt á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending annað kvöld klukkan 19.00. Golf Masters-mótið Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rose lék mjög vel á Augusta vellinum í dag og endaði líka góðan dag á því að fá fugla á bæði fimmtándu og sextándu holunni. Rose lék alls á 65 höggum eða sjö höggum undir pari. Rose fékk reyndar skolla á lokholunni en hafði þá náð átta fuglum á hringnum. Rose hefur aldrei unnið Masters á ferlinum en tvisvar lent í öðru sæti, 2015 og 2017. Hann vann sitt fyrsta og eina risamót árið 2013 þegar hann vann Opna bandaríska mótið. Rose er þremur höggum á undan þeim Corey Conners, Scottie Scheffler og Svíanum Ludvig Åberg sem allir léku á fjórum höggum undir pari. Scheffler er því að byrja titilvörn sína vel en hann vann Mastersmótið í fyrra. Bandaríkjamaðurinn Bryson DeChambeau og Englendingurinn Tyrrell Hatton eru jafnir í fimmta sætinu á þremur höggum undir pari. Norður Írinn Rory McIlroy gerði sig líklegan til að blanda sér í toppbaráttuna en hann var á fjórum höggum undir pari fyrir fimmtándu holuna. Það hrundi aftur á móti allt í lokin. McIlroy gerði stór mistök á fimmtándu og kúlan endaði í vatninu. Hann fékk tvöfaldan skolla á holunni og var þá kominn tveimur höggum undir par. Hann fékk síðan annan tvöfaldan skolla á sautjándu holunni og endaði því hringinn á parinu. Hinn 65 ára gamli Fred Couples lék fyrsta hringinn á einu höggi undir pari og varð með því næstelsti kylfingurinn á Mastersmótinu til að klára hring undir parinu. Couples er bata einum mánuði yngri en Tom Watson var þegar hann lék einnig á höggi undir pari árið 2015. Mótið er sýnt á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsending annað kvöld klukkan 19.00.
Golf Masters-mótið Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira