Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. apríl 2025 14:03 Khvicha Kvaratskhelia fagnar eftir að hafa komið Paris Saint-Germain í 2-1 gegn Aston Villa. getty/Jean Catuffe Paris Saint-Germain og Barcelona eru í góðri stöðu í sínum einvígum í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir sigra á heimavelli í gær. PSG vann 3-1 sigur á Aston Villa á meðan Barcelona rústaði Borussia Dortmund, 4-0. Villa náði forystunni á Parc des Princes í gær þegar Morgan Rogers skoraði á 35. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Désiré Doué metin með mögnuðu skoti. Staðan í hálfleik var 1-1. Á 49. mínútu kom Khvicha Kvaratskhelia PSG yfir eftir góðan sprett og frábært skot. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nuno Mendes svo þriðja mark frönsku meistaranna. Þeir eru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Villa Park á þriðjudaginn. Brasilíumaðurinn Raphinha hefur verið magnaður í Meistaradeildinni í vetur og hann kom Barcelona á bragðið gegn Dortmund í gær. Á 25. mínútu skoraði hann með skoti af örstuttu færi og skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hann er markahæsti leikmaður hennar. Á 48. mínútu lagði Raphinha upp mark fyrir Robert Lewandowski og Pólverjinn skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Börsunga á 66. mínútu. Lewandowski hefur skorað fjörutíu mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Ungstirnið Lamine Yamal gerði svo fjórða mark Barcelona á 77. mínútu eftir undirbúning Raphinhas. Seinni leikur Barcelona og Dortmund fer fram á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Sigurvegari einvígisins mætir Bayern München eða Inter í undanúrslitum. Í hinni undanúrslitarimmunni mætir annað hvort PSG eða Villa Arsenal eða Real Madrid. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Miðvörðurinn Pau Cubarsí hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta Meistaradeildarmark þegar Barcelona vann 4-0 stórsigur á Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki alveg svo. 10. apríl 2025 07:30 Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Barcelona er í frábærum málum eftir 4-0 sigur á Borussia Dortmund í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:53 Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Paris Saint Germain fer til Englands með tvö mörk í forskot eftir 3-1 sigur á Aston Villa á Parc des Princes í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:52 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
PSG vann 3-1 sigur á Aston Villa á meðan Barcelona rústaði Borussia Dortmund, 4-0. Villa náði forystunni á Parc des Princes í gær þegar Morgan Rogers skoraði á 35. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Désiré Doué metin með mögnuðu skoti. Staðan í hálfleik var 1-1. Á 49. mínútu kom Khvicha Kvaratskhelia PSG yfir eftir góðan sprett og frábært skot. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Nuno Mendes svo þriðja mark frönsku meistaranna. Þeir eru því í afar góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Villa Park á þriðjudaginn. Brasilíumaðurinn Raphinha hefur verið magnaður í Meistaradeildinni í vetur og hann kom Barcelona á bragðið gegn Dortmund í gær. Á 25. mínútu skoraði hann með skoti af örstuttu færi og skoraði sitt tólfta mark í Meistaradeildinni á tímabilinu. Hann er markahæsti leikmaður hennar. Á 48. mínútu lagði Raphinha upp mark fyrir Robert Lewandowski og Pólverjinn skoraði svo annað mark sitt og þriðja mark Börsunga á 66. mínútu. Lewandowski hefur skorað fjörutíu mörk í öllum keppnum á tímabilinu. Ungstirnið Lamine Yamal gerði svo fjórða mark Barcelona á 77. mínútu eftir undirbúning Raphinhas. Seinni leikur Barcelona og Dortmund fer fram á Signal Iduna Park á þriðjudaginn. Sigurvegari einvígisins mætir Bayern München eða Inter í undanúrslitum. Í hinni undanúrslitarimmunni mætir annað hvort PSG eða Villa Arsenal eða Real Madrid.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Miðvörðurinn Pau Cubarsí hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta Meistaradeildarmark þegar Barcelona vann 4-0 stórsigur á Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki alveg svo. 10. apríl 2025 07:30 Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Barcelona er í frábærum málum eftir 4-0 sigur á Borussia Dortmund í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:53 Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Paris Saint Germain fer til Englands með tvö mörk í forskot eftir 3-1 sigur á Aston Villa á Parc des Princes í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:52 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Sjá meira
Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Miðvörðurinn Pau Cubarsí hélt að hann hefði skorað sitt fyrsta Meistaradeildarmark þegar Barcelona vann 4-0 stórsigur á Borussia Dortmund í gær í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var ekki alveg svo. 10. apríl 2025 07:30
Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Barcelona er í frábærum málum eftir 4-0 sigur á Borussia Dortmund í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:53
Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Paris Saint Germain fer til Englands með tvö mörk í forskot eftir 3-1 sigur á Aston Villa á Parc des Princes í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 9. apríl 2025 20:52