Khelif óttast ekki Trump: „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína“ Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2025 11:01 Imane Khelif smellir kossi á Ólympíugullið sitt í París. AP/John Locher Hnefaleikakonan Imane Khelif er staðráðin í að verja Ólympíumeistaratitilinn í Bandaríkjunum 2028 og lætur forseta landsins, Donald Trump, ekki ógna sér með sinni stefnu og fölsku fullyrðingum um að hún sé karlmaður. Hin 25 ára Khelif, sem er frá Alsír, vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar en þurfti um leið að þola alls konar háðsglósur og rangar fullyrðingar um að hún væri karlmaður eða trans kona. Á meðal þeirra sem breiddu út lygar um Khelif voru rithöfundurinn J.K. Rowling, auðkýfingurinn Elon Musk og núverandi Bandaríkjaforseti Trump sem í kosningabaráttu sinni sagði Khelif vera karlmann sem hefði breytt sér í konu. „Þau töluðu um mig án þess að hafa staðreyndirnar á hreinu. Það var áfall fyrir mig. Þau töluðu án þess að hafa neinar áreiðanlegar upplýsingar,“ segir Khelif. Alsírbúar fylgdust spenntir með þegar Imane Khelif keppti um gullverðlaunin á ÓL í París. Hún segir umræðu byggða á röngum upplýsingum um kyn sitt hafa haft mikil áhrif á þjóðina.AP/Anis Belghoul Trump verður að óbreyttu enn forseti þegar Ólympíuleikarnir í Los Angeles verða haldnir en Khelif segist í einkaviðtali við ITV, sem birt verður í kvöld, ekki hafa neitt að óttast. „Ég skal tala hreint út. Forseti Bandaríkjanna tók ákvörðun um stefnu varðandi trans fólk í Bandaríkjunum. Ég er ekki trans. Þetta hefur ekki áhrif á mig og veldur mér ekki ótta. Það er svarið mitt,“ segir Khelif í viðtalinu eftir að hafa ítrekað að hún stefni á önnur gullverðlaun í Los Angeles. Khelif said she hopes to retain her gold medal at the Los Angeles Olympics in 2028, and would not be "intimidated" by President Trump, who called her "a good male boxer" last year.Full story: https://t.co/csppnnviEO pic.twitter.com/1j8gcFcZgM— ITV News (@itvnews) March 18, 2025 Þar segir hún einnig að falsfréttaumræðan í kringum þátttöku hennar á Ólympíuleikunum hafi haft mikil áhrif á fólkið sem standi henni næst. „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína. Hún fór á spítalann nánast daglega. Ættingjar mínir fundu einnig fyrir þessu og þetta bitnaði á allri alsírsku þjóðinni. Þetta gekk lengra en að vera eitthvert íþróttamál eða keppni. Þetta þróaðist út í risastóra fjölmiðlaherferð,“ segir Khelif og bætir við að þetta hafi reynst afar erfitt. Box Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46 Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun. 18. febrúar 2025 08:02 Boxstjórnandi sem hleypti upp Ólympíuleikum nátengdur Kreml Siðafár sem var búið til í kringum tvær hnefaleikakonur á Ólympíuleikunum í sumar var runnið undan rifjum sambands sem lýtur stjórn rússnesks glæpamanns með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml. Rússland var meinuð þátttaka á leikunum og er sagt hafa viljað hleypa þeim upp af þeim sökum. 23. október 2024 07:02 Hnefaleikakonan höfðar mál gegn J.K. Rowling og Elon Musk Nýr Ólympíumeistari í hnefaleikum kvenna mun leita réttar síns vegna þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu á meðan Ólympíuleikunum stóð. 14. ágúst 2024 06:31 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Fram - Haukar | Hörkuleikur á heimavelli meistaranna Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Sjá meira
Hin 25 ára Khelif, sem er frá Alsír, vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París síðasta sumar en þurfti um leið að þola alls konar háðsglósur og rangar fullyrðingar um að hún væri karlmaður eða trans kona. Á meðal þeirra sem breiddu út lygar um Khelif voru rithöfundurinn J.K. Rowling, auðkýfingurinn Elon Musk og núverandi Bandaríkjaforseti Trump sem í kosningabaráttu sinni sagði Khelif vera karlmann sem hefði breytt sér í konu. „Þau töluðu um mig án þess að hafa staðreyndirnar á hreinu. Það var áfall fyrir mig. Þau töluðu án þess að hafa neinar áreiðanlegar upplýsingar,“ segir Khelif. Alsírbúar fylgdust spenntir með þegar Imane Khelif keppti um gullverðlaunin á ÓL í París. Hún segir umræðu byggða á röngum upplýsingum um kyn sitt hafa haft mikil áhrif á þjóðina.AP/Anis Belghoul Trump verður að óbreyttu enn forseti þegar Ólympíuleikarnir í Los Angeles verða haldnir en Khelif segist í einkaviðtali við ITV, sem birt verður í kvöld, ekki hafa neitt að óttast. „Ég skal tala hreint út. Forseti Bandaríkjanna tók ákvörðun um stefnu varðandi trans fólk í Bandaríkjunum. Ég er ekki trans. Þetta hefur ekki áhrif á mig og veldur mér ekki ótta. Það er svarið mitt,“ segir Khelif í viðtalinu eftir að hafa ítrekað að hún stefni á önnur gullverðlaun í Los Angeles. Khelif said she hopes to retain her gold medal at the Los Angeles Olympics in 2028, and would not be "intimidated" by President Trump, who called her "a good male boxer" last year.Full story: https://t.co/csppnnviEO pic.twitter.com/1j8gcFcZgM— ITV News (@itvnews) March 18, 2025 Þar segir hún einnig að falsfréttaumræðan í kringum þátttöku hennar á Ólympíuleikunum hafi haft mikil áhrif á fólkið sem standi henni næst. „Þetta hafði djúpstæð áhrif á mömmu mína. Hún fór á spítalann nánast daglega. Ættingjar mínir fundu einnig fyrir þessu og þetta bitnaði á allri alsírsku þjóðinni. Þetta gekk lengra en að vera eitthvert íþróttamál eða keppni. Þetta þróaðist út í risastóra fjölmiðlaherferð,“ segir Khelif og bætir við að þetta hafi reynst afar erfitt.
Box Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Tengdar fréttir Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46 Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun. 18. febrúar 2025 08:02 Boxstjórnandi sem hleypti upp Ólympíuleikum nátengdur Kreml Siðafár sem var búið til í kringum tvær hnefaleikakonur á Ólympíuleikunum í sumar var runnið undan rifjum sambands sem lýtur stjórn rússnesks glæpamanns með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml. Rússland var meinuð þátttaka á leikunum og er sagt hafa viljað hleypa þeim upp af þeim sökum. 23. október 2024 07:02 Hnefaleikakonan höfðar mál gegn J.K. Rowling og Elon Musk Nýr Ólympíumeistari í hnefaleikum kvenna mun leita réttar síns vegna þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu á meðan Ólympíuleikunum stóð. 14. ágúst 2024 06:31 Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Fram - Haukar | Hörkuleikur á heimavelli meistaranna Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Aldarfjórðungur síðan Vala vann bronsið Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Dagskráin: Íslendingaslagur í Evrópu, spennan magnast í Bestu og hitað upp fyrir Ryder bikarinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Sjá meira
Utan vallar: Þegar mektarfólk lætur sig kvennaíþróttir varða Stórfurðulegt mál frá Ólympíuleikunum í París er skyndilega eitt það umtalaðasta er varðar íþróttir kvenna í áraraðir. Sjaldan hafa samfélagsmiðlar blásið eins mikið upp í kringum einvígi á íþróttavelli sem stóð í 46 sekúndur. Og umræðan að stóru leyti byggð á ranghugmyndum og ósannindum. 2. ágúst 2024 11:46
Bann trans kvenna vegna fordóma fremur en öryggis Stjórnarkona hjá bæði ÍSÍ og jafnréttisnefnd Ólympíunefndar Evrópu segir bann Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, við þátttöku trans kvenna í íþróttum áhyggjuefni. Íslenska íþróttahreyfingin eigi að standa með inngildingu fremur en útilokun. 18. febrúar 2025 08:02
Boxstjórnandi sem hleypti upp Ólympíuleikum nátengdur Kreml Siðafár sem var búið til í kringum tvær hnefaleikakonur á Ólympíuleikunum í sumar var runnið undan rifjum sambands sem lýtur stjórn rússnesks glæpamanns með náin tengsl við stjórnvöld í Kreml. Rússland var meinuð þátttaka á leikunum og er sagt hafa viljað hleypa þeim upp af þeim sökum. 23. október 2024 07:02
Hnefaleikakonan höfðar mál gegn J.K. Rowling og Elon Musk Nýr Ólympíumeistari í hnefaleikum kvenna mun leita réttar síns vegna þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu á meðan Ólympíuleikunum stóð. 14. ágúst 2024 06:31