Rikki G skilar lyklunum að FM957 Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. mars 2025 09:38 Egill Ploder tekur við starfi Rikka sem dagskrárstjóri FM957. Fjölmiðlamaðurinn Ríkharð Óskar Guðnason, betur þekktur sem Rikki G, hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri útvarpsstöðvarinnar FM957. Hann mun þó áfram vera hluti af morgunþættinum Brennslunni, en í öðru sæti. Egill Ploder hefur tekið við starfi hans. Rikki greindi frá tímamótunum í færslu á Facebook og rifjaði þar upp feril sinn sem dagskrárstjóri síðastliðin tæp ellefu ár. „Á þessum tæpu ellefu árum sem dagskrárstjóri hef ég sett á annan tug þátta í loftið, ráðið fjölda aðila og umturnað tónlistarstefnunni í allskonar áttir. Það sem gerir starfið skemmtilegt er að þú þarft alltaf að vera á tánum og þora að gera hluti sem aðrir eru mögulega ekki að gera," skrifar Rikki. Hann segir ákvörðunina um að hætta hafa verið í burðarliðnum í nokkurn tíma. „Síðasta haust viðraði ég við Þórdísi Valsdóttur að ég væri farinn að skoða það að minnka við mig ábyrgð á FM, og svo þegar það kom í ljós að Sýn hafi náð réttinum á Ensku úrvalsdeildinni vissi ég að það væri rétt ákvörðun. Mig langar að taka þátt í þeirri uppbyggingu eftir að hafa verið án hans síðustu sex ár. Football is coming home!“ Rikki segist hafa mætt miklum skilningi yfirmanna sinna við þessa ákvörðun, sem hann sé afar þakklátur fyrir. „Hins vegar eruð þið ekki laus við mig! Ég mun færa mig töluvert meira yfir í sportið því þar liggur mín helsta ástríða – við lýsingar. Ég mun áfram sinna dagskrárgerð á FM í Brennslunni, alla virka morgna. Ég ætla að gefa enn meira í varðandi dagskrárgerð, þar sem ég get einbeitt mér eingöngu að því, að gera skemmtilegt útvarp. Að sjálfsögðu verð ég áfram á gólfinu og mun aðstoða eftirmann minn eins vel og ég mögulega get, enda er ósk mín að sá aðili muni taka verkefnið áfram og setja stöðina á næsta level!“ Segir Egil fullkominn í starfið Að lokum segir Rikki að kominn sé tími á nýjan leiðtoga. „Það er einfaldlega kominn tími á næsta leiðtoga – leiðtoga með nýjar og ferskar hugmyndir og sem getur gefið starfsfólki FM 110% aðhald alla daga vikunnar. Þann aðila réði ég inn fyrir um fimm árum síðan – sennilega mín besta ákvörðun í starfi. Ég fékk ekki bara frábæran starfsmann í hendurnar heldur bróðurinn sem ég eignaðist aldrei. Hann er einfaldlega fullkominn í starfið, og óska ég honum innilega til hamingju með það. Ég veit að hann mun skila því frábærlega, eins og allt sem hann gerir.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan. Vistaskipti FM957 Sýn Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Rikki greindi frá tímamótunum í færslu á Facebook og rifjaði þar upp feril sinn sem dagskrárstjóri síðastliðin tæp ellefu ár. „Á þessum tæpu ellefu árum sem dagskrárstjóri hef ég sett á annan tug þátta í loftið, ráðið fjölda aðila og umturnað tónlistarstefnunni í allskonar áttir. Það sem gerir starfið skemmtilegt er að þú þarft alltaf að vera á tánum og þora að gera hluti sem aðrir eru mögulega ekki að gera," skrifar Rikki. Hann segir ákvörðunina um að hætta hafa verið í burðarliðnum í nokkurn tíma. „Síðasta haust viðraði ég við Þórdísi Valsdóttur að ég væri farinn að skoða það að minnka við mig ábyrgð á FM, og svo þegar það kom í ljós að Sýn hafi náð réttinum á Ensku úrvalsdeildinni vissi ég að það væri rétt ákvörðun. Mig langar að taka þátt í þeirri uppbyggingu eftir að hafa verið án hans síðustu sex ár. Football is coming home!“ Rikki segist hafa mætt miklum skilningi yfirmanna sinna við þessa ákvörðun, sem hann sé afar þakklátur fyrir. „Hins vegar eruð þið ekki laus við mig! Ég mun færa mig töluvert meira yfir í sportið því þar liggur mín helsta ástríða – við lýsingar. Ég mun áfram sinna dagskrárgerð á FM í Brennslunni, alla virka morgna. Ég ætla að gefa enn meira í varðandi dagskrárgerð, þar sem ég get einbeitt mér eingöngu að því, að gera skemmtilegt útvarp. Að sjálfsögðu verð ég áfram á gólfinu og mun aðstoða eftirmann minn eins vel og ég mögulega get, enda er ósk mín að sá aðili muni taka verkefnið áfram og setja stöðina á næsta level!“ Segir Egil fullkominn í starfið Að lokum segir Rikki að kominn sé tími á nýjan leiðtoga. „Það er einfaldlega kominn tími á næsta leiðtoga – leiðtoga með nýjar og ferskar hugmyndir og sem getur gefið starfsfólki FM 110% aðhald alla daga vikunnar. Þann aðila réði ég inn fyrir um fimm árum síðan – sennilega mín besta ákvörðun í starfi. Ég fékk ekki bara frábæran starfsmann í hendurnar heldur bróðurinn sem ég eignaðist aldrei. Hann er einfaldlega fullkominn í starfið, og óska ég honum innilega til hamingju með það. Ég veit að hann mun skila því frábærlega, eins og allt sem hann gerir.“ Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.
Vistaskipti FM957 Sýn Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira