Hundur í hjólastól í Sandgerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. mars 2025 20:06 Anika Lind Olsen Halldórsdóttir með hvolpinn Arlos, sem fer meðal annars ferða sinna í sérstökum hundahjólastól. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundurinn Arlo í Suðurnesjabæ lætur ekkert stoppa sig þrátt fyrir að hafa fæðst með engar framlappir. Arlo notar hjólastól til að komast leiða sinnar eða hleypur um á afturlöppunum á heimili sínu. „Lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um“, segir eigandinn. Hundurinn á heima í Sandgerði með fjölskyldu sinni og það er dekrað við hann alla daga. Já, hér erum við að tala um 16 vikna Chihuahua hundinn Arlo, sem er ekki með neinar framlappir því þannig fæddist hann. Eigendunum var ráðlagt af dýralækni að lóga honum strax en þau neituðu og sjá ekki eftir því enda Arlo glaðvær og skemmtilegur hundur þrátt fyrir fötlun sína. „Hann er kraftaverk, algjört, rosalega duglegur, hann er fljótur að læra eins og að hlaupa um, hoppa og bjarga sér. Bróðir hans fæðist fyrst, alveg heill. Svo kemur hann enn þá alveg í pokanum og ég tek ekki eftir neinu strax og ég slít pokann og svo fer ég að athuga hvort þetta sé strákur eða stelpa og þá sé bara að það vantar framlappir á hann og ég fæ náttúrulega bara ákveðið sjokk,” segir Anika Lind Olsen Halldórsdóttir, eigandi hvolpsins. Arlo komst strax á spena hjá mömmu sinni og hefur þroskast vel og er með lífsglaðari hundum, sem Anika hefur kynnst en sjö hundar eru á heimilinu. Arlo hefur mjög gaman af því að fara í hjólastólinn og ýta sér áfram á honum en hann er helst notaður þegar fjölskyldan fer í ferðalög því Arlo hefur fljótur að þreytast og þá er gott að geta gripið í stólinn. Arlo er mjög duglegur að ferðast um í hjólastólnum sínum.Aðsend Og hann getur í rauninni gert allt eins og aðrir hundar eða hvað? „Já, já, hann fer sjálfur og borðar, reyndar þurfum við upphækkaðan matardall fyrir hann. Hann já hleypur um allt, reynir að hoppa upp í sófa til okkar og svo framvegis,” segir Anika. Hvernig sérðu framtíðina hjá honum? „Mjög góða. Ég held að hann eigi eftir að verða alveg algjör karakter og ég hugsa einmitt að hann yrði flottur hundur til að fara á elliheimilin í heimsóknir og þess háttar. Ég held að þetta sé lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um enda er ég mjög ánægð að hafa ekki lógað honum”, segir Anika Lind. Arlo fæddist með engar framlappir eins og sjá má á myndinni, en lætur það þó ekki stöðva sig enda mjög lífsglaður og kátur 16 vikna hvolpur í Sandgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Suðurnesjabær Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
Hundurinn á heima í Sandgerði með fjölskyldu sinni og það er dekrað við hann alla daga. Já, hér erum við að tala um 16 vikna Chihuahua hundinn Arlo, sem er ekki með neinar framlappir því þannig fæddist hann. Eigendunum var ráðlagt af dýralækni að lóga honum strax en þau neituðu og sjá ekki eftir því enda Arlo glaðvær og skemmtilegur hundur þrátt fyrir fötlun sína. „Hann er kraftaverk, algjört, rosalega duglegur, hann er fljótur að læra eins og að hlaupa um, hoppa og bjarga sér. Bróðir hans fæðist fyrst, alveg heill. Svo kemur hann enn þá alveg í pokanum og ég tek ekki eftir neinu strax og ég slít pokann og svo fer ég að athuga hvort þetta sé strákur eða stelpa og þá sé bara að það vantar framlappir á hann og ég fæ náttúrulega bara ákveðið sjokk,” segir Anika Lind Olsen Halldórsdóttir, eigandi hvolpsins. Arlo komst strax á spena hjá mömmu sinni og hefur þroskast vel og er með lífsglaðari hundum, sem Anika hefur kynnst en sjö hundar eru á heimilinu. Arlo hefur mjög gaman af því að fara í hjólastólinn og ýta sér áfram á honum en hann er helst notaður þegar fjölskyldan fer í ferðalög því Arlo hefur fljótur að þreytast og þá er gott að geta gripið í stólinn. Arlo er mjög duglegur að ferðast um í hjólastólnum sínum.Aðsend Og hann getur í rauninni gert allt eins og aðrir hundar eða hvað? „Já, já, hann fer sjálfur og borðar, reyndar þurfum við upphækkaðan matardall fyrir hann. Hann já hleypur um allt, reynir að hoppa upp í sófa til okkar og svo framvegis,” segir Anika. Hvernig sérðu framtíðina hjá honum? „Mjög góða. Ég held að hann eigi eftir að verða alveg algjör karakter og ég hugsa einmitt að hann yrði flottur hundur til að fara á elliheimilin í heimsóknir og þess háttar. Ég held að þetta sé lífsglaðasti hvolpur, sem ég hef vitað um enda er ég mjög ánægð að hafa ekki lógað honum”, segir Anika Lind. Arlo fæddist með engar framlappir eins og sjá má á myndinni, en lætur það þó ekki stöðva sig enda mjög lífsglaður og kátur 16 vikna hvolpur í Sandgerði.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Suðurnesjabær Hundar Dýr Gæludýr Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira