„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. apríl 2025 22:15 Kjartan Atli Kjartansson greinir stöðuna í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, segir að góð vörn sinna manna hafi skilað liðinu sigri gegn Njarðvíkingum í kvöld. Álftanes er nú með pálmann í höndunum eftir ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Liðið leiðir nú einvígið 2-0. „Mér fannst vörnin vera mjög góð frá upphafi í kvöld. Þeir komast aðeins á vítalínuna og ég held að þeir hafi verið með sjö stig úr vítum af fyrstu þrettán. Khalil byrjar náttúrulega bara leikinn á því að setja þrjú víti. En mér fannst vörnin bara mjög flott og það var einbeitingastuðull í vörninni frá fyrstu sekúndu,“ sagði Kjartan í leikslok. Vörnin var þó ekki það eina sem var að virka hjá Álftnesingum í kvöld. Liðið skoraði 33 stig í 1. leikhluta og setti tóninn snemma. „Þegar þú mætir svona vörn eins og Njarðvíkurvörninni þar sem þeir eru mjög aggressívir þá þarf alltaf að finna eitthvað jafnvægi á milli þess að vera aggressívur og hreyfa boltann. Við vorum með það á bakvið eyrað. En svo eru þetta líka bara góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir og voru að spila fyrir hvorn annan og þá erum við bara að fá góð skot.“ Þá nefnir Kjartan aftur góðan varnarleik er hann var spurður út í hvað gerði það að verkum að liðið náði 20 stiga forskoti um miðjan 3. leikhluta. „Mér fannst vörnin læsast mjög vel þá. Svo vorum við óheppnir með nokkur villuköll og lentum í smá brasi með það. En þeir eru líka bara með virkilega gott lið. Ef við förum í smá körfuboltanördisma og skoðum tölfræðina í vetur þá er hún mjög hliðholl Njarðvík. Þeir eru með frábært sóknarlið og þeir voru ekkert að fara að hætta. Þeir komu bara til baka og gerðu það mjög vel.“ „En mér fannst við bara sýna seiglu og þrautsegju. Mættum aftur í fjórða og dempuðum leikinn aðeins niður.“ Hann segist þó ekki vera farinn að hugsa um næstu skref alveg strax, en Álftanes er nú aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögunni. „Eins og staðan er núna er maður bara ánægður með að hafa unnið þennan leik. Við ræðum það bara núna og þetta var flott. Svo á morgun setjumst við yfir þetta og greinum leikinn. Gerum okkur grein fyrir því í hvaða stöðu við erum í og hvernig þessi leikur spilaðist í raun og veru. Hvort það séu einhverjir nýir vinklar til að ráðast á eða hvað þeir voru að gera til að komast inn í leikinn. Þetta er bara eins og eftir fyrsta leik. Þetta er sería upp í þrjá og þetta var bara einn leikur. Leiðinlega svarið,“ sagði Kjartan Atli að lokum. Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Álftanes er nú með pálmann í höndunum eftir ellefu stiga sigur gegn Njarðvík í annarri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Liðið leiðir nú einvígið 2-0. „Mér fannst vörnin vera mjög góð frá upphafi í kvöld. Þeir komast aðeins á vítalínuna og ég held að þeir hafi verið með sjö stig úr vítum af fyrstu þrettán. Khalil byrjar náttúrulega bara leikinn á því að setja þrjú víti. En mér fannst vörnin bara mjög flott og það var einbeitingastuðull í vörninni frá fyrstu sekúndu,“ sagði Kjartan í leikslok. Vörnin var þó ekki það eina sem var að virka hjá Álftnesingum í kvöld. Liðið skoraði 33 stig í 1. leikhluta og setti tóninn snemma. „Þegar þú mætir svona vörn eins og Njarðvíkurvörninni þar sem þeir eru mjög aggressívir þá þarf alltaf að finna eitthvað jafnvægi á milli þess að vera aggressívur og hreyfa boltann. Við vorum með það á bakvið eyrað. En svo eru þetta líka bara góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir og voru að spila fyrir hvorn annan og þá erum við bara að fá góð skot.“ Þá nefnir Kjartan aftur góðan varnarleik er hann var spurður út í hvað gerði það að verkum að liðið náði 20 stiga forskoti um miðjan 3. leikhluta. „Mér fannst vörnin læsast mjög vel þá. Svo vorum við óheppnir með nokkur villuköll og lentum í smá brasi með það. En þeir eru líka bara með virkilega gott lið. Ef við förum í smá körfuboltanördisma og skoðum tölfræðina í vetur þá er hún mjög hliðholl Njarðvík. Þeir eru með frábært sóknarlið og þeir voru ekkert að fara að hætta. Þeir komu bara til baka og gerðu það mjög vel.“ „En mér fannst við bara sýna seiglu og þrautsegju. Mættum aftur í fjórða og dempuðum leikinn aðeins niður.“ Hann segist þó ekki vera farinn að hugsa um næstu skref alveg strax, en Álftanes er nú aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Íslandsmótsins í fyrsta sinn í sögunni. „Eins og staðan er núna er maður bara ánægður með að hafa unnið þennan leik. Við ræðum það bara núna og þetta var flott. Svo á morgun setjumst við yfir þetta og greinum leikinn. Gerum okkur grein fyrir því í hvaða stöðu við erum í og hvernig þessi leikur spilaðist í raun og veru. Hvort það séu einhverjir nýir vinklar til að ráðast á eða hvað þeir voru að gera til að komast inn í leikinn. Þetta er bara eins og eftir fyrsta leik. Þetta er sería upp í þrjá og þetta var bara einn leikur. Leiðinlega svarið,“ sagði Kjartan Atli að lokum.
Bónus-deild karla UMF Njarðvík UMF Álftanes Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira