Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2025 09:03 Yassine Cheuko fer yfir málin með Antonela Roccuzzo, eiginkonu Messi, á leik Inter Miami. Lífvörðurinn hefur sagt að sér líði eins og einum af fjölskyldunni og að hann finni fyrir miklu trausti frá Messi. Getty/Megan Briggs Yassine Cheuko, hinn grjótharði lífvörður Lionels Messi, má ekki lengur passa upp á hann á leikjum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta. Frá því að Messi kom til Bandaríkjanna og hóf að spila fyrir Inter Miami árið 2023 þá hefur Cheuko verið til taks á öllum leikjum, tilbúinn að tækla fólk sem hleypur inn á völlinn til að komast í tæri við mögulega besta leikmann sögunnar. @espn He took off 😳 (via @Major League Soccer on Apple TV) #messi #futbol #soccer ♬ original sound - ESPN Þannig hefur Cheuko reglulega komist í fréttirnar fyrir að góma fólk sem ætlar að ná til Messi í miðjum leik en svoleiðis verður það ekki áfram. Cheuko greinir nefnilega frá því í þættinum House of Highlights að MLS-deildin sé búin að taka fyrir það að hann megi vera við völlinn og hlaupa inn á. „Þeir leyfa ekki lengur að ég sé á vellinum,“ segir Cheuko sem telur það augljós mistök vegna þess hve margir virðist sífellt ná að finna sér leið inn á völlinn. „Þetta er risavandamál hérna“ „Ég vann í sjö ár í frönsku deildinni og Meistaradeild Evrópu og í heild ruddust sex manns inn á völlinn. Eftir að ég kom til Bandaríkjanna, á tuttugu mánuðum, hafa nú þegar sextán manns komist inn á völlinn. Þetta er risavandamál hérna. Ég er ekki vandamálið. Leyfið mér að hjálpa Messi,“ segir Cheuko. „Ég elska MLS og CONCACAF en við verðum að vinna saman. Ég elska að hjálpa. Ég tel mig ekki betri en aðra en ég er með afar mikla reynslu úr Evrópu. En þetta er í lagi. Þeirra ákvörðun en ég held að við gætum gert betur,“ segir Cheuko. Eftir að hafa verið að glíma við meiðsli sneri Messi aftur til leiks í síðasta leik Inter Miami og skoraði þá í 2-1 sigri gegn Philadelphia Union eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann gæti spilað í 8-liða úrslitum CONCACAF Champions Cup á morgun, gegn LAFC. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Frá því að Messi kom til Bandaríkjanna og hóf að spila fyrir Inter Miami árið 2023 þá hefur Cheuko verið til taks á öllum leikjum, tilbúinn að tækla fólk sem hleypur inn á völlinn til að komast í tæri við mögulega besta leikmann sögunnar. @espn He took off 😳 (via @Major League Soccer on Apple TV) #messi #futbol #soccer ♬ original sound - ESPN Þannig hefur Cheuko reglulega komist í fréttirnar fyrir að góma fólk sem ætlar að ná til Messi í miðjum leik en svoleiðis verður það ekki áfram. Cheuko greinir nefnilega frá því í þættinum House of Highlights að MLS-deildin sé búin að taka fyrir það að hann megi vera við völlinn og hlaupa inn á. „Þeir leyfa ekki lengur að ég sé á vellinum,“ segir Cheuko sem telur það augljós mistök vegna þess hve margir virðist sífellt ná að finna sér leið inn á völlinn. „Þetta er risavandamál hérna“ „Ég vann í sjö ár í frönsku deildinni og Meistaradeild Evrópu og í heild ruddust sex manns inn á völlinn. Eftir að ég kom til Bandaríkjanna, á tuttugu mánuðum, hafa nú þegar sextán manns komist inn á völlinn. Þetta er risavandamál hérna. Ég er ekki vandamálið. Leyfið mér að hjálpa Messi,“ segir Cheuko. „Ég elska MLS og CONCACAF en við verðum að vinna saman. Ég elska að hjálpa. Ég tel mig ekki betri en aðra en ég er með afar mikla reynslu úr Evrópu. En þetta er í lagi. Þeirra ákvörðun en ég held að við gætum gert betur,“ segir Cheuko. Eftir að hafa verið að glíma við meiðsli sneri Messi aftur til leiks í síðasta leik Inter Miami og skoraði þá í 2-1 sigri gegn Philadelphia Union eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Hann gæti spilað í 8-liða úrslitum CONCACAF Champions Cup á morgun, gegn LAFC.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira