„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2025 22:33 Rúnar Ingi fer yfir málin með aðstoðarþjálfaranum Loga Gunnarssyni. Vísir/Hulda Margrét Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, gerir sér grein fyrir að hann og hans menn eru komnir með bakið upp við vegg eftir ellefu stiga tap gegn Álftanesi í kvöld. „Justin James var bara sjóðheitur hérna í byrjun og Shabazz var að reyna að „match-a“ það. En heilt yfir voru þeir bara að fá auðveldari og þægilegri skot. Shabazz var að taka svolítið villta þrista. Hann getur sett þá, en þetta eru ekki skot sem ég vil þurfa að treysta á í gegnum 40 mínútna körfuboltaleik,“ sagði Rúnar í leikslok. „Þegar þeir ná sínu áhlaupi ætlum við að fara að halda áfram í einhverjum villtum skotum sem býr svo bara til hraðar sóknir fyrir þá þar sem þeir refsa. Þá eru þeir komnir með smá forystu og við vorum einhvern veginn allan tímann fastir í að vera einhverjum tíu stigum undir.“ Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn niður í sex stig snemma í 3. leikhluta, en nær komst liðið ekki. „Á því augnabliki leið mér mjög vel. Mér fannst við vera búnir að hægja á sóknarleiknum þeirra og vorum að frákasta betur. Síðan koma nokkrar sóknir þar sem við erum að búa til fín skot. Dwayne fær einhver galopin þriggja stiga skot og Mario og Veigar líka. Boltinn bara fór ekki niður. Við hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot.“ „Svo kemur Haukur Helgi bara allt í einu og setur eitt í grímuna á okkur með höndina í andlitinu og þeir voru bara töffarar. Við þurfum að passa upp á andlega þáttinn. Að við höfum trú á þessu í 40 mínútur. Það er kannski stærsta áskorunin fyrir mig inn í leik þrjú að passa upp á að mínir menn átti sig á því að þetta eru smáatriði sem skilja á milli. Hvort sem það er í kvöld eða í leik eitt.“ Njarðvíkingar gerðu breytingu á liði sínu stuttu fyrir úrslitakeppnina og létu Evans Ganapamo fara frá liðinu. Rúnar segir að mögulega sé það að bíta Njarðvíkinga í rassinn. „Kannski er það að bíta okkur í rassinn því þetta er gert á eiginlega sama tíma og Isaiah Coddon meiðist, sem var búinn að spila vel í fjarveru lykilmanna í vetur. Við vitum það að við erum kannski ekki með dýpsta liðið og ég þarf kannski að finna einhverjar sniðugar róteringar.“ „En sú staðreynd að Evans hafi farið. Ég held að hann hefði ekki hjálpað okkur hér í kvöld. Með fullri virðingu fyrir hans hæfileikum. En miðað við á hvaða stað hann var kominn andlega þá hefði það ekki verið að fara með okkur eitthvað lengra hér í kvöld,“ sagði Rúnar að lokum. Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
„Justin James var bara sjóðheitur hérna í byrjun og Shabazz var að reyna að „match-a“ það. En heilt yfir voru þeir bara að fá auðveldari og þægilegri skot. Shabazz var að taka svolítið villta þrista. Hann getur sett þá, en þetta eru ekki skot sem ég vil þurfa að treysta á í gegnum 40 mínútna körfuboltaleik,“ sagði Rúnar í leikslok. „Þegar þeir ná sínu áhlaupi ætlum við að fara að halda áfram í einhverjum villtum skotum sem býr svo bara til hraðar sóknir fyrir þá þar sem þeir refsa. Þá eru þeir komnir með smá forystu og við vorum einhvern veginn allan tímann fastir í að vera einhverjum tíu stigum undir.“ Njarðvíkingar náðu þó að minnka muninn niður í sex stig snemma í 3. leikhluta, en nær komst liðið ekki. „Á því augnabliki leið mér mjög vel. Mér fannst við vera búnir að hægja á sóknarleiknum þeirra og vorum að frákasta betur. Síðan koma nokkrar sóknir þar sem við erum að búa til fín skot. Dwayne fær einhver galopin þriggja stiga skot og Mario og Veigar líka. Boltinn bara fór ekki niður. Við hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot.“ „Svo kemur Haukur Helgi bara allt í einu og setur eitt í grímuna á okkur með höndina í andlitinu og þeir voru bara töffarar. Við þurfum að passa upp á andlega þáttinn. Að við höfum trú á þessu í 40 mínútur. Það er kannski stærsta áskorunin fyrir mig inn í leik þrjú að passa upp á að mínir menn átti sig á því að þetta eru smáatriði sem skilja á milli. Hvort sem það er í kvöld eða í leik eitt.“ Njarðvíkingar gerðu breytingu á liði sínu stuttu fyrir úrslitakeppnina og létu Evans Ganapamo fara frá liðinu. Rúnar segir að mögulega sé það að bíta Njarðvíkinga í rassinn. „Kannski er það að bíta okkur í rassinn því þetta er gert á eiginlega sama tíma og Isaiah Coddon meiðist, sem var búinn að spila vel í fjarveru lykilmanna í vetur. Við vitum það að við erum kannski ekki með dýpsta liðið og ég þarf kannski að finna einhverjar sniðugar róteringar.“ „En sú staðreynd að Evans hafi farið. Ég held að hann hefði ekki hjálpað okkur hér í kvöld. Með fullri virðingu fyrir hans hæfileikum. En miðað við á hvaða stað hann var kominn andlega þá hefði það ekki verið að fara með okkur eitthvað lengra hér í kvöld,“ sagði Rúnar að lokum.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira