Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2025 11:20 Una Jónsdóttir, er forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 25 punkta í næstu viku. Nefndin kemur saman og kynnir vaxtaákvörðun sína næstkomandi miðvikudag. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að verðbólga hafi hjaðnað um 0,4 prósentustig í febrúar en greiningardeildin telji að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum. Nefndin hafa lækkað vexti á síðustu þremur fundum, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Stýrivextir standa nú í 8 prósentum og munu því samkvæmt spá Landsbankans fara niður í 7,75 prósent. Íslandsbanki spáði í gær sömuleiðis 25 punkta lækkun stýrivaxta í næstu viku. „Verðbólga hefur verið á undanhaldi síðustu mánuði og stýrivextir hafa nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum. Þegar peningastefnunefnd kom síðast saman, þann 5. febrúar, stóð verðbólga í 4,6%. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu voru 3,9% en nefndin lækkaði vexti um 0,5 prósentustig og tók raunstýrivextina þannig niður í 3,4%. Verðbólga hjaðnaði svo í febrúar og við það fóru raunstýrivextir aftur upp í 3,8%, þar sem þeir standa nú. Lækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig myndi færa raunstýrivexti niður í 3,55% og ef verðbólga hjaðnar í takt við skammtímaspá okkar yrðu þeir 3,61% í maí þegar peningastefnunefnd kemur saman næst. Við spáum þannig þéttu taumhaldi næstu mánuði, jafnvel þótt verðbólga sé á réttri leið,“ segir í tilkynningunni. Þrjár meginástæður fyrir að nefnin verði á bremsunni Greiningardeildin telur að að peningastefnunefnd verði á bremsunni gagnvart lausara taumhaldi og fyrir því séu í megindráttum þrjár ástæður: Verðbólguvæntingar breytast lítið og horfur á tregbreytanlegri verðbólgu Kraftur í hagkerfinu, aukin neysla og uppsöfnuð innlán Launahækkanir kennara og ólga á vinnumarkaði Um launahækkanir kennara segir greiningardeildin að umsamdar launahækkanir kennara séu nokkuð umfram hækkanir annarra hópa og að samningurinn virtist strax hafa vakið ugg meðal forsvarsmanna annarra hópa á vinnumarkaði. „Umframhækkanir til kennara gætu skapað vantraust í næstu kjarasamningalotu og til skemmri tíma gætu þeir jafnvel skapað launaskrið með því að kynda undir launakröfur víðar á vinnumarkaði. Óróleiki á vinnumarkaði getur haft áhrif á verðbólguvæntingar og þar með á verðbólgu og líklega hafa samningarnir frekar þau áhrif að peningastefnunefnd stigi varlegar til jarðar en ella,“ segir í tilkynningunni, en nánar má lesa um málið á vef Landsbankans. Seðlabankinn Landsbankinn Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. 12. mars 2025 10:36 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að verðbólga hafi hjaðnað um 0,4 prósentustig í febrúar en greiningardeildin telji að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum. Nefndin hafa lækkað vexti á síðustu þremur fundum, eftir rúmt ár af óbreyttu vaxtastigi. Stýrivextir standa nú í 8 prósentum og munu því samkvæmt spá Landsbankans fara niður í 7,75 prósent. Íslandsbanki spáði í gær sömuleiðis 25 punkta lækkun stýrivaxta í næstu viku. „Verðbólga hefur verið á undanhaldi síðustu mánuði og stýrivextir hafa nokkurn veginn elt hjöðnunina frá því á haustmánuðum. Þegar peningastefnunefnd kom síðast saman, þann 5. febrúar, stóð verðbólga í 4,6%. Raunstýrivextir miðað við liðna verðbólgu voru 3,9% en nefndin lækkaði vexti um 0,5 prósentustig og tók raunstýrivextina þannig niður í 3,4%. Verðbólga hjaðnaði svo í febrúar og við það fóru raunstýrivextir aftur upp í 3,8%, þar sem þeir standa nú. Lækkun stýrivaxta um 0,25 prósentustig myndi færa raunstýrivexti niður í 3,55% og ef verðbólga hjaðnar í takt við skammtímaspá okkar yrðu þeir 3,61% í maí þegar peningastefnunefnd kemur saman næst. Við spáum þannig þéttu taumhaldi næstu mánuði, jafnvel þótt verðbólga sé á réttri leið,“ segir í tilkynningunni. Þrjár meginástæður fyrir að nefnin verði á bremsunni Greiningardeildin telur að að peningastefnunefnd verði á bremsunni gagnvart lausara taumhaldi og fyrir því séu í megindráttum þrjár ástæður: Verðbólguvæntingar breytast lítið og horfur á tregbreytanlegri verðbólgu Kraftur í hagkerfinu, aukin neysla og uppsöfnuð innlán Launahækkanir kennara og ólga á vinnumarkaði Um launahækkanir kennara segir greiningardeildin að umsamdar launahækkanir kennara séu nokkuð umfram hækkanir annarra hópa og að samningurinn virtist strax hafa vakið ugg meðal forsvarsmanna annarra hópa á vinnumarkaði. „Umframhækkanir til kennara gætu skapað vantraust í næstu kjarasamningalotu og til skemmri tíma gætu þeir jafnvel skapað launaskrið með því að kynda undir launakröfur víðar á vinnumarkaði. Óróleiki á vinnumarkaði getur haft áhrif á verðbólguvæntingar og þar með á verðbólgu og líklega hafa samningarnir frekar þau áhrif að peningastefnunefnd stigi varlegar til jarðar en ella,“ segir í tilkynningunni, en nánar má lesa um málið á vef Landsbankans.
Seðlabankinn Landsbankinn Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. 12. mars 2025 10:36 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir um 0,25 prósentur við næstu ákvörðun peningastefnunefndar 19. mars. Telur hún að vaxtalækkunarferli Seðlabankans muni skila stýrivöxtum í 6,5 prósent í árslok 2025. 12. mars 2025 10:36
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent