Orri nýr fyrirliði Íslands Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2025 13:24 Orri Óskarsson tekur við fyrirliðabandinu af Jóhanni Berg Guðmundssyni. vísir/Hulda Margrét Orri Óskarsson, hinn tvítugi framherji Real Sociedad, er orðinn nýr fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta. Þetta tilkynnti Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari, í dag. Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið fyrirliði Íslands síðustu misseri en getur ekki tekið þátt í leikjunum í Kósovó vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson, sem er í hópnum núna, var landsliðsfyrirliði í mörg ár en nú eru aðrir teknir við bandinu. Arnar sagði að Hákon Arnar Haraldsson yrði varafyrirliði. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að nýr fyrirliði sé fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Að hann komi frá okkar gullkynslóð. Ég skynja að þeir eru tilbúnir að taka við keflinu. Þeir vilja fá rödd. Vera töffarar. Ég er að afhenda þeim þessa ábyrgð núna, að leiða okkur inn í framtíðina,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir“ Arnar viðurkenndi að eldri leikmenn liðsins væru ekkert allt of ánægðir með þessa niðurstöðu en benti á að að þeir yrðu áfram fyrirliðar í eðli sínu. „Aron er frábær karakter, eins og þið vitið öll. Aron, Jói, Sverrir og fleiri af þessum eldri leikmönnum þurfa ekkert fyrirliðabandið í mínum augum, til að vera leiðtogar þessa hóps. Þeir eru leiðtogar á annan hátt. Núna er kominn tími á þá að gefa af sér, miðla af sér, og styðja okkar ungu, nýju leiðtoga í þeirra krefjandi verkefnum,“ sagði Arnar og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir, það væri lygi, en menn sýndu skilning og þroska og stuðning. Það er það eina sem ég gat beðið um á þessari stundu, þegar ég tilkynnti þeim að ákveðið hefði verið að fara nýja braut.“ Orri lék sína fyrstu A-landsleiki í september 2023 og hefur nú spilað 14 leiki og skorað í þeim fimm mörk. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Jóhann Berg Guðmundsson hefur verið fyrirliði Íslands síðustu misseri en getur ekki tekið þátt í leikjunum í Kósovó vegna meiðsla. Aron Einar Gunnarsson, sem er í hópnum núna, var landsliðsfyrirliði í mörg ár en nú eru aðrir teknir við bandinu. Arnar sagði að Hákon Arnar Haraldsson yrði varafyrirliði. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að nýr fyrirliði sé fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Að hann komi frá okkar gullkynslóð. Ég skynja að þeir eru tilbúnir að taka við keflinu. Þeir vilja fá rödd. Vera töffarar. Ég er að afhenda þeim þessa ábyrgð núna, að leiða okkur inn í framtíðina,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. „Ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir“ Arnar viðurkenndi að eldri leikmenn liðsins væru ekkert allt of ánægðir með þessa niðurstöðu en benti á að að þeir yrðu áfram fyrirliðar í eðli sínu. „Aron er frábær karakter, eins og þið vitið öll. Aron, Jói, Sverrir og fleiri af þessum eldri leikmönnum þurfa ekkert fyrirliðabandið í mínum augum, til að vera leiðtogar þessa hóps. Þeir eru leiðtogar á annan hátt. Núna er kominn tími á þá að gefa af sér, miðla af sér, og styðja okkar ungu, nýju leiðtoga í þeirra krefjandi verkefnum,“ sagði Arnar og bætti við: „Ég ætla ekki að segja að menn hafi verið hoppandi glaðir, það væri lygi, en menn sýndu skilning og þroska og stuðning. Það er það eina sem ég gat beðið um á þessari stundu, þegar ég tilkynnti þeim að ákveðið hefði verið að fara nýja braut.“ Orri lék sína fyrstu A-landsleiki í september 2023 og hefur nú spilað 14 leiki og skorað í þeim fimm mörk.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Sjá meira
Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Arnar Gunnlaugsson hefur valið fyrsta landsliðshóp sinn, fyrir komandi leiki við Kósovó í umspilinu um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta. 12. mars 2025 13:06