Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2025 12:32 Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur leikið einstaklega vel með Inter á tímabilinu. getty/Andrea Staccioli Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir átti frábæran leik þegar Inter sótti meistara Roma heim í ítölsku úrvalsdeildinni í gær. Cecilía varði og varði en Inter varð að játa sig sigrað. Roma vann 2-1 sigur. Þetta var þriðji leikur Inter og Roma á tímabilinu. Liðin gerðu 1-1 jafntefli 5. október þar sem Cecilía átti stórleik. Inter sigraði svo Roma, 1-2, 12. janúar. Inter náði forystunni í leiknum í Róm í gær þegar Tessa Wullaert skoraði strax á 6. mínútu. Við tók stórsókn Roma. Rómverjar áttu hvert skotið á fætur öðru en Cecilía var heldur betur vandanum vaxin og varði oft vel. Alls átti Roma 29 skot í leiknum, þar af níu á markið. Heimakonur komu boltanum loks framhjá Cecilíu þegar Manuela Giugliano skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tryggði Lucia Di Guglielmo svo Roma stigin þrjú. Hún skoraði þá eftir að Cecilía varði skot frá Giugliano, þeirri sömu og skoraði fyrra mark Roma. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=m_JYSpIB5vQ">watch on YouTube</a> Inter er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Juventus en á leik til góða. Nýbúið er að tvískipta deildinni. Sex efstu liðin mætast innbyrðis og sex neðstu. Inter hefur aðeins fengið á sig sextán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur, fæst allra. Cecilía hefur leikið sautján af nítján deildarleikjum Inter og fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína. Cecilía kom til Inter fyrir tímabilið á láni frá Bayern München. Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Þetta var þriðji leikur Inter og Roma á tímabilinu. Liðin gerðu 1-1 jafntefli 5. október þar sem Cecilía átti stórleik. Inter sigraði svo Roma, 1-2, 12. janúar. Inter náði forystunni í leiknum í Róm í gær þegar Tessa Wullaert skoraði strax á 6. mínútu. Við tók stórsókn Roma. Rómverjar áttu hvert skotið á fætur öðru en Cecilía var heldur betur vandanum vaxin og varði oft vel. Alls átti Roma 29 skot í leiknum, þar af níu á markið. Heimakonur komu boltanum loks framhjá Cecilíu þegar Manuela Giugliano skoraði úr vítaspyrnu á 68. mínútu. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma tryggði Lucia Di Guglielmo svo Roma stigin þrjú. Hún skoraði þá eftir að Cecilía varði skot frá Giugliano, þeirri sömu og skoraði fyrra mark Roma. Allt það helsta úr leiknum má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=m_JYSpIB5vQ">watch on YouTube</a> Inter er í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, ellefu stigum á eftir toppliði Juventus en á leik til góða. Nýbúið er að tvískipta deildinni. Sex efstu liðin mætast innbyrðis og sex neðstu. Inter hefur aðeins fengið á sig sextán mörk í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur, fæst allra. Cecilía hefur leikið sautján af nítján deildarleikjum Inter og fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína. Cecilía kom til Inter fyrir tímabilið á láni frá Bayern München.
Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira