Bronshafi á ÓL kom út úr skápnum Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2025 13:30 Yared Nuguse vann brons á Ólympíuleikunum í París í fyrra. Getty/Kevin Voigt Bandaríski hlauparinn Yared Nuguse, sem til að mynda hefur keppt við Íslandsmethafann Baldvin Þór Magnússon á hlaupabrautinni, greindi frá því opinberlega í gær að hann væri samkynhneigður. Nuguse er einn fremsti millivegalengdahlaupari heims og vann til að mynda bronsverðlaun í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra auk silfurs í 3.000 metra hlaupi á HM innanhúss. Hann kynnti kærasta sinn Julian á Instagram-síðu sinni í gær og birti myndir af þeim saman. „Ég trúi ekki að við séum þegar búnir að vera saman í eitt ár ástin mín,“ skrifaði Nuguse og bætti við í sviga: „Ekki látast vera svona hissa“. View this post on Instagram A post shared by Yared Nuguse (@yaredthegoose) Á meðal þeirra sem óskað hafa Nuguse til hamingju er Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, einn helsti keppinautur Bandaríkjamannsins. Nuguse var nýverið í viðtali við Athletics Weekly þar sem hann sagðist hafa sett sér það markmið fyrir árið 2025 að vera hann sjálfur, á allan hátt. „Ég hef oft haldið mig til hlés eða ekki verið alveg opinskár með það hver ég er í raun og veru, bara vegna þess að ég var stressaður yfir því hvað öðru fólki fyndist. En síðustu ár og sérstaklega á þessu ári vil ég vera algjörlega ég sjálfur, gera það sem ég sjálfur vil gera, ekki hugsa um hvað öðru fólki finnst heldur vera bara ég sjálfur því ég er sá eini sem getur verið ég,“ sagði Nuguse. Í viðtalinu kom einnig fram að Nuguse hefði ýmislegt annað en hlaup á stefnuskrá sinni í framtíðinni. Eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 2028 væri markmiðið til að mynda að læra til tannlæknis. Nuguse á heimsmetið í míluhlaupi innanhúss sem hann setti í New York í febrúar þegar hann hljóp á 3:46,63 mínútum. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira
Nuguse er einn fremsti millivegalengdahlaupari heims og vann til að mynda bronsverðlaun í 1.500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París í fyrra auk silfurs í 3.000 metra hlaupi á HM innanhúss. Hann kynnti kærasta sinn Julian á Instagram-síðu sinni í gær og birti myndir af þeim saman. „Ég trúi ekki að við séum þegar búnir að vera saman í eitt ár ástin mín,“ skrifaði Nuguse og bætti við í sviga: „Ekki látast vera svona hissa“. View this post on Instagram A post shared by Yared Nuguse (@yaredthegoose) Á meðal þeirra sem óskað hafa Nuguse til hamingju er Norðmaðurinn Jakob Ingebrigtsen, einn helsti keppinautur Bandaríkjamannsins. Nuguse var nýverið í viðtali við Athletics Weekly þar sem hann sagðist hafa sett sér það markmið fyrir árið 2025 að vera hann sjálfur, á allan hátt. „Ég hef oft haldið mig til hlés eða ekki verið alveg opinskár með það hver ég er í raun og veru, bara vegna þess að ég var stressaður yfir því hvað öðru fólki fyndist. En síðustu ár og sérstaklega á þessu ári vil ég vera algjörlega ég sjálfur, gera það sem ég sjálfur vil gera, ekki hugsa um hvað öðru fólki finnst heldur vera bara ég sjálfur því ég er sá eini sem getur verið ég,“ sagði Nuguse. Í viðtalinu kom einnig fram að Nuguse hefði ýmislegt annað en hlaup á stefnuskrá sinni í framtíðinni. Eftir Ólympíuleikana í Los Angeles 2028 væri markmiðið til að mynda að læra til tannlæknis. Nuguse á heimsmetið í míluhlaupi innanhúss sem hann setti í New York í febrúar þegar hann hljóp á 3:46,63 mínútum.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Fleiri fréttir Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Sjá meira