Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. mars 2025 08:41 Viktor Hovland og aðrir úrvalskylfingar eru væntanlegir á Stöð 2 Sport. vísir/getty Sýn hf. og European Tour Productions hafa undirritað samning um að Stöð 2 Sport verði heimili DP World Tour næstu árin. Mótaröðin, sem hét áður PGA European Tour, var á árum áður reglulega á dagskrá íþróttastöðva Sýnar og snýr nú aftur. Útsendingar frá DP World Tour eru þegar hafnar á Stöð 2 Sport. Þá var einnig samið um sýningarrétt Ryder-bikarkeppninnar og verða næstu keppnir sýndar á Stöð 2 Sport. Um er að ræða einn stærsta viðburð ársins í alþjóðlegu golfi en í keppninni etja saman kappi bestu kylfingar Bandaríkjanna annars vegar og Evrópu hins vegar. Næsta mót fer fram á Bethpage Black Course vellinum í New York í Bandaríkjunum, dagana 25.-28. september. Ryder-keppnin fer fram annað hvert ár en árið 2027 verður 100 ára afmælismót og fer það fram á Adare Manor í Írlandi. „Það er mikið ánægjuefni að DP World Tour og Ryder Cup verði aftur á dagskrá Stöðvar 2 Sports og við hlökkum til að halda áfram að færa áskrifendum golf í hæsta gæðaflokki,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþrótta hjá Sýn. „Risamótin fjögur hafa verið á dagskrá sjónvarpsstöðva Sýnar undanfarin ár og eru nú aðeins fáeinar vikur í að fyrsta risamót ársins, Masters, verði á dagskrá Stöðvar 2 Sports.“ Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Mótaröðin, sem hét áður PGA European Tour, var á árum áður reglulega á dagskrá íþróttastöðva Sýnar og snýr nú aftur. Útsendingar frá DP World Tour eru þegar hafnar á Stöð 2 Sport. Þá var einnig samið um sýningarrétt Ryder-bikarkeppninnar og verða næstu keppnir sýndar á Stöð 2 Sport. Um er að ræða einn stærsta viðburð ársins í alþjóðlegu golfi en í keppninni etja saman kappi bestu kylfingar Bandaríkjanna annars vegar og Evrópu hins vegar. Næsta mót fer fram á Bethpage Black Course vellinum í New York í Bandaríkjunum, dagana 25.-28. september. Ryder-keppnin fer fram annað hvert ár en árið 2027 verður 100 ára afmælismót og fer það fram á Adare Manor í Írlandi. „Það er mikið ánægjuefni að DP World Tour og Ryder Cup verði aftur á dagskrá Stöðvar 2 Sports og við hlökkum til að halda áfram að færa áskrifendum golf í hæsta gæðaflokki,“ segir Eiríkur Stefán Ásgeirsson, forstöðumaður íþrótta hjá Sýn. „Risamótin fjögur hafa verið á dagskrá sjónvarpsstöðva Sýnar undanfarin ár og eru nú aðeins fáeinar vikur í að fyrsta risamót ársins, Masters, verði á dagskrá Stöðvar 2 Sports.“
Golf Ryder-bikarinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira