„Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2025 19:31 Stefán Teitur Þórðarson ræddi við Stöð 2 Sport strax eftir leik í kvöld. Stöð 2 Sport „Mér fannst þeir vera yfir í flestöllu af þessu einfalda. Keyrðu svolítið yfir okkur á því. Tilfinningarnar eru ömurlegar,“ segir Stefán Teitur Þórðarson sem óvænt lék sem miðvörður í fyrri hálfleik gegn Kósovó í kvöld. Viðtalið við Stefán má sjá hér að neðan. Klippa: Stefán Teitur eftir tapið gegn Kósóvó Ísland var 2-1 undir í hálfleik og tapaði leiknum 3-1, og því einvíginu samtals 5-2. Því spilar liðið í C-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Stefán Teitur er ekki vanur miðvörður en var skellt í miðja vörn Íslands í kvöld. Hvernig horfir varnarframmistaða liðsins við honum? „Hún er ekki góð þegar við fáum á okkur þrjú mörk. Mér finnst það ekki skipta máli þannig séð hvort ég sé að spila sem hafsent í fyrsta skipti eða ekki. Ég spila sem djúpur miðjumaður og á að geta leyst þetta hlutverk betur en ég gerði í dag. Ég spila bara þar sem Arnar segir mér að spila,“ segir Stefán í viðtali við Aron Guðmundsson sem sjá má hér að ofan. „Þriðja markið þeirra er bara soft. Við eigum að koma boltanum í burtu. Boltinn dettur inn í okkar markteig og það á aldrei mótherji að geta náð honum þar. Fyrsta markið er þegar ég tek góða tæklingu, droppa svo og reyni að kalla Bjarka út en það verður misskilningur á milli okkar og þeir fá gott hlaup þar inn. Síðan fer boltinn í takkana á Þóri þegar Sverrir stendur bakvið hann og er að fara að bomba í burtu. Við þurfum að fara í þessar stöður sem við erum settir í, gefa allt okkar hjarta og útlimi fyrir þjóðina, en því miður gekk það ekki upp í dag,“ segir Stefán Teitur. Leikirnir við Kósovó voru þeir fyrstu hjá Íslandi undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hvað segir Stefán eftir þessa frumraun? „Ég horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið. Mér finnst Arnar hafa komið virkilega ferskur inn með þær hugmyndir sem hann hefur komið með. Við erum allir mjög spenntir en því miður sást það ekki í frammistöðunni í dag. Við horfum á þessa æfingaleiki í sumar við mjög sterkar þjóðir, physical þjóðir, sem góðan undirbúning fyrir haustið þegar við þurfum að gjöra svo vel og standa okkur,“ segir Stefán en Ísland mætir Skotlandi og Norður-Írlandi ytra í júní og svo er undankeppni HM í haust. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09 „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Viðtalið við Stefán má sjá hér að neðan. Klippa: Stefán Teitur eftir tapið gegn Kósóvó Ísland var 2-1 undir í hálfleik og tapaði leiknum 3-1, og því einvíginu samtals 5-2. Því spilar liðið í C-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Stefán Teitur er ekki vanur miðvörður en var skellt í miðja vörn Íslands í kvöld. Hvernig horfir varnarframmistaða liðsins við honum? „Hún er ekki góð þegar við fáum á okkur þrjú mörk. Mér finnst það ekki skipta máli þannig séð hvort ég sé að spila sem hafsent í fyrsta skipti eða ekki. Ég spila sem djúpur miðjumaður og á að geta leyst þetta hlutverk betur en ég gerði í dag. Ég spila bara þar sem Arnar segir mér að spila,“ segir Stefán í viðtali við Aron Guðmundsson sem sjá má hér að ofan. „Þriðja markið þeirra er bara soft. Við eigum að koma boltanum í burtu. Boltinn dettur inn í okkar markteig og það á aldrei mótherji að geta náð honum þar. Fyrsta markið er þegar ég tek góða tæklingu, droppa svo og reyni að kalla Bjarka út en það verður misskilningur á milli okkar og þeir fá gott hlaup þar inn. Síðan fer boltinn í takkana á Þóri þegar Sverrir stendur bakvið hann og er að fara að bomba í burtu. Við þurfum að fara í þessar stöður sem við erum settir í, gefa allt okkar hjarta og útlimi fyrir þjóðina, en því miður gekk það ekki upp í dag,“ segir Stefán Teitur. Leikirnir við Kósovó voru þeir fyrstu hjá Íslandi undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hvað segir Stefán eftir þessa frumraun? „Ég horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið. Mér finnst Arnar hafa komið virkilega ferskur inn með þær hugmyndir sem hann hefur komið með. Við erum allir mjög spenntir en því miður sást það ekki í frammistöðunni í dag. Við horfum á þessa æfingaleiki í sumar við mjög sterkar þjóðir, physical þjóðir, sem góðan undirbúning fyrir haustið þegar við þurfum að gjöra svo vel og standa okkur,“ segir Stefán en Ísland mætir Skotlandi og Norður-Írlandi ytra í júní og svo er undankeppni HM í haust.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09 „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Sjá meira
Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09
„Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49