„Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2025 21:21 Óskar hefur starfað sem veitingamaður síðan 1990. Krabbameinsfélagið. Óskar Finnsson, veitingamaður, greindist með heilakrabbamein í byrjun árs 2019. Hann tók þá ákvörðun snemma í ferlinu að hann skyldi gera allt í sínu valdi til að vera lengur með fjölskyldu sinni. Hann segir sögu sína í myndbandi Krabbameinsfélagsins sem er gefið út í tilefni Mottumars. „Þegar læknirinn var að útskýra þetta fyrir okkur hjónunum hversu alvarlegt þetta væri spurði konan mín: „Á hann bara tíu ár eftir?“ Læknirinn sagði: „Nei, nei, nei“,“ lýsir hann. Óskar segir eiginkonu sína þá hafa spurt: „Já, þá fimm?“ og læknirinn svaraði: „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum.“ Líkt og áður segir ákvað Óskar að gera allt svo hann gæti verið lengur með fjölskyldunni. „Þannig þegar kallið kæmi þá gæti ég sagt: Ég gerði mitt besta og meira gat ég ekki gert.“ Í kjölfarið lagaði hann mataræðið. Hann tók sykurinn út sem og ýmist sem hann hafði leyft sér dagsdaglega. „Ég þurfti að synja mér um allt sem mér þótti gott. Í raun og veru í tæp tvö ár borðaði ég næstum því bara eitthvað sem mig langaði ekki í.“ Þar að auki fór Óskar alltaf í ræktina. „Auðvitað var ég ekki að lyfta stóru lóðunum sem strákarnir mínir voru að lyfta. Ég var bara með mín tvö til þrjú kíló, en ég fór og hreyfði mig,“ segir Óskar. „Maður vill alltaf einhverja töfraformúlu. Maður vill að læknirinn rétti manni eina töflu eða tvær og segi: „Svo verður þú bara fínn á morgun.“ En það er ekki þannig. Þetta er mataræðið, hugarfarið og hreyfingin.“ Gefur honum styrk að hjálpa fjölskyldunni Óskar segir síðan að þau hjónin hafi farið saman til sálfræðingsins. „Það var algjör bylting fyrir okkur. Ég var veiki maðurinn. Ég var sá sem átti bágt. Það var ekkert að konunni minni. Hún sat hins vegar uppi með veika manninn.“ Að sögn Óskars hefur veitingarekstur fjölskyldunnar gefið honum rosalega mikið í baráttunni. „Þar hef ég fengið að vera flest hádegi í vikunni, að hjálpa þeim, fylla á vatnsflöskur, hreinsa borðin, gera gagn, vera til staðar. Ég þarf ekkert að fara í allar þessar utanlandsferðir. Að fá að vera með fjölskyldunni sinni að gera það sem ég er búinn að vera að gera alla ævi, að vera innan um fólk og þjónusta fólk, það er það sem gefur mér kraft og styrk.“ Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Hann segir sögu sína í myndbandi Krabbameinsfélagsins sem er gefið út í tilefni Mottumars. „Þegar læknirinn var að útskýra þetta fyrir okkur hjónunum hversu alvarlegt þetta væri spurði konan mín: „Á hann bara tíu ár eftir?“ Læknirinn sagði: „Nei, nei, nei“,“ lýsir hann. Óskar segir eiginkonu sína þá hafa spurt: „Já, þá fimm?“ og læknirinn svaraði: „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum.“ Líkt og áður segir ákvað Óskar að gera allt svo hann gæti verið lengur með fjölskyldunni. „Þannig þegar kallið kæmi þá gæti ég sagt: Ég gerði mitt besta og meira gat ég ekki gert.“ Í kjölfarið lagaði hann mataræðið. Hann tók sykurinn út sem og ýmist sem hann hafði leyft sér dagsdaglega. „Ég þurfti að synja mér um allt sem mér þótti gott. Í raun og veru í tæp tvö ár borðaði ég næstum því bara eitthvað sem mig langaði ekki í.“ Þar að auki fór Óskar alltaf í ræktina. „Auðvitað var ég ekki að lyfta stóru lóðunum sem strákarnir mínir voru að lyfta. Ég var bara með mín tvö til þrjú kíló, en ég fór og hreyfði mig,“ segir Óskar. „Maður vill alltaf einhverja töfraformúlu. Maður vill að læknirinn rétti manni eina töflu eða tvær og segi: „Svo verður þú bara fínn á morgun.“ En það er ekki þannig. Þetta er mataræðið, hugarfarið og hreyfingin.“ Gefur honum styrk að hjálpa fjölskyldunni Óskar segir síðan að þau hjónin hafi farið saman til sálfræðingsins. „Það var algjör bylting fyrir okkur. Ég var veiki maðurinn. Ég var sá sem átti bágt. Það var ekkert að konunni minni. Hún sat hins vegar uppi með veika manninn.“ Að sögn Óskars hefur veitingarekstur fjölskyldunnar gefið honum rosalega mikið í baráttunni. „Þar hef ég fengið að vera flest hádegi í vikunni, að hjálpa þeim, fylla á vatnsflöskur, hreinsa borðin, gera gagn, vera til staðar. Ég þarf ekkert að fara í allar þessar utanlandsferðir. Að fá að vera með fjölskyldunni sinni að gera það sem ég er búinn að vera að gera alla ævi, að vera innan um fólk og þjónusta fólk, það er það sem gefur mér kraft og styrk.“
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira