Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. mars 2025 11:00 Diego Simeone hlýtur að vera orðinn þreyttur á að detta út leik fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu. ap/Bernat Armangue Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atlético Madrid, efast um að dómarar leiksins gegn Real Madrid hafi tekið rétta ákvörðun er þeir dæmdu mark Juliáns Alvarez í vítakeppninni af. Atlético vann leikinn í gær, 1-0, með marki Conors Gallagher strax eftir 27 sekúndur. Real Madrid vann fyrri leikinn, 2-1, og því var staðan samanlagt jöfn, 2-2, eftir venjulegan leiktíma. Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti vítakeppni til að knýja fram úrslit. Real Madrid vann vítakeppnina, 4-2, en um fátt var rætt meira eftir leik en aðra vítaspyrnu Atlético sem Alvarez skoraði úr. Eða hélt hann hefði skorað úr en markið var blásið af eftir að VAR-dómarar komust að þeirri niðurstöðu að Alvarez hefði snert boltann tvisvar þegar hann skaut að marki. Simeone vonast til að dómarar leiksins hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir dæmdu spyrnu Alvarez ólöglega en er efins. „Dómarinn sagði að þegar Julián fór á vítapunktinn hafi hann snert boltann með fætinum sem hann stóð í en boltinn hreyfðist ekki. Ég hef aldrei séð víti þar sem VAR hefur blandað sér í málin en þeir hafa séð að hann snerti boltann. Ég vil trúa því að þeir hafi séð hann snerta boltann,“ sagði Argentínumaðurinn eftir leikinn. „Sástu hann snerta boltann tvisvar? Fyrir alla muni, þið sem sáuð hann snerta boltann tvisvar, stígið fram og réttið upp hönd. Ég sé engan með höndina á lofti svo ég hef ekki meira að segja.“ Síðan Simeone tók við Atlético 2011 hefur liðið fimm sinnum verið slegið úr leik af Real Madrid í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Real Madrid varð í kvöld áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það þó ekki fyrr en eftir 120 mínútur og vítaspyrnukeppni. 12. mars 2025 22:50 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira
Atlético vann leikinn í gær, 1-0, með marki Conors Gallagher strax eftir 27 sekúndur. Real Madrid vann fyrri leikinn, 2-1, og því var staðan samanlagt jöfn, 2-2, eftir venjulegan leiktíma. Ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti vítakeppni til að knýja fram úrslit. Real Madrid vann vítakeppnina, 4-2, en um fátt var rætt meira eftir leik en aðra vítaspyrnu Atlético sem Alvarez skoraði úr. Eða hélt hann hefði skorað úr en markið var blásið af eftir að VAR-dómarar komust að þeirri niðurstöðu að Alvarez hefði snert boltann tvisvar þegar hann skaut að marki. Simeone vonast til að dómarar leiksins hafi haft rétt fyrir sér þegar þeir dæmdu spyrnu Alvarez ólöglega en er efins. „Dómarinn sagði að þegar Julián fór á vítapunktinn hafi hann snert boltann með fætinum sem hann stóð í en boltinn hreyfðist ekki. Ég hef aldrei séð víti þar sem VAR hefur blandað sér í málin en þeir hafa séð að hann snerti boltann. Ég vil trúa því að þeir hafi séð hann snerta boltann,“ sagði Argentínumaðurinn eftir leikinn. „Sástu hann snerta boltann tvisvar? Fyrir alla muni, þið sem sáuð hann snerta boltann tvisvar, stígið fram og réttið upp hönd. Ég sé engan með höndina á lofti svo ég hef ekki meira að segja.“ Síðan Simeone tók við Atlético 2011 hefur liðið fimm sinnum verið slegið úr leik af Real Madrid í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Real Madrid varð í kvöld áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það þó ekki fyrr en eftir 120 mínútur og vítaspyrnukeppni. 12. mars 2025 22:50 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Sjá meira
Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Real Madrid varð í kvöld áttunda og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en það þó ekki fyrr en eftir 120 mínútur og vítaspyrnukeppni. 12. mars 2025 22:50