Tveir létust í hjólreiðakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 11:02 Belgíska hjólreiðakeppnin Tour des Flandres er stór og vinsæl hjólreiðakeppni en daginn fyrir hana fer fram keppni áhugafólks sem fær að hjóla sömu leið og atvinnumennirnir. Getty/Dario Belingheri Tveir hjólreiðamenn létust í áhugamannahjólreiðakeppni í Belgíu í gær. Keppnin kallast We Ride Flanders og er tengd atvinnumannahjólreiðakeppninni Tour of Flanders. Flanders hjólreiðakeppnin er ein af stóru eins dags hjólreiðakeppnum heims, svokölluðum five monuments. Forráðamenn keppninnar sögðu frá því að tveir keppendur hefðu látist en fimmtán þúsund manns tóku þátt í áhugamannakeppninni í ár. Annar hjólreiðamaðurinn var Hollendingur sem datt illa í götuna þar sem hjólreiðafólkið fór upp erfiða brekku. Hinn hjólreiðamaðurinn var Frakki sem hneig niður í annarri þekktri brekku sem er einnig gerð úr hlöðnum götusteinum. Báðir aðilar fengu strax aðstoð og Frakkinn var fluttur í burtu í þyrlu. Því miður tókst ekki að bjarga lífi þeirra. Hjólreiðakeppnin hefur verið haldin frá árinu 1992 en aðeins einu sinni áður hafði keppandi látist í keppninni. Keppnin var ekki stöðvuð eftir atvikin heldur var leiðinni breytt og hjólreiðafólkinu því beint í aðra átt. Keppendur gátu farið sömu leið og er hjóluð í atvinnumannahjólreiðakeppninni. Þeir gátu valið að hjóla alls 229 kílómetra leið en það var líka möguleiki að hjóla bara 80 kílómetra. Tíu af fimmtán þúsundum þátttakendum voru erlendir ríkisborgarar. Það urðu fleiri atvik en sem betur fer ekki fleiri dauðaslys. Kona hneig einnig niður í keppninni og var flutt á sjúkrahús en með meðvitund. Keppandi féll og braut viðbeinið sitt og annar ökklabrotnaði. Það gekk því mikið á í keppninni. Un cauchemar. Deux cyclistes amateurs ont perdu la vie samedi suite à des malaises alors qu'ils participaient au Tour des Flandres cyclo-touristes à la veille de l'épreuve réservée aux professionnels, ont annoncé les organisateurs «We Ride Flanders». →https://t.co/hPRqNdbet7…— Le Figaro (@Le_Figaro) April 6, 2025 Hjólreiðar Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjá meira
Keppnin kallast We Ride Flanders og er tengd atvinnumannahjólreiðakeppninni Tour of Flanders. Flanders hjólreiðakeppnin er ein af stóru eins dags hjólreiðakeppnum heims, svokölluðum five monuments. Forráðamenn keppninnar sögðu frá því að tveir keppendur hefðu látist en fimmtán þúsund manns tóku þátt í áhugamannakeppninni í ár. Annar hjólreiðamaðurinn var Hollendingur sem datt illa í götuna þar sem hjólreiðafólkið fór upp erfiða brekku. Hinn hjólreiðamaðurinn var Frakki sem hneig niður í annarri þekktri brekku sem er einnig gerð úr hlöðnum götusteinum. Báðir aðilar fengu strax aðstoð og Frakkinn var fluttur í burtu í þyrlu. Því miður tókst ekki að bjarga lífi þeirra. Hjólreiðakeppnin hefur verið haldin frá árinu 1992 en aðeins einu sinni áður hafði keppandi látist í keppninni. Keppnin var ekki stöðvuð eftir atvikin heldur var leiðinni breytt og hjólreiðafólkinu því beint í aðra átt. Keppendur gátu farið sömu leið og er hjóluð í atvinnumannahjólreiðakeppninni. Þeir gátu valið að hjóla alls 229 kílómetra leið en það var líka möguleiki að hjóla bara 80 kílómetra. Tíu af fimmtán þúsundum þátttakendum voru erlendir ríkisborgarar. Það urðu fleiri atvik en sem betur fer ekki fleiri dauðaslys. Kona hneig einnig niður í keppninni og var flutt á sjúkrahús en með meðvitund. Keppandi féll og braut viðbeinið sitt og annar ökklabrotnaði. Það gekk því mikið á í keppninni. Un cauchemar. Deux cyclistes amateurs ont perdu la vie samedi suite à des malaises alors qu'ils participaient au Tour des Flandres cyclo-touristes à la veille de l'épreuve réservée aux professionnels, ont annoncé les organisateurs «We Ride Flanders». →https://t.co/hPRqNdbet7…— Le Figaro (@Le_Figaro) April 6, 2025
Hjólreiðar Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjá meira