„Ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. mars 2025 22:26 Arnar segir unga leikmenn liðsins þurfa að læra að hafa stjórn á leikjum. stöð 2 sport Arnar Gunnlaugsson var ánægður með margt sem hann sá í sínum fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands en segir fyrstu fimmtán mínútur seinni hálfleiks hafa verið „algjöra hörmung“. Frammistaðan gefi þó ljós fyrir framhaldið, en ungir leikmenn verði að læra hratt að hafa stjórn á leikjum. „Það var margt jákvætt í þessu og líka einhver mistök, eins og við mátti búast. Mér fannst fyrri hálfleikur bara nokkuð solid, gerðum mjög flott mark að mínu mati. Gott uppspil og vel klárað hjá fyrirliðanum okkar. Við höfðum ágætis stjórn á hlutunum en í seinni hálfleik, fyrsta korterið var algjör hörmung. Deyfð yfir mönnum og við vorum ekki nógu aggressívir… Maður hálf partinn beið eftir markinu þeirra. Svo fengu bæði lið einhver færi en tap varð niðurstaðan, sem er svekkjandi en þetta er bara fyrri leikur og vonandi náum við betri úrslitum á sunnudaginn.“ Skilaboðin skýr eftir leik Arnar segir skilaboðin til sinna manna eftir leik hafa verið skýr, þetta væri bara fyrri leikurinn og það mætti ekki láta deigan síga. Hann sagði strákana okkar þurfa að hafa betri stjórn á þeim leik. „Ég var ánægður með að við þorðum að spila og vorum að hreyfa þá ágætlega. Svo kom gamla góða, íslenska, elementið í upphafi seinni hálfleiks… Náðum bara engri stjórn á leiknum og þetta er akkúrat það game management sem ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt.“ Ánægður með þríeykið Arnar stillti upp þriggja manna varnarlínu með reynsluboltana Sverri Inga, Guðlaug Victor og Aron Einar. Mögulega verða aðrir leikmenn kallaðir inn í hópinn fyrir næsta leik. „Við þurfum að skoða það á eftir, hvernig menn komast undir þessum leik en mér fannst þessir þrír standa sig mjög vel.“ Möguleikar Íslands fyrir seinni leikinn „Mín reynsla af alþjóðafótbolta er að útileikir eru mjög erfiðir. Núna fáum við heimaleik. Reynum að breyta og fá aðeins ferskari lappir inn, rótera liðinu aðeins. Mér fannst varamennirnir koma sterkir inn í dag. Við erum með stóran og sterkan hóp… Í tveggja leikja einvígi snýst þetta bara um að komast áfram en ég bað um fyrir leik að frammistaðan myndi gefa okkur smá ljós upp á framhaldið og það voru margir jákvæðir hlutir“ sagði Arnar um möguleika Íslands í einvíginu, fyrir næsta leik sem fer fram á sunnudaginn. Góða tilfinningin fljót að fara „Alltaf glatað að tapa. Maður hatar að tapa… Að heyra þjóðsönginn í fyrsta skipti sem þjálfari Íslands var gríðarlega sterk og góð, en hún er fljót að fara þegar liðið tapar leikjum“ sagði Arnar að lokum, um sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Sjá meira
„Það var margt jákvætt í þessu og líka einhver mistök, eins og við mátti búast. Mér fannst fyrri hálfleikur bara nokkuð solid, gerðum mjög flott mark að mínu mati. Gott uppspil og vel klárað hjá fyrirliðanum okkar. Við höfðum ágætis stjórn á hlutunum en í seinni hálfleik, fyrsta korterið var algjör hörmung. Deyfð yfir mönnum og við vorum ekki nógu aggressívir… Maður hálf partinn beið eftir markinu þeirra. Svo fengu bæði lið einhver færi en tap varð niðurstaðan, sem er svekkjandi en þetta er bara fyrri leikur og vonandi náum við betri úrslitum á sunnudaginn.“ Skilaboðin skýr eftir leik Arnar segir skilaboðin til sinna manna eftir leik hafa verið skýr, þetta væri bara fyrri leikurinn og það mætti ekki láta deigan síga. Hann sagði strákana okkar þurfa að hafa betri stjórn á þeim leik. „Ég var ánægður með að við þorðum að spila og vorum að hreyfa þá ágætlega. Svo kom gamla góða, íslenska, elementið í upphafi seinni hálfleiks… Náðum bara engri stjórn á leiknum og þetta er akkúrat það game management sem ungu leikmennirnir þurfa að læra og læra mjög fljótt.“ Ánægður með þríeykið Arnar stillti upp þriggja manna varnarlínu með reynsluboltana Sverri Inga, Guðlaug Victor og Aron Einar. Mögulega verða aðrir leikmenn kallaðir inn í hópinn fyrir næsta leik. „Við þurfum að skoða það á eftir, hvernig menn komast undir þessum leik en mér fannst þessir þrír standa sig mjög vel.“ Möguleikar Íslands fyrir seinni leikinn „Mín reynsla af alþjóðafótbolta er að útileikir eru mjög erfiðir. Núna fáum við heimaleik. Reynum að breyta og fá aðeins ferskari lappir inn, rótera liðinu aðeins. Mér fannst varamennirnir koma sterkir inn í dag. Við erum með stóran og sterkan hóp… Í tveggja leikja einvígi snýst þetta bara um að komast áfram en ég bað um fyrir leik að frammistaðan myndi gefa okkur smá ljós upp á framhaldið og það voru margir jákvæðir hlutir“ sagði Arnar um möguleika Íslands í einvíginu, fyrir næsta leik sem fer fram á sunnudaginn. Góða tilfinningin fljót að fara „Alltaf glatað að tapa. Maður hatar að tapa… Að heyra þjóðsönginn í fyrsta skipti sem þjálfari Íslands var gríðarlega sterk og góð, en hún er fljót að fara þegar liðið tapar leikjum“ sagði Arnar að lokum, um sinn fyrsta leik sem landsliðsþjálfari Íslands. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Fleiri fréttir Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Sjá meira