Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2025 14:07 Pakistanskir hermenn í Balochistan í morgun. AFP/Banaras Khan Yfirvöld í Pakistan segja að minnsta kosti 190 gísla hafa verið frelsaða úr gíslingu aðskilnaðarsinna í Balochistan-héraði en margir þeirra voru fluttir á sjúkrahús. Vígamenn stöðvuðu lest þar sem á fimmta hundrað manns voru um borð í gær og tóku fjölda þeirra í gíslingu. Síðan þá hafa átök átt sér stað á svæðinu og hafa pakistanskir hermenn reynt að frelsa gíslana. Í samtali við Reuters segja embættismenn að það hafi reynst mjög erfitt og meðal annars vegna þess að vígamenn klæddir sprengjuvestum hafi setið meðal gíslanna. Umræddir aðskilnaðarsinnar kallast Balochistan Liberation Army eða BLA og hafa barist fyrir frelsi frá yfirvöldum í Islamabad. Héraðið er ríkt af náttúruauðlindum eins og olíu og góðmálmum en er mjög strjálbýlt. Íbúar héraðsins segjast verða fyrir mismunun af höndum yfirvalda í Pakistan. Árásin hófst þegar verið var að aka lestinni gegnum tiltölulega þröngan dal. Hún var stöðvuð með sprengingu á lestarteinunum. Eftir stuttan skotbardaga tóku vígamennirnir yfir stjórn lestarinnar en þeir sögðust hafa sleppt mörgum farþega hennar og tekið 182 í gíslingu og hækkaði talan seinna í gær í 214. Segjast hafa tekið fimmtíu gísla af lífi Hundruð hermanna voru fluttir á svæðið en aðstoðarinnanríkisráðherra Pakistan sagði í morgun að um sjö til áttatíu vígamenn hefðu tekið þátt í árásinni. Þeir hafa hótað því að taka gísla af lífi verði fólki eins og pólitískum föngum, aðgerðasinnum og fólki sem vígamennirnir segja að herinn hafi rænt, ekki sleppt úr haldi. BBC segir að frá aldarmótum hafi her Pakistan ítrekað verið sakaður um ódæði gegn íbúum Balochistan. Þúsundir íbúa munu hafa horfið af yfirborði jarðar og margir eru sagðir hafa verið teknir af lífi án dóms og laga. Herinn hefur bjargað mörgum úr gíslingu en ekki liggur fyrir hve margir eru enn í haldi og eru fregnir af ástandinu á miklu reiki. BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að 27 vígamenn BLA hafi verið felldir en fregnir hafa borist af því að einhverjir vígamenn hafi flúið með gísla upp í fjöll. Í yfirlýsingu frá BLA segir að fimmtíu gíslar hafi verið teknir af lífi í morgun vegna árása hermanna. Þar er því haldið fram að vígamenn hafi stöðvað sókn hersins í dag og rekið hermenn á flótta. Fleiri gíslar verði teknir af lífi samþykki yfirvöld í Islamabad ekki fangaskipti. Pakistan Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira
Síðan þá hafa átök átt sér stað á svæðinu og hafa pakistanskir hermenn reynt að frelsa gíslana. Í samtali við Reuters segja embættismenn að það hafi reynst mjög erfitt og meðal annars vegna þess að vígamenn klæddir sprengjuvestum hafi setið meðal gíslanna. Umræddir aðskilnaðarsinnar kallast Balochistan Liberation Army eða BLA og hafa barist fyrir frelsi frá yfirvöldum í Islamabad. Héraðið er ríkt af náttúruauðlindum eins og olíu og góðmálmum en er mjög strjálbýlt. Íbúar héraðsins segjast verða fyrir mismunun af höndum yfirvalda í Pakistan. Árásin hófst þegar verið var að aka lestinni gegnum tiltölulega þröngan dal. Hún var stöðvuð með sprengingu á lestarteinunum. Eftir stuttan skotbardaga tóku vígamennirnir yfir stjórn lestarinnar en þeir sögðust hafa sleppt mörgum farþega hennar og tekið 182 í gíslingu og hækkaði talan seinna í gær í 214. Segjast hafa tekið fimmtíu gísla af lífi Hundruð hermanna voru fluttir á svæðið en aðstoðarinnanríkisráðherra Pakistan sagði í morgun að um sjö til áttatíu vígamenn hefðu tekið þátt í árásinni. Þeir hafa hótað því að taka gísla af lífi verði fólki eins og pólitískum föngum, aðgerðasinnum og fólki sem vígamennirnir segja að herinn hafi rænt, ekki sleppt úr haldi. BBC segir að frá aldarmótum hafi her Pakistan ítrekað verið sakaður um ódæði gegn íbúum Balochistan. Þúsundir íbúa munu hafa horfið af yfirborði jarðar og margir eru sagðir hafa verið teknir af lífi án dóms og laga. Herinn hefur bjargað mörgum úr gíslingu en ekki liggur fyrir hve margir eru enn í haldi og eru fregnir af ástandinu á miklu reiki. BBC hefur eftir heimildarmönnum sínum að 27 vígamenn BLA hafi verið felldir en fregnir hafa borist af því að einhverjir vígamenn hafi flúið með gísla upp í fjöll. Í yfirlýsingu frá BLA segir að fimmtíu gíslar hafi verið teknir af lífi í morgun vegna árása hermanna. Þar er því haldið fram að vígamenn hafi stöðvað sókn hersins í dag og rekið hermenn á flótta. Fleiri gíslar verði teknir af lífi samþykki yfirvöld í Islamabad ekki fangaskipti.
Pakistan Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Sjá meira