Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2025 13:33 Stuðningsmenn San Diego slógu ekki beint í gegn í fyrsta heimaleik í sögu félagsins. vísir/getty Nýjasta liðið í MLS-deildinni, San Diego FC, var að spila sinn fyrsta heimaleik í sögunni. Ekki varð úr sú gleðistund sem eigendur félagsins vonuðust eftir. Leikurinn endaði með leiðinlega markalausu jafntefli en það var framganga áhorfenda sem stal fyrirsögnunum eftir leik. Stór hluti áhorfenda notaði nefnilega niðrandi orð ítrekað allan leikinn. Orðið er þekkt í mexíkóska boltanum og hefur kostað mörg félög milljónir í sektir. Orðið þýðir karlhóra. Stuðningsmenn öskruðu orðið í hvert skipti sem markvörður andstæðinganna sparkaði boltanum frá marki sínu. „Það sem gekk á hér í kvöld endurspeglar ekki hvernig félag við erum og gildin sem við stöndum fyrir,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. „Okkar boðskapur er að bera virðingu fyrir öllum og að fótbolti sé fyrir alla.“ Farið verður í þá erfiðu leit að finna sökudólgana. Þeir koma þó ekki úr herbúðum harðkjarna stuðningsmanna liðsins heldur voru þetta áhorfendur sem sátu í almennum sætum. Dugar ekki að sekta Vandamálið er aftur á móti áratugagamalt í Mexíkó. Endalausar sektir frá FIFA og átök á vegum knattspyrnusambands Mexíkó hafa engu skilað í þessari baráttu. Meðal annars hefur verið burgðist við vandamálinu með því að spila háværa tónlist á völlunum er áhorfendur láta í sér heyra. Knattspyrnuáhugamenn í Mexíkó segja of mikið gert úr þessu. „Fótboltaleikur er partí og fólk segir þetta bara í gríni. Svona hefur þetta verið í áratugi og mun örugglega aldrei breytast,“ sagði 38 ára gamall stuðningsmaður landsliðs Mexíkó eftir að orðið hafði verið notað í landsleik gegn Bandaríkjunum. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira
Leikurinn endaði með leiðinlega markalausu jafntefli en það var framganga áhorfenda sem stal fyrirsögnunum eftir leik. Stór hluti áhorfenda notaði nefnilega niðrandi orð ítrekað allan leikinn. Orðið er þekkt í mexíkóska boltanum og hefur kostað mörg félög milljónir í sektir. Orðið þýðir karlhóra. Stuðningsmenn öskruðu orðið í hvert skipti sem markvörður andstæðinganna sparkaði boltanum frá marki sínu. „Það sem gekk á hér í kvöld endurspeglar ekki hvernig félag við erum og gildin sem við stöndum fyrir,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. „Okkar boðskapur er að bera virðingu fyrir öllum og að fótbolti sé fyrir alla.“ Farið verður í þá erfiðu leit að finna sökudólgana. Þeir koma þó ekki úr herbúðum harðkjarna stuðningsmanna liðsins heldur voru þetta áhorfendur sem sátu í almennum sætum. Dugar ekki að sekta Vandamálið er aftur á móti áratugagamalt í Mexíkó. Endalausar sektir frá FIFA og átök á vegum knattspyrnusambands Mexíkó hafa engu skilað í þessari baráttu. Meðal annars hefur verið burgðist við vandamálinu með því að spila háværa tónlist á völlunum er áhorfendur láta í sér heyra. Knattspyrnuáhugamenn í Mexíkó segja of mikið gert úr þessu. „Fótboltaleikur er partí og fólk segir þetta bara í gríni. Svona hefur þetta verið í áratugi og mun örugglega aldrei breytast,“ sagði 38 ára gamall stuðningsmaður landsliðs Mexíkó eftir að orðið hafði verið notað í landsleik gegn Bandaríkjunum.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Glímdi við augnsjúkdóm Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira