Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2025 12:00 Upphaflegt tilboð Al-Hilal myndi tryggja Van Dijk 2,9 milljarða króna í árslaun. Getty/Joe Prior Vangaveltur halda áfram um framtíð Virgils van Dijk nú þegar samningur hans við Liverpool rennur brátt út. Hann er með til skoðunar tilboð frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu sem sækir fast að fá Hollendinginn fyrir HM félagsliða í sumar. Hinn virti franski miðill L'Equipe greinir frá þessu og segir að Al-Hilal hafi boðið Van Dijk árslaun upp á 20 milljónir evra, sem jafngildir rúmlega 2,9 milljörðum íslenskra króna. Það þýðir að ef að Van Dijk samþykkir tilboðið mun hann fá meira en átta milljónir króna á dag í sinn vasa. Van Dijk, sem er 33 ára, er einn þriggja lykilleikmanna Liverpool sem mikil óvissa ríkir um en þeir Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru einnig með samninga sem renna út í sumar. Van Dijk er sagður eiga eftir að bregðast við tilboði Al-Hilal og samkvæmt L'Equipe vill hann fyrst einbeita sér að lokum tímabilsins með Liverpool sem mætir Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag og er á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Það að Liverpool sé úr leik í Meistaradeild Evrópu gæti hins vegar flýtt fyrir ákvörðun hjá honum. Þá sást til Van Dijk ræða við forráðamenn PSG á göngunum á Anfield eftir að Liverpool féll úr leik í fyrrakvöld sem þykir renna stoðum undir að hann gæti verið á förum til franska félagsins. Sjálfur segist Van Dijk ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um sína framtíð og að allt tal um annað sé einfaldlega lygi. Hann hefur spilað með Liverpool frá janúar 2018 og skrifaði undir nýjasta samning sinn í ágúst árið 2021. „Það er engin biðstaða. Við erum ekki að bíða með neitt. Það er ekkert klárt og ég er alltaf að segja það sama,“ sagði Van Dijk í vikunni. „Það eru tíu leikir eftir og ég er að einbeita mér að þeim. Ef það verða einhverja fréttir af þessum málum þá fáið þið að vita það. Ég veit ekkert sjálfur. Allir vita að það eru einhverjar viðræður á bak við tjöldin en það nær ekkert lengra,“ sagði Van Dijk. Al-Hilal hefur einnig reynt að fá Raphinha en þessi 28 ára Brasilíumaður er samningsbundinn Barcelona til 2027 og vill halda kyrru fyrir hjá spænska risanum með HM á næsta ári í huga. Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira
Hinn virti franski miðill L'Equipe greinir frá þessu og segir að Al-Hilal hafi boðið Van Dijk árslaun upp á 20 milljónir evra, sem jafngildir rúmlega 2,9 milljörðum íslenskra króna. Það þýðir að ef að Van Dijk samþykkir tilboðið mun hann fá meira en átta milljónir króna á dag í sinn vasa. Van Dijk, sem er 33 ára, er einn þriggja lykilleikmanna Liverpool sem mikil óvissa ríkir um en þeir Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold eru einnig með samninga sem renna út í sumar. Van Dijk er sagður eiga eftir að bregðast við tilboði Al-Hilal og samkvæmt L'Equipe vill hann fyrst einbeita sér að lokum tímabilsins með Liverpool sem mætir Newcastle í úrslitaleik deildabikarsins á sunnudag og er á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn. Það að Liverpool sé úr leik í Meistaradeild Evrópu gæti hins vegar flýtt fyrir ákvörðun hjá honum. Þá sást til Van Dijk ræða við forráðamenn PSG á göngunum á Anfield eftir að Liverpool féll úr leik í fyrrakvöld sem þykir renna stoðum undir að hann gæti verið á förum til franska félagsins. Sjálfur segist Van Dijk ekki vera búinn að taka neina ákvörðun um sína framtíð og að allt tal um annað sé einfaldlega lygi. Hann hefur spilað með Liverpool frá janúar 2018 og skrifaði undir nýjasta samning sinn í ágúst árið 2021. „Það er engin biðstaða. Við erum ekki að bíða með neitt. Það er ekkert klárt og ég er alltaf að segja það sama,“ sagði Van Dijk í vikunni. „Það eru tíu leikir eftir og ég er að einbeita mér að þeim. Ef það verða einhverja fréttir af þessum málum þá fáið þið að vita það. Ég veit ekkert sjálfur. Allir vita að það eru einhverjar viðræður á bak við tjöldin en það nær ekkert lengra,“ sagði Van Dijk. Al-Hilal hefur einnig reynt að fá Raphinha en þessi 28 ára Brasilíumaður er samningsbundinn Barcelona til 2027 og vill halda kyrru fyrir hjá spænska risanum með HM á næsta ári í huga.
Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Fleiri fréttir Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Sjá meira