Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 12:21 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni sem þjálfari Víkings en nú styttist í fyrsta landsleik Íslands undir hans stjórn. Vísir/Anton Brink Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segist ekki hafa áttað sig á því hversu tímafrekt starfið yrði. Líkt og hjá félagsliðum virðist vanta fleiri klukkustundir í sólarhringinn. Arnar tók við landsliðinu í janúar en hann hafði verið þjálfari Víkings frá árinu 2018 og raðað þar inn titlum. Landsliðsþjálfarastarfið er frábrugðið af því að minna er um æfingar og leiki. Hann segir vinnuna alls ekki vera minni en í Víkinni. Síðustu vikur hafa farið í það að ræða málin við leikmenn og komast að niðurstöðu varðandi fyrsta landsliðshópinn sem hann kynnti svo í vikunni yfir komandi leiki við Kósóvo í umspili Þjóðadeildar Evrópu. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnar og spurði hann út í hvað hann hafi verið að gera fyrstu vikurnar í nýja starfinu. „Þetta er miklu erfiðara starf en maður heldur hvað varðar tímafaktorinn og að skipuleggja tímann sinn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Þú heldur þegar það eru þrír mánuðir í leik að það sé nægur tími til stefnu. Svo byrja dagarnir að tikka. Þú verður því að vera vel skipulagður og mitt helsta hlutverk er bara að fylgjast vel með leikmönnum og sjá hvar þeir eru staddir í hvert skipti,“ sagði Arnar. „Sjá til þess að hópurinn sem á endanum er valinn sé í góðu jafnvægi. Að menn séu nokkuð fit. Í draumastöðu væru allir að spila, allir í byrjunarliði og allir lykilmenn í sínum félagsliðum. Svo er bara ekki raunin hjá svona þjóð eins og Íslandi,“ sagði Arnar. „Þá ferðu í það næstbesta að þeir séu í góði andlegu jafnvægi og ekki búnir að vera meiddir lengir og þar fram eftir götunum. Þetta er heljarinnar púsluspil sem er krefjandi og skemmtilegt,“ sagði Arnar en hvernig er hefðbundinn dagur hjá Arnari? „Ég er bara að gera það sama og í Víkinni. Stundum mæti ég á skrifstofuna, stundum er ég að vinna á kaffistofum og stundum er ég að vinna heima. Þetta er ekki níu til fimm vinna og þú getur verið að vinna langt fram eftir kvöldi. Tekið þér frí fyrir hádegi og verið fram að miðnætti,“ sagði Arnar. „Þetta er bara sveigjanlegt starf en mín reynsla af þessu er að þú þarft fleiri klukkutíma í sólarhringinn til þess að gera sinnt þessu almennilega,“ sagði Arnar en það má sjá frétt Vals hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Arnar tók við landsliðinu í janúar en hann hafði verið þjálfari Víkings frá árinu 2018 og raðað þar inn titlum. Landsliðsþjálfarastarfið er frábrugðið af því að minna er um æfingar og leiki. Hann segir vinnuna alls ekki vera minni en í Víkinni. Síðustu vikur hafa farið í það að ræða málin við leikmenn og komast að niðurstöðu varðandi fyrsta landsliðshópinn sem hann kynnti svo í vikunni yfir komandi leiki við Kósóvo í umspili Þjóðadeildar Evrópu. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnar og spurði hann út í hvað hann hafi verið að gera fyrstu vikurnar í nýja starfinu. „Þetta er miklu erfiðara starf en maður heldur hvað varðar tímafaktorinn og að skipuleggja tímann sinn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Þú heldur þegar það eru þrír mánuðir í leik að það sé nægur tími til stefnu. Svo byrja dagarnir að tikka. Þú verður því að vera vel skipulagður og mitt helsta hlutverk er bara að fylgjast vel með leikmönnum og sjá hvar þeir eru staddir í hvert skipti,“ sagði Arnar. „Sjá til þess að hópurinn sem á endanum er valinn sé í góðu jafnvægi. Að menn séu nokkuð fit. Í draumastöðu væru allir að spila, allir í byrjunarliði og allir lykilmenn í sínum félagsliðum. Svo er bara ekki raunin hjá svona þjóð eins og Íslandi,“ sagði Arnar. „Þá ferðu í það næstbesta að þeir séu í góði andlegu jafnvægi og ekki búnir að vera meiddir lengir og þar fram eftir götunum. Þetta er heljarinnar púsluspil sem er krefjandi og skemmtilegt,“ sagði Arnar en hvernig er hefðbundinn dagur hjá Arnari? „Ég er bara að gera það sama og í Víkinni. Stundum mæti ég á skrifstofuna, stundum er ég að vinna á kaffistofum og stundum er ég að vinna heima. Þetta er ekki níu til fimm vinna og þú getur verið að vinna langt fram eftir kvöldi. Tekið þér frí fyrir hádegi og verið fram að miðnætti,“ sagði Arnar. „Þetta er bara sveigjanlegt starf en mín reynsla af þessu er að þú þarft fleiri klukkutíma í sólarhringinn til þess að gera sinnt þessu almennilega,“ sagði Arnar en það má sjá frétt Vals hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira