Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2025 21:31 Antonio Rüdiger þótti fara yfir strikið með þessum tilburðum sínum og fékk sekt. Getty/Pedro Loureiro Madridingar anda léttar í aðdraganda einvígisins við Arsenal í Meistaradeild Evrópu, eftir að UEFA ákvað að setja engan af leikmönnum Real Madrid í bann. Þrír þeirra þurfa hins vegar að greiða sekt og tveir fengu skilorðsbundið bann. Antonio Rüdiger, Kylian Mbappé og Dani Ceballos þurfa að greiða sektir, misháar, vegna hegðunar sinnar eftir að Real Madrid sló út Atlético Madrid í vítaspyrnukeppni og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þóttu þeir fara yfir strikið í fögnuði sínum á Metropolitano-leikvangi Atlético. Fyrri leikurinn við Arsenal er næsta þriðjudag og nú er ljóst að enginn leikmannanna sem til rannsóknar voru þarf að taka þar út leikbann. Rüdiger og Mbappé fengu þó eins leiks skilorðsbundið bann en þurfa ekki að taka það út nema að þeir brjóti aftur af sér innan árs. Auk þeirra þriggja sem nefndir eru hér að ofan var Vinicius Junior einnig til rannsóknar en hann fékk hvorki leikbann né sekt. Madridingar óttuðust helst að Rüdiger fengi leikbann en hann fékk hæstu sektina, eða 40.000 evrur (um 5,7 milljónir króna), fyrir ógnandi hegðun með því að hafa dregið fingur eftir hálsi sínum líkt og um hótun um að skera einhvern á háls væri að ræða. Mbappé fékk 30.000 evru sekt (um 4,3 milljónir króna) en hann þótti hafa gripið um millifótakonfekt sitt með vafasömum hætti. Ceballos mun einnig hafa sýnt óæskilega hegðun og hlaut hann 20.000 evru sekt (um 2,9 milljónir króna). Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjá meira
Antonio Rüdiger, Kylian Mbappé og Dani Ceballos þurfa að greiða sektir, misháar, vegna hegðunar sinnar eftir að Real Madrid sló út Atlético Madrid í vítaspyrnukeppni og komst í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þóttu þeir fara yfir strikið í fögnuði sínum á Metropolitano-leikvangi Atlético. Fyrri leikurinn við Arsenal er næsta þriðjudag og nú er ljóst að enginn leikmannanna sem til rannsóknar voru þarf að taka þar út leikbann. Rüdiger og Mbappé fengu þó eins leiks skilorðsbundið bann en þurfa ekki að taka það út nema að þeir brjóti aftur af sér innan árs. Auk þeirra þriggja sem nefndir eru hér að ofan var Vinicius Junior einnig til rannsóknar en hann fékk hvorki leikbann né sekt. Madridingar óttuðust helst að Rüdiger fengi leikbann en hann fékk hæstu sektina, eða 40.000 evrur (um 5,7 milljónir króna), fyrir ógnandi hegðun með því að hafa dregið fingur eftir hálsi sínum líkt og um hótun um að skera einhvern á háls væri að ræða. Mbappé fékk 30.000 evru sekt (um 4,3 milljónir króna) en hann þótti hafa gripið um millifótakonfekt sitt með vafasömum hætti. Ceballos mun einnig hafa sýnt óæskilega hegðun og hlaut hann 20.000 evru sekt (um 2,9 milljónir króna).
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjá meira