Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. apríl 2025 16:02 Páll Pálsson er fasteignasali segir söluþóknun fasteignasala alltaf umsemjanleg. Vísir/Vilhelm Páll Pálsson, fasteignasali og eigandi Pálsson fasteignasölu, segir að söluþóknun sé alls ekki fastsett og er alltaf umsemjanleg. Hann hvetur fólk til að bera saman verðtilboð frá mismunandi fasteignasölum og afla sér ítarlegra upplýsinga áður en samið er um þóknun. Páll gaf góð ráð varðandi kaup og sölu fasteigna í nýlegum hlaðvarpsþætti „Viltu finna milljón“, sem er í umsjón Arnars Þórs Ólafssonar og Hrefnu Sverrisdóttur. Mikilvægt að taka upplýsta ákvörðun Hann bendir á að margar fasteignasölur bjóði fast gjald í stað hlutfalls af söluverði og að möguleikar fólks séu meiri en margir geri sér grein fyrir. Fólk geti samið um þóknun. „Það er um að gera að gera það og heyra í nokkrum fasteignasölum og bera saman. Það eru til fasteignasölur sem bjóða fast gjald. Það er meira að segja til fyrirbæri sem þú getur selt sjálfur, þarft kannski að borga einhverja þóknum fyrir það. Þú getur selt sjálfur og ég á meira að segja til eyðublöðin, kaupsamninginn og afsöl og svo framvegis. Ég hef meira að segja gefið fólki það ef það vill ganga frá því sjálft ef það treystir sér til.“ Páll ítrekar að þó flestir kjósi að nýta sér faglega þjónustu sé mikilvægt að gera það með upplýstu samþykki og vita hvað maður er að greiða fyrir. Hann segir að algengasta þóknun fasteignasala í dag sé um 1,5 prósent af söluverði, en að sú upphæð geti hreyfst til – allt eftir aðstæðum, eign, staðsetningu og viðsemjendum. Þrif algengasti ágreiningurinn „Vitið þið hver algengasti ágreiningurinn er?“ spyr Páll. Hrefna giskaði á að það væru þrifin. „Það er hárrétt,“ segir Páll kíminn. „Ég tek það fram að þetta er ekki algengt, flestir seljendur vilja vanda sig.“ „Ég segi alltaf við seljendur: Jólahreingerning tvisvar á ári. Afhentu vel, þá eru miklu minni líkur á því að það komi einhverjir eftirmálar. Ef þú hugsar líka um að gera allt til að kaupandinn verði ánægður. Ekki bara gera það minnsta sem þú getur gert. Það gengur alltaf miklu betur ef þú setur hjarta í þetta og tryggir að kaupandinn verði ánægður.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan: Fasteignamarkaður Hús og heimili Hlaðvörp Fjármál heimilisins Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira
Páll gaf góð ráð varðandi kaup og sölu fasteigna í nýlegum hlaðvarpsþætti „Viltu finna milljón“, sem er í umsjón Arnars Þórs Ólafssonar og Hrefnu Sverrisdóttur. Mikilvægt að taka upplýsta ákvörðun Hann bendir á að margar fasteignasölur bjóði fast gjald í stað hlutfalls af söluverði og að möguleikar fólks séu meiri en margir geri sér grein fyrir. Fólk geti samið um þóknun. „Það er um að gera að gera það og heyra í nokkrum fasteignasölum og bera saman. Það eru til fasteignasölur sem bjóða fast gjald. Það er meira að segja til fyrirbæri sem þú getur selt sjálfur, þarft kannski að borga einhverja þóknum fyrir það. Þú getur selt sjálfur og ég á meira að segja til eyðublöðin, kaupsamninginn og afsöl og svo framvegis. Ég hef meira að segja gefið fólki það ef það vill ganga frá því sjálft ef það treystir sér til.“ Páll ítrekar að þó flestir kjósi að nýta sér faglega þjónustu sé mikilvægt að gera það með upplýstu samþykki og vita hvað maður er að greiða fyrir. Hann segir að algengasta þóknun fasteignasala í dag sé um 1,5 prósent af söluverði, en að sú upphæð geti hreyfst til – allt eftir aðstæðum, eign, staðsetningu og viðsemjendum. Þrif algengasti ágreiningurinn „Vitið þið hver algengasti ágreiningurinn er?“ spyr Páll. Hrefna giskaði á að það væru þrifin. „Það er hárrétt,“ segir Páll kíminn. „Ég tek það fram að þetta er ekki algengt, flestir seljendur vilja vanda sig.“ „Ég segi alltaf við seljendur: Jólahreingerning tvisvar á ári. Afhentu vel, þá eru miklu minni líkur á því að það komi einhverjir eftirmálar. Ef þú hugsar líka um að gera allt til að kaupandinn verði ánægður. Ekki bara gera það minnsta sem þú getur gert. Það gengur alltaf miklu betur ef þú setur hjarta í þetta og tryggir að kaupandinn verði ánægður.“ Þáttinn í heild sinni má heyra í spilaranum hér að neðan:
Fasteignamarkaður Hús og heimili Hlaðvörp Fjármál heimilisins Mest lesið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Sjá meira